Vera - 01.07.1989, Page 36

Vera - 01.07.1989, Page 36
ÓÞOLANDI AÐSTAÐA í SELJASKÓLA Strax á fyrsta klukkutímanum er loftiö oröiö svo þungt aö dögg mynd- ast ó gleraugum ... Oröin eru úr bréfi sem Nemendafélag Seljaskóla sendi íþrótta- og tómstundaráöi Reykjavíkur á dögunum. Ástœöan er alvarlegur og langvarandi skortur á félagsaöstööu nemenda í þessu fjölmennasta skólahverfi borgarinnar. í hverfinu eru á þriöja þúsund nemendur en aöstaða krakkanna til félagsstarfa er nánast engin. í Seljaskóla, fjölmennasta skóla landsins, hafa þrengsli alla tíð háð skólastarfinu þrátt fyr- ir vaska framgöngu aðila innan skólans við að reyna að bjarga málum frá degi til dags. Kennt hefur verið í hverju skoti, skólasafn hefur ekki fyrirfundist til skamms tíma og til félagsstarfs er nemendum ætlað svokallað miðrými milli kennslustofa. Þegar aðstandendur skólans töldu sig loks sjá hilla undir félagsálmu kom í ljós að ekki er áætlað að nýta væntanlega bygg- ingu til félagsstarfa heldur verður að taka hana alla undir kennslu sökum áframhaldandi þrengsla. Þetta stafar fyrst og fremst af því að bygging skólahúsnæðisins hefur dregist úr hófi fram. Fimm lausar kennslustofur við skólann hafa einnig verið fluttar í Hamrahverfið nýja í Grafarvoginum þar sem enginn skóli er til fyrir börnin þar og Foldaskóli er löngu sprunginn utan af sínum nemendum. Þegar Seljaskóla- fólki varð þetta ástand Ijóst brast því endanlega þolinmæðin. Nemendur sendi frá sér bréf þar sem þeir kröfðust þess að yfirvöld brygðust skjótt við og lagfærðu félagsaðstöðu við skólann. Síðan seg- ir m.a.: „Það er kunnara en fráþurfi að segja að við stærsta grunnskóla landsins með u.þ.b. 1400 nemendur er húsakostur jiannig að fé- lagsmálum skólans er úthlutað 12 fermetrum og hlýtur hver maður að sjá að við slíkt verður ekki lengur unað. Nemendadansleikir og aörar viðlíka uppákomur eru haldnar í einu af mið- rýmum skólans vikulega. Strax á fyrsta klukku- tímanum er loftið orðið svo þungt að dögg myndast á gleraugum, eða með öðrum orðum, ólíft er í húsinu.“ Skólastjórinn sendi m.a. íþróttabandalagi Reykjavíkur bréf þar sem hann óskar eftir því að skólinn fái afnot af íþróttahúsi sfnu á þriðju- dagskvöldum á vetri komanda. Skólastjórinn segir m.a. í bréfi sínu: „Ástæðan fyrir þessari beiðni er sá átakanlegi skortur sem skóinn býr við með félagsaöstöðu. Það má nánast flokkast undir kraftaverk hvernig nemendur hafa fram til þessa látið sér lynda aðstöðuleysið sem skól- inn býr við til hvers konar samkomuhalds. Og síðar: „Þá má geta þess að í vetur hefir borið meira á lausung og jafnvel drykkjuskap meðal unglinga í hverfinu en áður. Ekki er hægt að draga í efa að aðstöðuleysi unglinga í hverfinu er ein af ástæðunum fyrir því að svo mjög hallar á ógæfuhliðina." Er ekki löngu tímabært að borgaryfirvöld taki orð heimamanna alvarlega og geri átak til úrbóta í hverfinu? Ef aðeins er vikið að beiðni skólastjórans um afnot af íþróttahúsinu þá finnst einhverjum e.t.v. skrýtið að skólinn skuli ekki hafa forgang að íþróttahúsi sínu. Skýringin er sú að þarna er um að ræða fullkomið keppnishús, sem skólinn nýtir að vísu til íþróttakennslu á daginn, en ein- mitt af því að húsið er svona fullkomið fyrir keppnishald er það mjög ásetið af öðrum en þeim sem mest þurfa á því að halda; þ.e. krökk- unum og öðrum íbúum í hverfinu. Þetta ættu íbúar í Grafarvogi að hugleiða nú áður en búið er að ganga frá flutningi fyrirhugaðs íþrótta- húss Foldaskóla frá skólanum yfir á íþrótta- svæði hverfisins og stækka það upp í fullkomiö keppnishús, með tilheyrandi afleiðingum. Það sem hér hefur verið vakin athygli á er vandi Seljahverfisbúa og hann er alvarlegur eins og svo skýrt kemur fram í bréfi skólastjór- ans. Þann vanda verður að leysa svo viðunandi sé áður en verra hlýst af. Kvennalistafulltrúar hafa ekki legið á liði sínu við að ýta á fulltrúa meirihlutans í þessu máli og munu halda því áfram, þrátt fyrir að við ramman reip sé að draga í borginni sem fleygir milljónum daglega í tildurbyggingar og ýtir flestu öðru til hliðar á meðan. Elín G. Olafsdóttir „RÁÐIST Á ÞÁ SEM SÍST SKYLDI” í síðustu VERU var sagt frá fyrirhuguðum lokunum deilda á Borgarspítalanum í sum- ar og afleiðingum þeirra fyrir öldrunar- þjónustu Reykjavíkurborgar. Hulda Ólafsdóttir, varaborgarfulltrúi Kvenna- listans, gerði þessar lokanir að sérstöku um- talsefni á borgarstjórnarfundi í apríl og bókaði af því tilefni að hún mótmælti þessari aðför að heilbrigðisþjónustu borgar- búa og starfskjörum og atvinnuöryggi starfs- fólks spítalans. Þá segir m.a. í bókuninni: „Tilskipun fjármálaráðherra um 4% niður- skurð á launakostnaði sjúkrahúsa er blettur á þessari ríkisstjórn, sem vonandi gleymist seint. Með samþykktum sínum tekur stjórn sjúkrastofnana Reykjavíkurborgar þátt í Jieim ljóta leik, sem þýðir enn frekari skerð- ingu á |}jónustu spítalans en hingað til. Með óbilgjörnum hætti er þannig ráðist á þá, sem síst skyldi, j).e. sjúka, aldraða og verð- andi mæður. Þá virðist þarna einnig á ferð sérstök aðför að kjörum hlutavinnufólks umfram annað starfsfólk sjúkrahússins. Þeir sem vinna hlutavinnu eru aðallega konur, sem mörgum hefur verið j^röngvað til að vinna umfram ráðningarhlutfall þegar stofnunin hefur þurft á að halda. Þessu er því mótmælt sérstaklega.” 36

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.