Vera


Vera - 01.07.1989, Blaðsíða 26

Vera - 01.07.1989, Blaðsíða 26
sækjast eftir formlegum pólitískum völdum. Umdeilt er hvernig konum gengur í valdabaráttunni. í grein um völd kvenna sem birtist í blaðinu KVINNA NU 1/89 og er hér í Veru í þýðingu Guðrúnar Hallgrímsdóttur, segir að ,,oröiö valdséhugtak sem vefst mik- ið fyrir konum. Margar konur í stjórnunarstörfum eru hrœddar við að leyfa sér að viðurkenna að þcer hafi völd. Að hafa völd er að vera eins og karlmaður og glata vináttu kvenna. Það skiptir konur miklu máli að geta sameinað valdið um- hyggju og samstöðu. Að beita valdi án tilfinninga er harðstjórn og að nota tilfinningar til að stjórna öðr- um er kúgun. Tilþess að konurgeti haldið sjálfsvirðingu sinni og um leið náð árangri í starfi, verða þœr að finna leið til að blanda þessa kvenlegu eiginleika sína með karl- legum eiginleikum.” Hér er verið að tala um þau völd sem notuð eru úti í hinum opinbera heimi karlanna. Feministar eins og Stacey og Price hafa bent á að ekki sé nóg að líta einungis á opinbert vald sem eina valdið. Völd kvenna og hvernig þær beita völdum hafi verið dulið því fræðimenn hafi einblxnt á hinn opinbera heim og hafi mest unnið með þau valdahugtök sem tengjast opinberu lífi. Hugtakið vald er yfirleitt skilgreint sem hæfileikinn til að geta komið af stað breytingum eða komið í veg fyrir breytingar (Rollo May, 1972:“) Enska orðið ,,power“, sem þýðir vald, er dregið af latneska orðinu ,,posse“ sem þýðir ,,að geta". ís- lenska orðið vald er þýtt sem máttur, forræði, yfirráð eða ofríki. Og til eru í íslensku orðatiltæki eins og ,,að taka með valdi"; „hafa vald til að gera e-ð“ o.fl. þess háttar. Sumar þessara þýðinga, á íslenska orðinu, endurspegla neikvæð viðhorf til þessa hugtaks. í dag er vitað að til eru fleiri hliðar á hugtakinu. Rollo May (1972) segir í bókinni „POWER AND INNOCENCE" (Vald og sakleysi) að hugtakið vald hafi upphaflega verið félagsfræðilegt hugtak og orðið hafi aðallega verið notað til að lýsa valda- baráttu þjóða og hermennsku. Þessi einfalda skilgreining á valdi hafi ekki gengið til lengdarþví þeir sem skoð- uðu hugtakið gerðu sér fljótlega grein fyrir að vald byggir á tilfinning- um, viðhorfum og tilgangi (motives) þess sem notar það og þá var leitað til sálfræðinnar til að útskýra hugtakið. Frá sálfræðilegu sjónarhorni þýðir hugtakið ,,vald“ hæfileikinn eða hæfni til að hafa áhrif á eða breyta annarri persónu. Og þessi hæfileiki eða hæfni er einstaklingsbundinn. Hugtök eins og staða (status), mynd- ugleiki (authority) og virðing (pres- 26 Vegna ólíks uppeldis og verka- skiptingarinnar milli kynjanna nota konur sumar tegundir valds meira en karlar. Konur hafa meira þurftá persónulegu valdi aö halda, en karlar þessu opinbera. Þœr hafa notað meira þaö vald sem felst í umhyggjusemi og samskiptum og þessi tegund valds er nánast hluti af menningu kvenna. tige) eru líka nátengd hugtakinu vald (Rollo May, 1972:100). Vald getur verið bæði persónulegt og opinbert. Persónulega valdið not- um við til að hafa áhrif á vini, félaga og aðra nákomna en opinbert vald er valdið sem við höfum úti í samfélag- inu. Rollo May (1972:102) segir að ekki megi tengja vald einungis valda- baráttu og hernaðarhyggju því sumar tegundir valds hafi ekki þessa nei- kvæðu þætti í sér. Þegar vald er notað til að kúga annað fólk, eins og gert er í þrælahaldi, þá er það neikvætt. Sá sem er í valdastöðu notfærir sér þá fólk að eigin geðþótta. Þessi tegund valds tengist mætti (force). Það að beina byssu eða vopnum að einhverj- um er líka dæmi um þetta kúgunar- vald ogþví fyigir oftast ofbeldi. Rollo May segir að önnur gerð valds tengist samkeppni. Þá er valdi beint gegn öðrum og einn einstaklingur fer upp á við í samfélaginu á kostnað annars. Þetta vald kemur allstaðar fram í þjóðfélaginu þegar einhver er valinn til að gegna einhverju starfi. Það vald sem felst í samkeppni getur einnig verið jákvætt og hvetjandi eins og þegar það kemur fram í íþróttum. Þriðja tegund valds sem Rollo May nefnir, felst í umhyggjusemi. Það er valdið sem þú beitir fyrir einhvern. Það kemur best fram í umhyggju for- eldra fyrir börnunum sínum en kem- ur oft líka fram í kennslu. í fjórða lagi nefnir May það vald sem felst í öllum samskiptum fólks (May bls. 105-110). Vegna ólíks uppeldis og verka- skiptingarinnar milli kynjanna nota konur sumar tegundir valda meira en karlar. Konur hafa meira þurft á per- sónulegu valdi að halda en karlar þessu opinbera. Þær hafa notað meira það vald sem felst í umyggjusemi og samskiptum og þessi tegund valds er nánast hluti af menningu kvenna. Hinar tegundirnar eru hlutar af opin- beru valdi og þykja karllegar. Auðvit- að er einstaklingsbundið hvernig þessum völdum er beitt og eflaust geta allar tegundirnar tekið á sig bæði jákvæða og neikvæða mynd. Þegar verið er að tala um að vald vefjist fyr- ir konum er verið að vísa í það vald sem notað er í hinum opinbera heimi. Sagt er að konum finnist það skammarlegt og neikvætt og eiga því erfitt með að tileinka sér það. Samfélag okkar er alltaf að breytast og munurinn á einkaheiminum og opinbera heiminum er eitthvað að riðlast. Alla vega streyma konur í rík- ara mæli út í karlaheiminn. Stacey og Price segja að í Evrópu hafi konur átt hlut í valdi karla þangað til ríkið og heimilið þróuðust í sundur, þangað til einkaheimurinn og opinberi heim- urinn skildust að. Þá varð heimilið heimur kvenna og ríkið heimur karl- anna. Þær segja að munurinn á einka- heiminum og opinbera heiminum hafi farið að riðlast þegar konur hafi farið að krefjast valda sem einstakl- ingar. Þá hafi sá heimur, sem einu sinni var einkaheimur kvenna og konur ráku, verið opnaður og nú reki konur þennan heim með hjálp sér- fræðinga og fulltrúa hins opinbera, sem hafi vit fyrir þeim og ráðleggi þeim um uppeldi, næringu, og rekst- ur fjölskyldunnar. Þannig hafa karlar verið boðnir velkomnir í eldhúsin sem sérfræðingar og konum boðinn hluti af opinberu valdi án raunveru- legs jafnréttis eða sameiginlegrar ábyrgðar. Stacey og Price segja að konur standi að mörgu leyti verr að vígi, því þær hafi misst þau völd sem þær höfðu sem eiginkonur og mæður og ekki fengið mikið í staðinn. Til samanburðar geta þær þess að konur í samfélögum múhameðstrúarmanna séu óæðri en karlarnir, en þær hafi eftir sem áður mikil völd innan fjöl- skyldnanna og meðal ættingjanna og úr þeirri stöðu hafi þær áhrif út á við. Það hafa konur í Latnesku Amerfku líka og sumir feministar þar (Jaqu- ette,197ó) vara beinlínis við því að taka upp baráttuaðferðir vestrænna kvenna því þá muni þær missa þau völd sem þær hafi sem eiginkonur og mæður. Stacey og Price benda á að það geti verið að konur á tuttugustu öld á vesturlöndum virðist búa við jafnrétti en í raun þá vanti þær völd í einkalífinu og hafi litla möguleika á

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.