Vera


Vera - 01.07.1989, Blaðsíða 10

Vera - 01.07.1989, Blaðsíða 10
í mjög erfiðri aðstöðu ef hún ætlar að meðhöndla þessi mál út frá hlutlægni, út frá stöðu kvenna og barna í sam- félaginu.Við viljum auðvitað fá konur þarna inn en þær þurfa mikinn stuðn- ing. Það þarf jafnvel að stofna kvennadeild innan RLR þar sem þær geta unnið saman. Á hvern hátt geta kvennahóp- arnir komið inn í meðferð þess- ara mála hjá rannsóknarlögregl- unni? Við gerum þá kröfu að aldrei fari fram yfirheyrsla í málum sem þessum án þess að við vitum af því. Við ger- um líka kröfu til þess að konur og börn verði látin vita að þau eigi rétt til þess að hafa einhvern með sér í yfirheyrslu sem þau treysta. Þetta er bara spurning um að RLR setji sér þetta sem vinnureglu því það er ekk- ert í lögum sem bannar slíkt. Þetta er mjög handahófskennt í dag og fer eftir einstaklingum hjá RLR. Við vilj- um að þetta sé regla. Þetta er bara spurning um vilja og að halda öðru fram er fásinna. Þá viljum við að yfirheyrsluaðstæðum verði breytt þegar börn eiga í hlut því þær eru ekki börnum samboðnar. Það er ekki hægt að mæla með því að börn séu kölluð í yfirheyrslur við núver- andi aðstæður. Það verður að breyta þessu á þann veg að starfsmaður barnaverndarnefndar tali við barnið og upptaka af þeim viðtölum gildi sem vitnisburðurbarnsins. Það getur ekki gengið að barn verði að segja sögu sína upp aftur og aftur. í fréttatilkynningunni segist þiö, viö núverandi aöstœöur, ekki geta hvatt konur til aö kœra kyn- feröisafbrot. Er þetta ekki dálítiö stórt og alvarlegt skref aö stíga? Jú ekki síst þegar þess er gætt að við höfum hingað til nær undantekn- ingalaust hvatt þær til þess. Það sem við erum að segja með þessu er að við munum hvorki hvetja þær né letja. Við viljum ekki að konur kæri í þeirri trú að þær fái viðunandi með- höndlun í rannsóknarferlinu vegna þess að hana fá þær ekki við núver- andi aðstæður. Samstarfið við lögregluna hefur hingað til gengið upp og ofan og alltaf verið á hennar forsendum. Það varsvo dropinn sem fyllti mælinn þegar eina konan sem starfaði við þessa deild var flutt úr henni, og eins það sem rann- sóknarlögreglan hefur látið frá sér fara um þessi mál að undanförnu. Við gáfum þessa yfirlýsingu að vel athuguðu máli en auðvitað vildum við svo gjarnan að við þyrftum ekki að segja þetta. -isg. RANGAR HUGMYNDIR UM OKKAR STÖRF í fréttafilkynningu sem Samtök um kvennaathvarf, ráögjafa- hópur um nauögunarmál, barnahópur Kvennaathvarfs og vinnuhópur gegn sifjaspellum sendi frá sér, og birt er hér ann- ars staðar í blaöinu, er hart vegiö aö Rannsóknarlögreglu ríkisins (RLR) og ákveðnum spurningum beint til Boga Nilssonar rann- sóknarlögreglustjóra. Er hann sérstaklega spuröur út í þann skort sem er á kvenlögreglu- mönnum hjá RLR. Af þessu tilefni haföi VERA samband viö Boga og spuröi hann m.a. hvort þaö vœri rétt aö konur hafi sótt um störf hjá RLR en ekki fengiö? Lögreglukona sótti síðast um stöðu hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins í desembermánuði 1985, eða tæpu ári áður en ég hóf hér störf, en þá voru 13 umsækjendur um 2 stöður rann- sóknarlögreglumanna. Hún hlaut ekki skipun í stöðu, en mér er kunn- ugt um að henni bauðst að hefja störf hjá RLR samkvæmt ráðningarsamn- ingi sem hún hafnaði. Er það algert skilyröi fyrir því aö fá stööu í RLR aö viökomandi sé lögreglumaöur? Samkvæmt gildandi reglum verða þeir, sem ráðnir eru til lögreglustarfa, hvort heldur hjá RLR eða öðrum lög- regluliðum, að vera á aldrinum 20-30 ára, hafi þeir ekki áður lokið prófi frá I.ögregluskóla ríkisins. Þeir sem ráðn- ir eru til starfa án þess að hafa lokið námi í lögregluskólanum fara síðan í skólann á vegum viðkomandi lög- regluembættis. í fréttatilkynningunni segja fyrr- nefndir hópar aö eina konan í hópi 42 rannsóknarlögreglu- manna — sem þar aö auki hafi kynnt sér sérstaklega meöferö kynferöisafbrotamála — hafi veriö flutt úr kynferöisafbrota- deild og yfir í þjófnaöardeild. Er þetta rétt? Hjá RLR eru ekki til deildir sem hafa þessi heiti. Rannsóknardeildir eru fjórar, 1., 2., 3. og 4. deild og í 1. deild eru m.a. rannsökuð ofbeldis- brot af ýmsu tagi s.s. manndráp, al- varlegar líkamsárásir og kynferðis- afbrot. í 3- deild eru m.a. til meðferð- ar þjófnaðir og falsanir svo og barna- verndar- og unglingamál. Sú kona, sem um ræðir, hefur lengst af starfað í 3. deild, en færðist í 1. deild fyrir 2 árum á sama tíma og kynferðisaf- brotamál voru færð úr 3- deiid í þá l. Taldi ég rétt á þeim tíma að hún væri í þeirri deild vegna þessara sakarefna, en nú tel ég hins vegar að starfskraftar hennar nýtist betur í 3- deild. Ég vil taka fram, að hún verð- ur tilkvödd í kynferðisafbrotamál óski fórnarlamb eftir því að kona yfirheyri það. Þá má geta þess að kona kemur til starfa hjá okkur í júlímánuði. Hún hefur lokið fyrri hluta Lögregluskólans og er starfandi lögreglukona. Henni hefur enn ekki verið skipað í deild, en enginn rann- sóknarlögreglumaður er ráðinn til starfa í tiltekinni deild og má hann því búast við að vera færður til á milli deilda. Ég hef heyrt því fleygt aö sú lögreglukona sem flutt var til í starfi hafi veriö talin of áhuga- söm um þennan tiltekna mála- flokk þ.e. kynferöisafbrot. Er eitthvaö til í því? Ég hef ekki heyrt þetta fyrr. En það er af og frá að sú hafi verið ástæðan. Þessi kona hefur sýnt þessum málaflokki mikinn áhuga og m. a. haft ákveöin tengsl viö þá hópa sem starfa aó þessum málum. Getur veriö aö þau tengsl hafi spillt fyrir henni? Ég er þeirrar skoðunar — og það gild- ir almennt um störf í rannsóknar- lögreglunni — að menn ættu 10

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.