Vera


Vera - 01.07.1989, Blaðsíða 7

Vera - 01.07.1989, Blaðsíða 7
Ljósmynd: Mbl. „Maöur kemur alltaf að því að það er svo mikil- vœgt fyrir konur að sanna sig. Þœr trúa því ekki aö þœr séu góðar nema þœr hafi sýnt þaö og sannað á áþreifanlegan máta. Þess vegna skiptir umfjöllun fjöl- miðlanna þœr kannski enn meira máli en strákana.“ t.d. í því sem þjálfari að fara út í keppni með stelpnalið sem var of ungt. Ástæðan var sú að HSÍ stóð sig ekki nógu vel í samskiptunum við þá sem skipulögðu mótið. Mér fannst ég vera með ofsalega gott lið sem hafði alla burði til að standa sig vel. Svo þegar ég kem út þá sé ég að hinar þjóðirnar eru með miklu stæltari steipur. Við stóðum okkur svo sem ekkert illa en þetta voru mér mikil vonbrigði. Drengjaliðið var aftur á móti á réttum aldri og stóð sig vel. Þegar heim kom blasti við í blöðun- um heils síða með fyrirsögninni: ,,ís- lenska drengjalandsliðið stóð sig frá- bærlega og vann Beneluxis-keppn- ina.“ Það eina sem stóð um stúlkurn- ar var að þær hefðu tekið þátt, tapað ákveðnum leikjum og unnið aðra og punktur. Ekkert um að við hefðum verið með of ungt lið. M: Þetta er alveg skelfilegt þegar það kemur svona neikvæð umfjöllun unt krakkana. Þau eru að koma alls staðar að af landinu og spyrja sig auðvitað þeirrar spurningar hvort það taki þessu fyrir ekki neitt. Hvatningin skiptir þau alveg óskaplegu máli. Ég var t.d. að þjálfa ungiingsstelpur og ég sá mun á æfingum allt eftir því hvað stóð íblöðunum. Og svo kemur maður náttúrulega alltaf að því að það er svo mikilvægt fyrir konur að sanna sig. Þær trúa því ekki að þær séu góðar nema þær hafi sýnt það og sannað á áþreifanlegan máta. Þess vegna skiptir umfjöllun fjölmiðlanna þær kannski enn meira máli en strák- ana. Nú eruð þiö og fleiri nýlega hœttarí landsiiöinu. Hvaöa þýö- ingu hefur þaö fyrir liöið? G: Já við hættum einar átta og það var auðvitað mikil blóðtaka fyrir kvenna- landsliðið. En það er alveg kominn tími á okkur — allavega sumar. M: Ég er mjög ánægð með að við skul- urn hættar. Við erum búnar að vera þarna í 12 ár og það á áreiðanlega enginn karlmaður eins mörg ár að baki í landsliðinu og við. En nú er liðið með góðan þjálfara og það verð- ur að reyna að nota hann til að byggja upp gott lið. Þær steljmr sem eru í lið- inu núna eru reynslulitlar en ntjög efnilegar og geta gert góða hluti ef lögð er rækt við þær. -isg. SEXFALDUR MUNUR Á FJÁR- FRAMLÖGUM í viðtalinu við Margréti og Guðríði kemur fram að þær telja að- stöðumuninn milli kvenna- og karlalandsliðsins í handbolta einkum felast í mismunandi greiðslum HSÍvegna utanlandsferða liðanna. Ef litið er á ársreikninga HSÍ síðustu árin og fjárhagsáætlun sambandsins fyrir næsta ár, keniur þessi ntunur mjög glöggt í ljós. Hér á eftir fer tafla um framlög sambandsins til reksturs liðanna og ferðakostnaðar á árununi 1983-1989. KARLAR KONUR 1983-’84 946.546 210.261 1984-’85 3.586.216 902.803 1985-’86 8.949.698 1.756.790 1) 1.057.954 1986-’87 9.146.693 1.717.905 1) 2.464.073 1987-’88 22.592.515 1.640.312 1) 1.828.323 1988-’89 21.139.305 3.056.579 1) 5.693.150 1989-’90 17.420.000 5.700.000 1) 3.950.000 1) Hjá körlum er efri talan kostnaður vegna a-landsliðs karla en neðri talan vegna ungiingalandsliðsins. Hjá konuni er talan bæði vegna a- landsliðs og unglingalandsliðs kvenna. Það þarf ekki annað en að líta á þessa töflu til að sjá hve gífurlegur munur er á fjárframlögum HSÍ til kvenna- og karlalandsliðsins. Þessi rnunur er án efa studdur með margvíslegum rökuni s.s. þeim að karlalands- liðið afli mun meiri tekna en kvennalandsliðið m.a. með sölu aðgöngu- miða og auglýsinga á landsleikjum. Þá er rétt að geta þess að a-landslið karla hefur á undanförnum árum tekið þátt í dýrum mótum s.s. heimsmeistarakeppninni og Ólympíuleikunum. Það er hins vegar erf- itt að sjá að þessi rök geti réttlætt að karlalandsliðin hafi fengið í sinn hlut um 97.6 millj. kr. á þeim 8 árum sem taflan hér að ofan nær til, rneðan kvennalandsliðin hafa aðeins fengið 16.1 millj. kr. Þessi munur er hvorki meira né minna en sex faldur. Ef skrifstofu- og stjórnunarkostnaður, sem var um 33 millj. kr. á síðasta ári, væri tekinn inn í dæmið og deilt niður á liðin í sömu hlutföllum og rekstrarkostn- aði þeirra, yrði munurinn enn meiri. Verður ekki annað séð en að þess- ar tölur endurspegli þá staðreynd að upp sé komið hálfgert atvinnulið karla í handbolta sem hafi algeran forgang í rekstri HSÍ. Og hvað er þá orðið urn hinn sanna íþróttaanda og þá hópkennd sem gjarnan er sagt sé aðall hópíþrótta? Það er með stöðu kvenna í fþróttum eins og í samfélaginu almennt. Hún verður ekki bætt ef það forskot sem karlar hafa er notað til að réttlæta enn frekara forskot. Hún lagast því aðeins að menn ásetji sér að breyta þeirri mynd sem við blasir og vinni markvisst að því. Það gæti þýtt að gefa þyrfti konunt tímabundinn forgang innan HSÍ en er ekki tími til kominn? -isg.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.