Vera


Vera - 01.07.1989, Blaðsíða 37

Vera - 01.07.1989, Blaðsíða 37
KONNUN A STORFUM OG AÐBÚNAÐI KVENNA LAG LAUN OG LÍTIL HLUNNINDI Jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar kynnti í lok mars niðurstöður úr könnun sem hún lét gera á störfum og aðbúnaði kvenna hjá Reykjavfkur- borg. Niðurstöðurnar staðfesta þá mynd sem oft áður hefur verið dregin upp: Mikill meiri- hluti kvenna er óánægður með launakjör sín, hlunnindi í starfi eru lítil og rýr og ábyrgð á börnum og heimili er konum fjötur um fót á vinnumarkaði. Engu að síður er ýmislegt sem vekur athygli s.s. að ekki ein einasta kona valdi starf hjá Reykjavíkurborg vegna launanna og flestar töldu launakjör sín verri en launakjör annarra við sambærileg störf. Þá er athyglisvert að tvær kvennastéttir virðast almennt óánægðari en aðrar og það eru sjúkraliðar og konur sem starfa á félagssvæði Framsóknar. Báðir þessir hópar kvarta undan slæmum samskiptum við yfirmenn og starfsanda á vinnustöðum. í svör- um Framsóknarkvenna kemur lfka glögglega fram gremja gagnvart stéttarfélaginu sem að mati margra þeirra vinnur ekki það verk sem þær ætla því. Eins og fyrr sagði er almenn óánægja með launakjörin en 60% kvenna í fullu starfi hjá Reykjavíkurborg höfðu dagvinnulaun á bilinu 35—50 þúsund krónur á mánuði þegar könn- unin var gerð í febrúar á síðasta ári. Aðeins 8% kvennahöfðu launyfir 65 þúsund krónum. Um 76% kvenna vinna einhverja yfirvinnu í hverj- um mánuði en flestar þeirra eða 61.2% hafa yf- irvinnulaun undir 10 þúsundum á mánuði. í ljósi þessa þarf ekki að koma á óvart að þeg- ar konur voru spurðar hvaða breytingar á ytri aðstæðum þær teldu mikilvægastar þá settu um 5 5 % kvennanna betri laun í fyrsta sætið. í öðru sæti varð samfelldur skóladagur og í því þriðja jafnari ábyrgð á heimilum. Til samanburðar má geta þess að karlar í hefðbundnum kvenna- störfum — sem var einn þeirra hópa sem könn- unin náði til — gáfu jafnari ábyrgð ekkert at- kvæði og sama er að segja um samfelldan skóla- dag þrátt fyrir þá staðreynd að þeir áttu flestir börn á grunnskólaaldri. Þegar spurt var um mikilvægar breytingar í tengslum við vinnu voru launin áfram efst á óskalistanum (71.2%) en fast á eftir fylgdu menntunarmálin og þar á eftir aukin áhrif á ákvörðunartöku. Það fer nokkuð eftir starfs- hópum á hvað konur leggja mesta áherslu og sem dæmi má nefna að sjúkraliðar og hjúkrun- arfræðingar leggja mikla áherslu á bætta fræðslu, konur í Framsókn og Sókn á betri að- búnað en hálaunakonur á aukin áhrif á ákvarð- anatöku. f könnuninni var spurt hvort konur hefðu orðið fyrir kynferðislegri áreitni á vinnustað og var spurningin ekki sérstaklega bundin núver- andi vinnustað. Tæp 13% kvennanna töldu að þær hefðu orðið fyrir slfkri áreitni og voru þær konur sem svöruðu spurningunni játandi flest- ar í hópi háskólakvenna (21.7%), kvenna innan Framsóknar (21.2%) og hálaunakvenna (20%). Enginn karl taldi sig hafa orðið fyrir kynferðis- legri áreitni og aðeins 2.6% kvenna í skrifstofu- störfum. Athygli vekur að Borgarspítalinn sker sig nokkuð úr í könnuninni og greinileg óánægja er þar meðal allra starfsstétta, sérstaklega með samskipti á vinnustað. Staðreynd sem Borgar- spítalamenn mættu hafa í huga þegar þeir skera niður launakostnað spítalans sem hittir konur harðast fyrir. — isg. narsdóttir. KIDDY ÖRY GGISHJÁLMAR FISLÉTTIR, VIÐURKENNDIR AF UMFERÐARRÁÐI > ALLT FYRIR BÖRNIN KLAPPARSTÍG 27 SÍMI: 91-19910

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.