Vera


Vera - 01.07.1989, Blaðsíða 14

Vera - 01.07.1989, Blaðsíða 14
NY SKYRSLA UM NAUÐGUNARMAL NIÐURLÆGINGIN LANG ERFIÐUST Vorið 1984 var samþykkt á Alþingi þingsályktunartillaga frá Kvenna- listanum um að fela dómsmálaráð- herra að skipa fimm manna nefnd til að ,,kanna hvernig háttað er rannsókn og meðferð nauðgunarmála og gera tillögur til úrbóta í þeim efn- um.” Þegar þetta er skrifað er vænt- anleg á allra næstu dögum, skýrsla frá nefndinni og tillögur um úrbætur í meðferð þessara mála á rannsóknar- og dómstigum. Ein áfangaskýrsla er þó komin út og það er viðtalskönnun Sigrúnar Júlíusdóttur, félagsráðgjafa, við 24 konur sem kært höfðu nauðg- un til rannsóknarlögreglunnar á ár- unum 1981-1983. Alls reyndust 57 nauðgunarkærur vera á skrá RLR á þessu tímabili en ekki náðist til allra kvennanna né heldur kærðu allar sig um að vera með í könnuninni. Könnun Sigrúnar, sem hefur komið út á bók, er mjög umfangsmikil og verða henni ekki gerð nein skil hér heldur aðeins drepið á nokkra þætti sem viðkoma lögreglunni. Reynsla kvennanna af samskiptum sínum við lögregluna er afar misjöfn og dreifast svör þeirra nokkuð jafnt, en þó eru ívið fleiri neikvæð svör. 1 kona segir reynslu sína mjög jákvæða, 7 hafa jákvæða reynslu, 7 konur segja reynslu sína hlutlausa, 3 hafa neikvæða reynslu og 6 mjög nei- kvæða. í ýmsum málum gæti niður- staða sem þessi verið þolanleg en ekki í nauðgunarmálum. Engin kona ætti að þurfa að upplifa það sem mjög neikvæða reynslu að kæra til lögreglunnar kynferðislegt ofbeldi sem hún hefur orðið fyrir. Sigrún til- færir dæmi um gagnrýni kvenna á lögregluna. Þau eru m.a: „Þeir sögðu: Heldur þú að þetta sé ekkert erfitt fyrir hann? Veist þú ekki hvað þetta er alvarleg kæra, giftur maður með tvö börn.” „Þetta var verulega andstyggi- legt. Þeir sýndu mér fyrirlitningu og óþolandi spurningar. Þeir spurðu mest um hann og sögðu síðan: „Hver er fórnarlambið?”. 14 Það skánaði þegar ég þekkti mynd af honum.” „Þetta var mjög neikvæð reynsla. Þeir gagnrýndu mig og rengdu. Þeir sögðu að ég ætlaði mér bara að nota mér hann og hefði viljað þetta sjálf.” „Þeir voru óþolandi. Þeir efuðust um allt sem ég sagði og spurðu hvort ég væri ekki að „spenna þetta upp” eða „varstu ekki bara ögrandi sjálf”. Þeir reyndu að láta mig finna sökina hjá mér. Það var erfitt en ég var örugg á mínu.” „Það var sérstaklega erfitt á stöðinni. Þeir hæddust að mér.” í umræðu um könnunina segir Sigrún: ,,Með örfáum undantekn- ingum hefur kæruferlið verið erfitt ogpersónulega niðurbrjótandi fyrir konurnar. Það sem konurnar töldu erfiðast var í nánast öllum tilvikum hið sama: Niðurlægingin sem konan upp/ifði bæði við skýrslutökuna og yfirheyrslur. Frásögn peirra lýsir einnig tilfinningalegri kviku og við- kvæmni eftir að ráðist hefur verið að peim með ofbeldi, kynhelgi peirra svívirt og kvenímynd peirra niðurlægð. Það kemur einnig mjög vel fram hvernig klaufalegar athugasemdir, óvarlegt orðalag, tónfall, svipur eða viðmót hafa verkað eins og háðsglósur, óvild og jafnvelpersónuleg árás sem minnir á eða endurspeglar hina kynferðis- legu niðurlœgingu, nauðgunina, sem hún varð svo nýlega fyrir. Skynjun konunnar mótast pannig af tilfinningalegu ójafnvægi hennar og pví hugarvíli sem herjar á hana meðan hún er ennpá í tilfinninga- losti. ” Segir Sigrún að framkoma lögreglu, lögfræðinga og lækna sé mjög mikilvæg og geti beinlfnis skipt sköpum um skaða og langtímaáhrif árásarinnar. Konurnar sem talað var við höfðu all- ar mjög ákveðnar hugmyndir um þær úrbætur sem gera þyrfti. ,,Allar töldu viðhorfsbreytingu verða að Jodie Foster og Kelly McGillis í hlutverkum sínum sem fórnar- lamb nauögara og verjandi hennar í kvlkmyndinni „The Accused". Myndin fjallar um þó fordóma sem ríkja í garö kvenna sem veröa fyrir nauögun. eiga sér stað bæði meðal almennings og ekki síst hjá starfsfólki lögreglu og heilbrigðispjónustu. Það sem flestar konurnar nefndu var skipulegri málsmeðferð, leiðbeiningar ogper- sónuleg ráðgjöf” Flestar töldu þær heppilegra að kona sæi um málið allt frá því tekið er á móti þeim. Segir Sigrún að athuganir hafi verið gerðar á þessu atriði og bent á ýmsa mein- bugi á því að karlmaður veiti konu sérfræðiaðstoð þegar um nauögun er að ræða. ,,Það að hann er karlkyns getur strax vakið upp neikvæðar tilfinningar hjá konunni. Þaðgetur líka verið margt í ómeðvituðum viðbrögðum karlmanns við pessar aðstæður sem hefur vafasöm áhrif svo sem eins og reiði eða tilhneiging til pess að vilja bæta fyrir hegðun annars karlmanns, pörf til að sýna og santia, að karlmenn geti verið ,,góðir” eða öntiur meðvituð eða ómeðvituð samsömuti við tiauðg- arann” í niðurstöðum sínum leggur Sigrún mikla áherslu á fræðslu og námskeið fyrir starfsfólk lögreglu og heilbrigð- isþjónustunnar. Slík námskeið verði að ná til þriggja þátta. í fyrsta lagi til viðhorfsmótunar þar sem unnið er úr persónulegum skoðunum og tilfinn- ingum og fjallað um almenningsálit og fordóma. í öðru lagi til beinnar fræðslu þar sem fjallað er um eðli og umfang nauðgana, um athuganir á nauðgurum og um tilfinningalegar, félagslegar og Iíkamlegar afleiðingar nauðgunar fyrir konuna sjálfa. í þriðja lagi verði að kenna ákveðnar vinnuaðferðir. -isg. MIKIL FJÖLGUN í SKRÁNINGU KYNFERÐIS- AFBROTA MÁLA- Á árinu 1988 bárust 19 meint kynferðisaflirotamál vegna 21 barns til Félagsmálastofnunar Reykja- vfkur. Meðalaldur barnanna var 6.7 ár og aldursdreifing þeirra 1-15 ár. Þó til formlegrar meðferðar væru mál 21 barns þá tengdust þessum málum í raun um 35 börn. Ástæðan er sú að í mörgum fjölskyldum er um fleiri börn að ræða sem ástæða er til að ætla að hafi áður verið beitt kynferðislegu ofbeldi. Til saman- burðar má geta þess að næstu fjögur ár á undan er vitað um alls 15 mál sem varða 23 börn. Þessar upplýsingar koma fram í greinargerð um fjölda og vinnslu kynferðisafbrotamála sem bárust Félagsmálastofnun á árinu 1988. Greinargerðin var lögð fram í félagsmálaráði ekki alls fyrir löngu í framhaldi af bókun frá fulltrúa Kvennalistans, þar sem óskað var upplýsinga um hversu mörg slík mál hefðu komið til kasta barnavernd- arnefndar og Félagsmálastofnunar á undanförnum 6 árum. Þá var óskað upplýsinga um meðferð þessara mála bæði með tilliti til þolanda og geranda. Það sem vekur fyrst athygli f greinargerðinni er mikil fjölgun í skráningu kynferðisafbrotamála. Á síðasta ári voru þau fleiri en næstu fjögur ár á undan. Það ber hins veg- ar ekki að túlka sem svo að kynferð- islegt ofbeldi gegn börnum hafi aukist til muna á því ári. Skýring- arinnar er niiklu heldur að leita í þeirri staðreynd að á undanförnum árum hefur kvennahreyflngin unnið að því að svipta hulunni af sifja- spellum og öðru kynferðislegu of- beldi gegn börnum. Hún hefur opnað augu almennings og yfirvalda fyrir því að fómarlömb slíks ofbeld- is eru mun fleiri en menn áður töldu. Þetta hefur gert það að verk- um að farið er að skrá og vinna með þessi mál mun markvissar en áður. Hjá Félagsmálastofnun er nú starfandi s.k. sifjaspellateymi sem samanstendur af 5 starfsmönnum en hlutverk þess er að viðhalda á- kveðnum vinnureglum í meðferð kynferðisafbrotamála gagnvart börnum, viðhalda athygli starfs- manna á þessum málaflokki, þróa nýjar starfsaðferðir, hafa frumkvæði að samstarfi við aðrar starfsstéttir og taka beinan þátt í vinnslu einstakra mála. En þó þetta vinnulag hafi verið til mikilla bóta þá vantar enn talsvert upp á að nægilega vel sé að málum staðið. í greinargerðinni segir nt.a. að aukinn fjöldi slíkra mála án samsvarandi aukningar í starfs- mannahaldi geri það að verkum að starfsmenn séu í raun settir í þá stöðu að velja og hafna málum. Þeir neyðist til að vanrækja önnur krefj- andi barnaverndarmál. Þá er bent á að á Félagsmálastofnun, sem er stærsta barnaverndarstofnun lands- ins, sé ekkert barnvinsamlegt her- bergi sem nota megi til að ræða við börnin, heldur aðeins misaðlaðandi skrifstofuherbergi. Að auki sé svo lítil sem engin stefnumarkandi sam- vinna milli Félagsmálastofnunar og annarra stofnana sem hafi með vinnslu og meðferð kynferðisaf- brotamála að gera. Telja starfsmenn Félagsmála- stofnunar brýnt að úr öllu þessu verði bætt hið bráðasta. Segja þeir að bæta þurfi vinnslu og meðferð þessara mála í öllum þeim stofn- unum sem nálægt þeim komi, form- leg samvinna þurfi að vera um það hvað rannsókn þessara mála skuli fela í sér og um meðferð upp- lýsinga. Að rannsókn lokinni sé svo mikilvægt að við taki stuðnings- og meðferðarvinna með börnum og fjölskyldu. Allt þetta kalli á auknar fjárveitingar, fleiri stöður og fagleg vinnubrögð. En, segja þeir, „barna- vernd verður aldrei árangursrík nema til komi viðhorfsbreyting hjá almenningi því þar á hin raun- verulega barnavernd sér stað eða ætti að eiga sér stað.” -isg. 19. iúni! Arsrit Kvenréttindafélags Islands er komið út. Blaðið er til sölu í bókabúðum blaðsölustöðum og kvenréttindafélögum um land allt. Kvenréttindafélag Islands 15

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.