Vera


Vera - 01.07.1989, Blaðsíða 39

Vera - 01.07.1989, Blaðsíða 39
ast enginn viö og ekkert slfkt ein- tak er til á Landsbókasafni. Hún segir líka að einhverjir fræðimenn (án þess að vísa til heimilda) hafi dregið í efa að ísleifur biskup Gissurarson hafi verið í kvenna- skóla í Þýskalandi. Hafi þeir efast kemur það mér óneitanlega und- arlega fyrir sjónir því í Hung- urvöku segir: „Honura (þ.e. ís- leifi) fylgdi Gissurr utan ok seldi hann til læringar abba- dísi einni í borg þeirri er Her- furða heitir” (Biskupasögur I, fslendingasagnaútgáfan 1953, bls 3). Hvernig er hægt að mistúlka jietta? Eins eru tölur um kosn- ingaúrslitin 1908 rangar og j)ar segir Helga að allar kon- ur nema þær allra fátækustu hafi fengið kosningarétt og kjörgengi til bæjar- og sveitastjórna 1. jan- úar 1908 (bls. 133), þegar það voru reyndar aðeins konur í Reykjavík og Hafnarfirði. Þetta eru auðvitað smámunir en óþarfi að láta svona frá sér, ekki skortir heimildirnar. Eins finnst mér hæpið að vitna til stéttaskilgrein- inga Auðar Styrkársdóttur (bls. 138-139) íbókinni „Kvennafram- boðin 1908-1926” sem að mínum dómi falla mjög illa að íslenskum veruleika íbyrjun 20. aldar. Auð- ur flokkaði konur eftir tengslum jieirra við karla og það er í raun í andstöðu við j?að sem Helga segir annars um stéttgreiningar á konum. Allra síðast verð ég að mótmæla jíví sem stendur í formálanum um átökin í Rauðsokkahreyfing- unni á árunum eftir 1975. Helga segir: „Síðustu 3 til 4 ár hreyfing- arinnar voru í forsvari fyrir hana harðlínu marxistar, stúlkur og piltar sem með starfi sínu þar gengu erinda pcúitískra samtaka fyrst og fremst” (bls. 9). Þessi ár var ég og fleiri konur, sem stóðuni síðar að stofnun Kvennafram- boðsins í Reykjavík, virkar í Rauð- sokkahreyfingunni. Ég tel mig nú ekki hafa verið mikinn harð- línu-marxista og ekki var ég tengd neinum samtökum. Sannleikurinn um þessi ár var nefnilega sá, að við sent kölluðum okkur „mun- aðarleysingja” í pólitík urðum ofan á og kváðum í kútinn trotskyistana og marx-leninistana sem vildu öðru fremur gera Rauð- sokkahreyfinguna að baráttutæki alþýðunnar — vel miðstýrðu að sjálfsögðu. Við vörðum hið gamla skipulag og tókst það. Við máttum standa í ströngu í baráttu við 8.-marshreyfinguna og ýmsa sjálfskipaða foringja, en allt er þetta liðin tíð. Ég endurtek það sem ég áður sagði. Það er margt gott í jtessari bók Helgu og mikill fengur að því að fá rit sem hristir upp í manni og fær okkur til að hugsa. Ekki veitir af. Ég er mjög sammála Helgu í því að við hér uppi á ís- landi höfum verið heldur slappar í hugmyndafræðinni og ekki verið nétgu skeleggar við að skilgreina og skilja hvað okkur ber að gera og hvað að varast. Ég hvet allar konur til að lesa bók Helgu og ræcla hana og endurtek: Hvað um málþing? Kristín Ástgeirsdóttir. VIÐT ORNINA ■ SFAFOOO • RESM.JRANT ■ Sjá varréttastaður Templarasund 3 Sími 18666 HVERNIG VÆRI AÐ NIÓTA / LATA OKKUR STIANA VIÐ ÞIG? A HOTEL BUÐUM ER ALLT TIL STAÐAR þÆGILEGT ANDRÚMSLOFT HEIMILISLEG HÚSAKYNNI RÓMANTÍSKT UMHVERFI PERSÓNULEG PJÓNUSTA FRÁBÆR MATUR (... OG HOLLUR ...OG ÓDÝR) EINSTAKUR STAÐUR TIL ÚTIVISTAR, SUNDLAUG í NÁGRENNINU, VEIÐILEYFI, BÁTSFERÐIR OG SKIPULAGÐAR GÖNGUFERÐIR. ÆVINTYRAHEIMUR FYRIR BÖRNIN ENDURNYIAR ÞU LÍFSORKUNA ...0G FERÐ TVÍEFLD TIL BAKA... 39

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.