Vera


Vera - 01.07.1989, Blaðsíða 24

Vera - 01.07.1989, Blaðsíða 24
mjög mikið og basla og eiga svo ekk- ert afgangs í eitt eða neitt. Á þessum árum var mikið rætt um kommúnur. Svona sambýli sem marg- ir bjuggu í og skiptu með sér verkum o.fl. Ég hafði þá prófað hippakomm- únu og séð hverslags samfélag það var og hafði lítinn áhuga á því. Þar ríkti algjört anarkí og í anarkíi er æfinlega sterk stjórn og stíft vald. Það er það vald sem enginn viðurkennir að sé til. Þá er það hinn sterkasti sem ræður. Ég var eiginlega búin að gera upp hug minn gagnvart svona kommúnuhugmyndum, en eftir að hafa baslað í ein tvö ár í kjarnafjöl- skylduformi fannst mér tími til kominn að prófa eitthvað nýtt. Við hjónin vorum síblönk og höfðum ekki fjölskyldur sem gátu stutt við bakið á okkur. Það var meira af þann- ig ástæðum sem við ákváðum að taka okkur saman kunningjarnir og fara að búa saman. Þetta var meira svona af hagkvæmis ástæðum heldur en af einhverri hugsjón. Það varð engin grúppudýnamík, engir stórir fundir og ekkert sameiginlegt kynlíf. Samt var fólk með mismunandi hugmynd- ir um hvað það vildi leggja í þetta. Við bjuggum í þessu sambýli í rúmt ár. Á þessum tíma var öll vinstri hreyfingin að tvístrast í hinar ýmsu smáu grúppur og sambýlið tvístraðist líka í allar þær grúppur sem til voru. Þetta var samt sem áður mjög skemmtileg reynsla og skemmtilegur tími og ég lærði heiimikið af þessari Á fullu í pólitíkinni. „Annars vegar þá átti maöur að verða eitt- hvað svo ó- skaplega mikið en hins vegar þá mátti maður ekki svíkja upp- runa sinn. Það er eiginlega sama hvar maður stendur í þessari baráttu, maður hlýtur alltaf að tapa ” reynslu. Þó voru þetta lokin á svona hugmyndum fyrir mig. Sambýlið og þessi ár sem ég var í póltík urðu til þess að maður fór að hugsa um muninn á formlegu skipulagi og raunverulegu skipulagi og formlegu lýðræði og raunverulegu lýðræði. Það er ljóst að uppeldið hefur mikið að segja um það hvernig lífið þróast hjá manni. Ég er alin upp við að það sé gott að vera neðarlega í þjóðfélagsstiganum og það sé af hinu góða að þjást og hafa það dálítið erf- itt en tortryggilegt að hafa góð laun og mikinn frítíma. Ég er ekki að segja að ég sé hrifin af „uppahug- sjónum” en það má kannski eitthvað á milli vera. Allt þetta hefur haft mikil áhrif á mig og mitt lífshlaup. Mig langaði líka til þess að eignast fleiri börn. Svo fæddust þau tvö á sama árinu en eru þó ekki tvíburar. Það var kannski einum of mikið af því góða því að á sama tírna vorum við að reyna að kaupa íbúð. Þetta fór að vísu allt saman yfirum, við seldum þessa íbúð og höfum svo undanfarin ár verið að kaupa íbúð í verkamanna- bústað sem ég bý í núna. Fyrir nokkrum árum ákvað ég svo að fara að læra eitthvað meira og valdi hjúkrun. Þá hafði ég uppgötvað að ég gat unnið svona störf og það var mjög dýrmætt fyrir mig. Einnig fannst mér mjög gefandi að vera í svona umönnunarstörfum. Ég hélt raunar að ég væri að fara út í betur launað starf en raun bar vitni, en ég er ánægð með sjálft starfið. Ég hafði gert mér einhverjar vonir um bjartari framtíð þegar ég yrði búin að ljúka þessu námi. Ég held líka að ég hafi verið svo barnaleg að halda að ég gæti séð fyrir fjölskyldunni. Ég lauk námi árið 1984 á hinum mestu kjara- skerðingartímum sem orðið hafa á seinustu áratugum svo það fór lítið fyrir því. Maðurinn minn fór svo í Myndlistaskólann og við eignuðumst fjórða barnið. Hjónabandið endaði svo með skilnaði sem nú er að ganga yfir. Kannski gaf það sig mest undan öllum þessum kröfum sem var of erf- itt að samræma og svo auðvitað út af fleiri atriðum sem komu upp. Það er vafalaust alveg rétt sem okkar kyn- slóð var að pæla í hér á árum áður, að kjarnafjölskyldan er fyrirbæri sem ekki mun endast í því formi sem tíðk- ast í dag. Hún var ekki til í þessu formi og enn ósennilegra að hún verði það áfram, allra síst þegar maður sér hve miklar breytingar eru að verða og hversu hratt þær gerast. Rannsóknir sýna að nú endar víst þriðja hvert hjónaband með skilnaði, sem er tiltölulega hátt hlutfall, enda vinnum við mjög mikið og lifum mjög hratt hér á íslandi. Þannig hefur nú farið fyrir öllum þessum æskuhugsjónum. Maður hef- ur fengið að hafa mikið fyrir lífinu og kannski lært meira af þvt heldur en af öllu hinu sem maður ætlaði að gera. Hver veit? Sigrún Hjartardóttir. FERÐALANGAR Á SNÆFELLSNESI Njótið hvíldar og endurnærist í heilsusamlegu ölkelduvatni í útilauginni á Lýsuhóli. Opið: 2-7 virka daga. 2-10 um helgar. LÝSUHÓLL Staöarsveit Snæfellsnesi, sími 93-56730 og 93-56729. (Aöeins 10 mínútna akstur frá Hótel Búöum). Stærsta lampaverslun landsins Egilsgötu 3, sími 18022 Bíldshöföa 16, sími 671820 RAFBÚÐ DOMUS MEDICA EGI Nú einnig aö Bíldshöföa 16. 24

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.