Vera


Vera - 01.07.1989, Blaðsíða 11

Vera - 01.07.1989, Blaðsíða 11
að reyna að komast hjá því að taka verkefnin með sér heirn að loknum lönguni vinnudegi. Störf rannsóknar- lögreglumanna eru vandasöm og lýj- andi og þeir ættu að sinna öðru í frítíma sínum. Kynferðisafbrotamál, og þá ekki síst aflirot sem beinast gegn börnum, eru sérstaklega vand- meðfarin og jafnvel getur verið hætta á að tilfinningar rann- sóknarlögreglumannsins ráði of miklu og korni í veg fyrir skynsam- lega og hlutlæga rannsókn. Þetta á ekki aðeins við um konur — hér starfa feður og afar og þessi voðalegu afbrot koma við þá og geta náð tök- urn á tilfinningum þeirra engu síður. Er einhver endurskoðun í gangi hjá RLR á meöferð kynferðisaf- brotamála? Meðferð kynferðisafbrotamála fer að hætti laga um meðferð opinberra mála eins og meðferð annarra af- brotamála og verður rannsóknar- lögreglan að hlíta þeim leikreglum, ef svo má segja, sem jiar eru settar. Þeim breytir rannsóknarlögreglan ekki. Hins vegar reynum við ávallt að end- urbæta vinnubrögð okkar og vissu- lega er okkur ljóst að við erum ekki óskeikulir. Réttarfarsnefnd vinnur nú að heildarendurskoðun á lögum um meðferð opinberra mála og vona ég að hún muni taka upp tillögur nauðg- unarmálanefndar um að fórnarlömb- um kynferöisafbrota verði tryggður réttur til lögfræðiaðstoðar við málsmeðferðina þeirn að kostn- aðarlausu. Tillögur nauðgunarmála- nefndar unt sérstaka neyðarmóttöku fyrir fórnarlömb kynferðisafbrota eru einnig mjög athyglisverðar. Hvað með frœðslu til rann- sóknarlögreglumanna. Hvernig er henni háttað? Rannsóknarlögreglumenn fá ýmsar leiðbeiningar um þaö, hvernig þeir skuli haga rannsóknunt og í þeim leiðbeiningum er lögð áhersla á að þeir sýni fórnariömhum afbrotanna fyllstu tillitssemi þegar þeir taka skýrslur sínar. Ekki verður þó sagt að rannsóknarlögreglumenn hljóti frek- ari fræðslu í meðferð þessara mála en annarra sem RLR fær til meðferðar. Bogi Nilsson, rann- sóknarlögreglustjóri. Ljósmynd: Morgunblaöió. Fréttatilkynningin er mjög harðorð í ykkar garð og m.a.sagt að meðferð mála á rannsóknar- og dómstigum sé í algjörum ó- lestri. Hver er þín skoðun á því? Þeir hópar sem sendu þetta frá sér hafa ekki aðgang að upplýsingum um meðferö þessara mála og eru því ekki í aðstöðu til þess að kveða upp þennan dóm. Með svona sleggjudómi er veriö að sá tortryggni í garð þeirra sem unt rnálin fjalla í réttarkerf- inu og slfkar yfirlýsingar hrella fórn- arlömb afbrotanna fyrst og fremst, spilla sambandi fórnarlambs og rann- sóknaraðila og korna þannig niður á skilvirkri nteðferð þessara mála — þvert á yfirlýstan tilgang hópanna sem gáfu fréttatilkynninguna út. Þú ert þá ósáttur við þá gagnrýni sem þið hafiö fengiö á ykkur frá þessum kvennahópum? Já ég tel að þessir hópar hafi rangar hugmyndir um störf okkar, hvernig sem á því stendur. Við höfum reynt að halda uppi nokkurri samvinnu við |iá og allir rannsóknarlögreglumenn sem hér starfa hafa fyrirmæli um að kynna fórnarlömbum kynferðisaf- brota að kvennaathvarf bjóði fram aðstoð sína. Fulltrúar frá kvennaat- hvarfi hafa fengið að vera viðstaddir, þegar kærandi gefur skýrslu sína, þótt þeir eigi ekki lagarétt til þess. Við höfum þannig leitast við að teygja okkur í átt til þeirra og ekki síst þess vegna finnst mér þetta ómaklegt. -isg. 11

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.