Vera - 01.07.1989, Blaðsíða 17
HÉÐAN OG ÞAÐAIV
NEYÐAR-
PALESTÍNSKRA KVENNA
Hlustið á áskorun okkar og á óp
barna okkar.
Unglingar okkar eru skotnir til
bana með byssu-, gúmmí- og
plastkúlum. Ungir menn eru
brenndir og grafnir lifandi. Börn
okkar eru barin til dauða eða þar
til þau hafa verið limlest, alvarlega
meidd eða lömuð. Konur hafa
látið fóstrum og gamalt fólk dáið
af gaseitrun. Komið hefur verið í
veg fyrir að þeir særðu fái læknis-
hjálp, stundum hefur þeirn blætt
út. Synir okkar eru rifnir út af
heimilum sínum — haldið föngum
án dóms og Iaga, fluttir í útlegð á
brott frá fjölskyldum sínum og
heimilum. Þeir eru settir í gæslu-
varðhald eða fá harða dóma í ísra-
elskum fangelsum þar sem bíður
þeirra hægur dauðdagi og Jtar sem
sumir hafa verið myrtir af fanga-
vörðunum.
Öldungum okkar er ekki hlíft.
Þeir eru niðurlægðir og oft neydd-
ir til þess að sitja klukkutímum
saman á hækjum sér á ískaldri
jörðinni, undir beru og köldu
lofti.
Heimili okkar eru brotin og
brömluð, jöfnuð við jörðu eða hús
okkar innsigluð.
Borgir okkar, þorp og flótta-
mannabúðir eru undir stöðugum
árásum og verða fyrir umsátri eða
útgöngubanni, stundum heilan
mánuð í einu.
Þetta framferði fyllti mælinn
þegar sprengjum var varpað að
saklausum börnum okkar þegar
Jtau voru að leikjum heima við eða
á ökrunum. Þessi árás leiddi til
dauða og limlestingar.
Jarðir okkar og eignir eru gerð-
ar upptækar og tré okkar rifin upp
með rótum til þess að rýma fyrir
landnemabyggðum ísraela. Við
fáum ekki aðgang að vatni okkar
þar sem það er notað af þeim og
í munaðarlíf þeirra í gosbrunna og
sundlaugar. Uppskera okkar visn-
ar og okkur er ógnað með þorsta
og skorti.
Menntastofnunum okkar er
lokað í því skyni að gera þjóð
okkar að menntunarsnauðu fólki.
Jafnvel leikskólum okkar er ekki
hlíft við lokunum! Hjálpar-, líknar
og menningarstofnunum okkar er
skipað að loka, einnig ýmsum
dagblöðum, tímaritum og upp-
lýsingamiðstöðvum.
Það er vegið að tilverurétti okk-
ar úr öllum áttum. Stöðugt er ver-
ið að gefa út hernaðarlegar
skipanir Jtar að lútandi. Á okkur
eru lagðir yfirgengilegir skattar til
Jtess að kæfa okkur efnahagslega
og gera okkur að öreigum. Til þess
að halda okkur í fjötrum hafa
veriö settar kvaðir unt hámarks-
upphæðir sem við megum fá frá
félögum okkar erlendis.
Það er troðið á virðingu okkar
og sæmd. Friðhelgi heimila okkar
er virt að vettugi og heilagir staðir
vanhelgaðir. Það er verið að
grafa undir helgustu vé okkar,
Mynd: Laura Valentino.
m.a. Al-Aqsa moskuna. Eyðileg-
ging vofir yfir þessum helgu
musterum.
Það eru gerðar stöðugar til-
raunir til þess að uppræta rnenn-
ingu okkar, afrná þjóðareinkenni
okkar og nafn þjóðar okkar. Á
sarna tíma er okkur neitað um
tjáninga-og athafnafrelsi.
Hernámsþjóðin brýtur allar
venjur í mannlegum samskiptum
og öll grundvallarmannréttindi
eins og þau eru skilgreind í al-
þjóðalögum og í fjórða Genfar-
sáttmálanum, þar sem fjallað eru
urn framkomu við óbreytta
borgara í hersetnu landi.
Eftirfarandi tölur endurspegla
nokkur ájtreifanleg brot á rnann-
réttindum þá fjórtán mánuði sem
Intifaða hefur varað:
Látnir: 547. Bæklaðir: 138.
Særðir: 23.000. Eyðilögð hús:
793. Fangar: 30.000. Útlagar: 48.
Þrettán annarra, sern eru í fang-
elsi, bíður útlegð.
Þrátt fyrir allt þetta og til þess
að binda endi á hrottaskapinn og
tryggja réttlátan frið í landi okkar,
hefur formaður PLO lýst því yfir
í heyranda hljóð og frammi fyrir
öllum heiminum, að Palestínu-
menn séu fúsir til þess að vinna að
réttlátum friði þar sem réttur
allra verði tryggður, og til að
binda endi á átökin í eitt skipti
fyrir öll. Við, Palestínumenn,
styðjum viðleitni Þjóðarþings
Palestínumanna, sem haldið var í
Alsír í október 1988, til að vinna
að friði og lýsum því yfir að okk-
ur sé full alvara með ásetningi
okkar til að vinna að þessu
markmiði.
Þess vegna áköllum við heim-
inn, héðan frá landi okkar Palest-
ínu, að hjálpa okkur til að stöðva
án tafar ranglæti og þjáningar sem
við og börn okkar verðum að
þola. Beita verður ísrael viðeig-
andi þrýstingi til þess að fá það til
þess að hlíta aljtjóðalögum og
svara ákalli réttlætis og sanngirni.
Almenningsálitið í heiminum og
alþjóðleg samtök hafa beðið um
réttlátan frið í Austurlöndum nær,
svo Jtjóð okkar og börn okkar
geti loks notið öryggis ásamt hin-
urn þjóðunum í okkar heimshluta.
Við biðjum einnig arabíska
bræður okkar og systur að beita
öllurn efnahagslegum og stjórn-
málalegum ntætti sínum til Jtess að
leiðrétta óvinsamlega afstöðu
Bandaríkja Norður-Ameríku til
málstaðar okkar. ísrael hefði ekki
.getað hersetið land okkar allan
þennan tíma án afdráttarlauss
stuðnings Bandaríkjanna.
Við lýsum því hér með yfir að
INTIFAÐA þjóðar okkar heldur
áfram þangað til að við öðlumst
frelsi og sjálfstæði. Líf án frelsis er
verra en dauðinn.
Við skorum á Sameinuðu þjóð-
irnar að senda liðsveitir til að
verja okkur gegn lífláti, tvístrun
og þjáningum uns við endur-
heimtum rétt okkar. Réttinn til að
snúa aftur til ættjarðar vorrar, rétt-
inn til að öðlast sjálfsákvörðunar-
rétt og réttinn til að stofna
sjálfstætt Palestínuríki undir
forystu Frelsissamtaka Palestínu
—eina lögmæta fulltrúa okkar —
svo að friður rnegi loks ríkja í
landi ástar og friðar.
Við lýsum að lokum yfir hung-
urverkfalli til þess að sýna sam-
stöðu með börnum okkar, fórn-
arlömbum villimannlegs hernáms.
Samband Palestínskra
kvennafélaga
Jerúsalem, fimmtudaginn
23. febrúar 1989.
17