Vera


Vera - 01.07.1989, Blaðsíða 22

Vera - 01.07.1989, Blaðsíða 22
ar er kommúnisti, mamma ykkar er kommúnisti”. Við neituðum því harðlega en þær héldu því nú samt fram. Við spurðum mömmu að þessu þegar við komum heim og hún svaraði: ,Já ég býst við því að ég verði að teljast kommúnisti” og svo útskýrði hún fyrir okkur sem best hún gat skoðanir sínar á þjóðmál- unum. Næst þegar við hittum stelp- urnar þá sögðum við: , Já mamma er kommúnisti og þeir eru góðir.” Mamma reyndi einnig að uppfræða okkur um kynferðismálin þegar við höfðum aldur til og það var einnig óalgengt á heimilum á þeim tíma. Þá tíðkaðist að fara mjög dult með ólétt- ur, í rauninni eins og mannsmorð. Nágrannafólkið vissi af þessari fræðslu mömmu og hneykslaðist yfir henni. í því sambandi man ég skýrast eftir atviki sem gerðist þegar litli bróðir minn fæddist. Þá vorum við orðnar þrjár systurnar og við vonuðumst allar eftir bróður. Mamma var búin að vera í mánuð norður á Húsavík, því þá var hún orð- in 42 ára gömul og það þótti vissara að vera nálægt spítalanum. Loksins fær maður þær fréttir að drengur hafi fæðst og það var óskaplegur fögn- uður yfir þessum dreng. Ég átti erindi yfir á nágrannabæinn og er nú dálítið góð með mig yfir honum bróður mínum. Þegar ég færði þeim tíðindin fara konurnar að spyrja mig heldur Sigrún Huld 1955. Myndin er tekin þegar foreldrar hennar giftu sig. „Mamma reyndi einnig aö upp- frœða okkur um kynferðismálin þegar við höfðum aldur til, og það var einnig óalgengt á heimilum á þeim tíma. Þá tíðkaðist að fara mjög dult meö óléttur — í rauninni eins og mannsmorö. Nágrannafólkið vissi af þessari frœðslu mömmu og hneykslaðist yfir henni.” 22 illgirnislega hvernig litli bróðir minn hafi orðið til. Ég þóttist nú heldur góð með mig og sagði þeim að guð hefði sett hann inn í magann á mömmu þegar pabba hafi þótt mjög vænt um hana. Ég taldi mig alveg stikk frí með þessu svari, því þótt ég tryði ekki á guð, þá vissi ég að þær gerðu það. En þá sögðu þær: ,,bölv- uð vitleysa er þetta, ljósmóðirin kom með hann í tösku”. „Það er ekki satt“ sagði ég ,,ég veit alveg að hann var inni í maganum á mömmu. Hún var komin með svo stóran maga og svo kom hann út þar sem maður piss- ar!” En þær gripu andann á lofti og sögðu að guð skipti sér ekkert af börnum kommúnista og foreldrar mínir hafi orðið að kaupa hann af ljósmóðurinni. Ég hélt mínu striki og þjarkaði við þær góða stund, þangað til að afabróðir minn kom fram og skammaði mig fyrir að rífast við full- orðið fólk og rak mig heim með þeim orðum, að ég væri alin upp hjá fíflum! Það var í eina skiptið sem mamma fór og reifst við þetta tengdafólk sitt þeg- ar hún frétti af þessum viðureignum mínum. í skólanum þá vorum við systkinin stundum tekin fyrir vegna pólitískra skoðana foreldra okkar. Það var þó aldrei neitt aivarlegt því ég held að krakkarnir hafi ekki haft mikinn skilning á því út á hvað þetta gekk alit saman. Ég man eftir því að ég og besta vinkona mín vorum að ræða um það hvað foreldrar okkar kysu. Hennar foreldrar kusu náttúrlega Framsóknarflokkinn en þegar ég sagði henni að mínir foreldrar kysu Sósíalistaflokkinn þá sagði þessi vinkona mín ósköp áhyggjufull: „Er það ekki voðalega pólitískt?” Þegar ég fór úr sveitinni ])á fór ég suöur til Reykjavíkur, aðallega til þess að vinna. Það var erfitt um vinnu á þessum tíma því þetta var árið 1968 sem var mikið atvinnuleysisár. En ég fékk þó vinnu hjá frænku minni í sæl- gætisverksmiðju. Ég ætlaði mér nátt- úrlega að læra með vinnunni eins og svo margar sveitastelpur sem koma til Reykjavfkur. Ég er eiginlega alin upp við menntasnobb ef svo mætti segja — og þá meina ég í jákvæðri merk- ingu. Það var kannski mjög dæmigert fyrir þær kröfur og þær hugmyndir sem ég ólst upp við, hvað ég valdi mér. Ég sótti einkatíma í sænsku og frönsku hjá gömlum drykkfelldum karli í vesturbænum þegar aðrar stelpur völdu ensku og bókfærslu. Eftir áramótin fór ég svo á leiklistar- námskeið hjá Leikfélagi Reykjavíkur því ég ætlaði mér þá að verða leik- kona. Það kostaði mig reyndar vinnuna. En pabbi og mamma létu það gott heita og lögöu mér til pen- ing af sínum rýru efnum. Ég hætti nú svo við leikkonuhugmyndina og byrjaði í menntaskólanum eftir mikl- ar vangaveltur. Svo komu hippaárin og maður kastaði sér út í allt sem þeim fylgdi með miklu offorsi. Ég klippti af mér hárið, fékk mér stærstu gleraugun sem ég fann, gaf allar snyrtivörurnar mínar og flutti úr þokkalegu forstofuherbergi hjá frænda mínum inn í kommúnu þar sem ég þekkti ekki nokkurn einasta mann. Einar heitinn Magnússon rekt- or í M.R. hafði af mér miklar áhyggj- ur því hann frétti að ég væri eina konan sem byggi í þessari kommúnu. Ekkert afl á himni né jörðu gat hagg- að honum frá þeirri sannfæringu að ég svæfi hjá öllum strákunum til skiptis. Þeir voru — minnir mig — 5 eða 6 sem þarna voru heimilisfastir. Ég fór í gegnum menntaskólann eins og svo margir á þessum tíma sem hálfgert „drop out”. Ég var mikið utan skóla en lauk þó stúdentsprófi 1974, tveimur árum á eftir áætlun. Ég held að aðalástæðan fyrir því að ég hafði mig loksins í gegnum stúdents- prófin hafi verið sú, að þá var ég búin að eignast barn. Það kom upp í mér þessi gamla þrjóska gagnvart ættingj- unum og æskustöðvunum. Mér fannst það óþolandi tilhugsun að þeir gætu sagt við mig, að ég hefði ekki lokið menntaskóla vegna þess að ég hefði verið komin í sambúð og með krakka, þessi misheppnaða sveitastelpa. Eins og áður segir þá er ég alin upp við mikið menntasnobb og einnig verkalýðssnobb og ég bjó við miklar kröfur frá foreldrunum. Ég er komin af vel gefnu fólki sem þráði það alla tíð að fá að menntast eitthvað. Ann- ars vegar þá átti maður að verða eitthvað svo óskaplega mikið en hins vegar þá mátti maður ekki svíkja upp- runa sinn. Það er eiginlega sama hvar maður stendur í þessari baráttu, maður hlýtur alltaf að tapa. Það er eiginlega skárra að menntast ekki neitt því þá er bara sagt að ekkert hafi orðið úr manni. Ef rnaður velur langskólanám þá situr maður upþi með það, að á þeim langa tíma sem það tekur er maður búinn að fjarlægj- ast verkalýðsstéttina ískyggilega og fær að heyra það við hvert fótmál. En á hinn bóginn, ef maður kýs það sem ég gerði lengi vel framan af — að halda mig í láglaunastörfum sem kröfðust engrar fagmenntunar — þá situr maður uppi með það að passa engan veginn þar inni í. Þar er oft fólk með allt önnur áhugamál en maður sjálfur og svo lendir maður alltaf meir og nreir inn í þrældóms- vítahring. Á endanum getur maður ekki sinnt neinum af sínum áhugamálum. Eins og áður er getið þá var ég komin með mann og barn áður en ég varð stúdent. Við giftum okkur og stofnuðum heimili. Það skeði nú bara sí svona, ég held að það hafi ekki verið nein ákvörðun sem ég tók. Það

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.