Vera - 01.07.1989, Blaðsíða 18
HEOAIV OG MÐAN
Mynd: Laura Valentlno
RIFIÐ HANS ADAMS
VISKU-
BRUNNURINN
Seljahlíð við Hjallasel er dvalar-
heimili aldraðra og er meðalaldur
íbúa þar nálægt 85 árum. Hár ald-
ur kemur hins vegar ekki í veg fyr-
ir að þeir stundi margháttað fé-
lagsstarf og grúsk sjálfum sér og
öðrum til ánægju. Eitt af því sem
íbúarnir í Seljahlíð hafa tekið sér
fyrir hendur er útgáfa blaðs sem
þau kalla Viskubrunninn.
Rannveig Káradóttir hefur um-
sjón með félagsstarfinu í Seljahlíð
og hún er jafnframt ritstjóri blaðs-
ins. í samtali við VERU sagði hún
að blaðið hefði fyrst komið út
haustið 1987 og væri það nú að
koma út í fjórða sinn. Takmarkið
væri að gefa út tvö blöð á ári, vor
og haust. Þau gætu hiklaust
gefið það út oftar því það væri
enginn skortur á efni en hins veg-
ar væri erfitt að láta það bera sig.
Sagði hún að blaðið væri ein-
göngu fjármagnað með auglýs-
ingum og væri því dreift til heim-
ilismanna í Seljahlíð en að auki er
það sent til allra félagsmiðstöðva
og dvalarheimila aldraðra í
Reykjavík.
í nýútkomnu tölublaði eru m.a.
greinar, viðtöl, Ijóð og endur-
minningar skrifaðar af íbúum
Seljahlíðar. Einn þeirra sem á efni
í blaðinu er dr. Jakob Jónsson,
fyrrum prestur í Hallgrímskirkju.
í grein sem hann nefnir „Rifið
hans Adarns" leitar hann skýringa
á þeirri undarlegu hugmynd
sköpunarsögunnar, að guð hafi
skapað Evu úr rifi Adams. Lesend-
um VERU til fróðleiks og skemmt-
unar birtum við grein Jakobs hér í
blaðinu með góðfúslegu leyfi
hans.
„Eitt rif úr mannsins síðu, annað
ekki,“ syngur fólkið fullum hálsi í
samkvæmunum.
Og oft hefur kvenfólki verið
strítt á þessari gömlu sköpunar-
sögu. Því hefur þá þótt lítið til
þess koma að formóðirin Eva
skyldi vera sköpuð úr rifi Adams.
En hvað sem þessu líður út af fyrir
sig, er ekki nema eðlilegt, að leit-
að sé skýringa á því hvernig standi
á þessari undarlegu hugmynd,
sem fram kemur í annarri sköpun-
arsögunni á fyrstu blaðsíðum
Biblíunnar. (Eins og sjá má, cru
sköpunarsögurnar tvær, í 1. og 2.
kapítula fyrstu Mósebókar.)
Sí-aukin þekking á sögu trúar-
hugmynda hefur leitt í ljós að sér-
stök sagnaminni, trúaratriði, orð
og orðtæki hafi borist frá einni
þjóð til annarrar og tekið á sig hin-
ar ólíklegustu myndir. Fjariægð í
tíma og rúmi kemur ekki í veg fyr-
ir hin andlegu tengsl. Sennilega er
sagan um rifið hans Adams eitt
dæmi um slíkt, þó að fjarlægðin sé
hér fremur fólgin í löngu tíma-
skeiði en landfræðilegri vega-
lengd. Þjóðir hafa lotið sömu ör-
lögum og einstaklingar. Þær hafa
,,fæðst“, lifað sitt skeið og horfið
í dauðann. En þrátt fyrir það
skilja þær mikið cftir, sem sogast
inn í menningu þeirra þjóða, er
síðar koma fram.
Meira en 3000 árum fyrir Krists-
burð blómstraði þjóðmenning
Súmera í Mesapotamíu. Síðar lutu
þeir í lægra haldi fyrir semitískum
þjóðum, en áhrifa þeirra verður
vart í helgisögnum Hebrea, þar á
meðal sköpunarsögunni.
í súmerísku ljóði er minnst á
gyðju eina, er nefnist Nin-ti, af því
að hún hafði læknað rif guðsins
Enki. Iín talið er, að nafnið merki
„Rifskonan".
En sami orðstofninn getur einn-
ig haft merkinguna ,,að veita líf“,
svo að nafnið mætti alveg eins
þýða, „konan sem gefur líf“, eða
„móðir lífsins".
Nú segir í fyrstu Mósebók
(3,20): „Og maðurinn nefndi
konu sína Evu, því að hún varð
móðir allra, sem lifa“.
Svo virðist sem eitthvert sam-
hand sé milli hins súmeríska ljóðs
og sköpunarsögu Hebrea. En
orðaleikurinn í tungumáli Súmera
getur ekki komið fram í hebresku.
Þess vegna verður rifið rif og ekk-
ert annað. En með hliðsjón af
hinni súmerísku merkingu orð-
anna, er sennilegt að grundvallar-
hugsun sköpunarsögunnar sé sú,
að karlmaðurinn og „Móðir allra
sem lifa“, hafi verið sameinuð í
einum líkanta, en síðan hafi guð
gert aðskilnað kynjanna.
Slíkar hugmyndir eru víðar til í
fornum trúarbrögðum. Að upp-
haflega hafi maður og kona verið
einn líkami, — eitt hold. Þó að
sköpunarsagan virðist frumstæð,
býr hún yfir miklum trúrænum
sannindum sem ekki verða nánar
rædd í þessari grein. En þó skal
drepiö á eitt atriði:
Þegar Jesús var spurður um
hjónaskilnaði, vitnaði hann til
sköpunarsögunnar. Maðurinn átti
að yfirgefa föður sinn og móður
og bindast konu sinni; „og þau
skulu verða einn maður“, eða
„eitt hold“.
Þannig eru þau ekki framar tvö,
heldur einn maður. Það, sem guð
hefur tengt saman, má ekki maður
sundur skilja.
Hér er sköpunarsagan í rauninni
orðin að dæmisögu, þar sem sam-
eiginlegur líkami er orðinn að
tákni heilhuga sambúðar hjón-
anna. Það mætti kannski orða það
þannig, að Adam sé ekki heill
heilsu, nema hann fái rifið aftur.
En Adam í sköpunarsögunni er
ekki eiginnafn eins og Sveinn eða
Sigurður, heldur merkir orðið
mannlega veru, manninn í sínu
rétta eðli.
En konan er þá ekki „rif úr
mannsins síðu“, eins og segir í
kvæðinu, heldur sú Eva sem fæðir
af sér lífið, — líf mannkyns alls, í
tengslum við Adam. Og sönn og
heilhuga tengsl í sambúð hjóna á
enginn með að slíta.
Heimildlr:
„Mythology of Sumer and Akkad“
eftir Samuel Noak Kramer í ritinu
„Mythologics of the Ancient World".
(Ed: S.N.Kramer hls. 102) og ýmis
önnur rit.
18