Vera


Vera - 01.07.1989, Blaðsíða 30

Vera - 01.07.1989, Blaðsíða 30
AF TORGSOLUKONUM Á HELSINGJAEYRI Úr bœkllngnum Kvinnliga företagare. Fyrsta norrœna ráðstefnan um konur og rekstur fyrirtœkja I VÆ RKS ÆTTERE SCAMICOH HCLSIHCOf • DAMHAKK FYRR OG SIDAR Konur hafa rekið fyrirtæki og þann- ig séð sjálfum sér og öðrum fyrir vinnu og nauðsynjum frá aldaöðli. Sjálfstæður atvinnurekstur kvenna er sumsé ekkert nútímafyrirbæri og ekki endilega merki um góða stöðu kvenna, oft er það fremur sjálfsbjarg- arviðleitni. Sænskar og norskar rann- sóknir sýna að konur með sjálfstæðan atvinnurekstur þar í Iandi voru fleiri í kringum 1930 heldur en þær eru í dag. Dagana 19 -21. maí s.l. komu hátt á annað hundrað konur og nokkrir karlar saman til norrænnar ráðstefnu um konur og rekstur fyrirtækja. Ráð- stefnan var haldin á Hótel Scanticon nálægt Helsingjaeyri, splunkunýju og vel búnu ráðstefnuhóteli, þar sem hátísku glerhýsi hafa á skemmtilegan hátt verið tengd við gamlan herragarð. Undirbúningur þessarar ráðstefnu hafur staðið í tvö ár, og að mestu verið í höndum danskra, áhugasamra kvenna. Þetta var óopinber ráðstefna, þ.e.a.s. á bak við stóðu hópar áhuga- fólks á Norðurlöndunum öllum, en fjöldi opinberra stofnana og sjóða styrktu framtakið. Henning Dyre- mose vinnumálaráðherra þeirra dönsku heiðraði okkur með nærveru sinni nokkur augnablik og setti ráð- stefnuna. Ráðuneyti félagsmála og iðnaðar hér á landi styrktu konur til fararinnar, og sendu sinn fulltrúa hvort. Fulltrúar íslensku þjóðarinnar voru 14 — 11 konur og 3 karlar — konur sem reka fyrirtæki og fólk sem vinnur að málefnum kvenna sem reka fyrirtæki. Fyrir tilviljun eina, eða sér- staka skipulagsgáfu gyðjunnar, var þarna að finna verðuga fulltrúa flestra stjórnmálaafla á fslandi. Við héldum að heiman í vetrarlok, flugum yfir hafið og stigum til jarðar um mitt sumar í Danaveldi. Ég sem þetta rita var svo heppin að fá að vera með í undirbúningi ráð- stefnunnar nánast frá upphafi, og met því framtakið frá öðrum sjónarhóli en hinn almenni þátttakandi. Á meðan á ráðstefnunni stóð spurði ég mig enda- laust hinna óhjákvæmilegu spurninga skipuleggjandans. Hvort vel hefði til tekist, hvort þetta væri þess virði? Hvort allar milljónirnar sem fram- takið kostaði, hvort allur tíminn sem fór í undirbúning, allir svitadroparnir og tárin sem höfðu runnið áður en allt gekk upp, mundu skila árangri? Fer þetta fólk heim einhvers vísara, betur í stakk búið að bæta stöðu kvenna, konurnar betur í stakk bún- ar til að standast baráttuna? Ég efaðist... En núna viku seinna er ég ekki í nokkrum vafa. Það var þess virði, ég er betur í stakk búin til að vinna að bættri stöðu kvenna, ég hef enn einu sinni fengið staðfestingu á því að það verður að auka áhrif kvenna í þjóð- félaginu og sameina hin kvenlægu og karllægu öfl, en ekki halda þeim að- skildum. Og hvað var það svo sem þurrkaði burt efa minn? Var það bara þetta sem gerist oft eftir ráðstefnur, eftir örlitla ferð burt úr hversdagslega umhverfinu, nýtt fólk, nýjar hugmyndir, ný húsakynni, nýtt loftslag? Var það kannski bara sumarið danska, blómstrandi kasta- níutrén og hlý kvöldin? Nei það var ekki bara það, líka það, en ekki bara... Það voru konurnar og áhrifin sem þær höfðu hver á aðra, og á karlana. Þessi ráðstefna sameinaði það besta úr aðskildum heimum kvenna og karla. Hún var vel skipulögð, aldrei dauðir punktar, alltaf eitthvað að ger- ast. Tæknin var nýtt til hins ýtrasta og menningararfur kvenna fléttaðist á snilldarlegan hátt inn í allt sem fór fram. Þar sem þetta var fyrsta ráðstefn- an af þessu tagi, þótti nauðsynlegt að gefa yfirlit yfir hina ýmsu þætti málefnisins, söguna, ástandið núna, framtíðarhorfur; taka dæmi, líta á hvað hefur verið gert til að styrkja stöðu þessara kvenna. Og svo á grundvelli alls þessa var rætt í hópum um livað er brýnast að gera næstu þrjú árin, og hvernig verður það gert, hver tekur ábyrgð á því? Ráðstefnu- gestir voru marglitur hópur, margar þjóðir, margar starfsstéttir sem búa við ólíkar aðstæður og hafa því ólfk sjónarmið og ólík markmið. Hinar ýmsu andstæður voru mismunandi áberandi, en mér fannst kynjaand- stæðurnar óvenju lítið áberandi. Það á sér þó eflaust þá einföldu skýringu að þessir fáu karlar létu lítið á sér bera, virtust njóta þess að taka inn og meita. Sören Kirkegaard á eitt sinn að hafa sagt eitthvað á þessa leið: „Þar sem konan er meiri líkami (mer kropp) en karlinn, þá hlýtur hún að vera meiri sál (mer aand) líka.” Mikil áhersla var lögð á að fóðra andann á ráðstefnunni, með menn- ingarefni sem valið var og útfært af kvenlægu innsæi. Má þar m.a. nefna að allan tímann var myndlistakona að verki við að mála olíumálverk út frá þeim áhrifum sem hún varð fyrir á ráðstefnunni. Hún var innblásin spönskum klausturanda þegar hún mætti á ráðstefnuna, en hún kom þangað beint frá hálfsmánaðar dvöl með spönskum nunnum. Myndlistar- 30

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.