Vera


Vera - 01.07.1989, Blaðsíða 9

Vera - 01.07.1989, Blaðsíða 9
meta hvort glæpsamlegt athæfi hafi átt sér stað eða ekki. Ef hinn ákærði neitar statt og stöðugt þá er þetta vonlaust mál nema um verulega líkamlega áverka sé að ræða. RLR er hins vegar mjög öflug sía. Rannsóknarlögreglan leggur áherslu á þaö aö gœtt sé fyllstu hlutlœgni í meöferö þessara mála. Ert þú þeirrar skoöunar aö hún geri þaö ekki? Þeir geta auðvitað sagt að þeir gæti hlutlægni, en því aðeins að þeir gangi út frá karlasjónarhorni. Þeir geta hins vegar ekki sagt það ef þeir taka inn í myndina varnarleysi þess sem fyrir ofbeldinu verður og valdahlutföll kynjanna. í kynferðislegu ofbeldi myndgerast völd karla og valdaleysi kvenna einna skýrast. En lögreglu- menn útiloka einfaldlega þennan þátt. Þeir spyrja í sama dúr og ef um árekstur eða innbrot væri að ræða. Hvað gerðir þú til að koma í veg fyrir afbrot? Var húsið læst? Hvernig varst þú klædd? í þeirra augum eru þetta staðreyndaupplýsingar. Með þessum viðhorfum eru þeir að ganga erinda kynferðisafbrotamanna. Þeir ýta frekar undir þá skoðun að þetta sé ekki svo alvarlegur glæpur þegar allt kemur til alls. Hvaö meö kvennapólitíska af- stööu í þessum málum. Getur hún ekki veriö hlutdrœg? Guðrún Jónsdóttir, félagsráðgjafi. Ljósmynd: Anna Fjóla Gísladóttir. Nei hún er ekki hlutdræg. Hún tekur inn í myndina valdamismun kynjanna og gengur út frá honum sem grund- vallaratriði sem taka verði inn í myndipa, ef maður ætlar að gæta hlutlægni. Þá fyrst verður myndin heil og hægt að tala um hlutlægni. Maður getur spurt sig hvort það sé hlutlægni að meðhöndla barn sem orðið hefur fyrir sifjaspellum sem tor- tryggilegt? Er það hlutlægni þegar kona er meðhöndluð eins og hún væri nauðgarinn? Er það merki um hlutlægni þegar mörgu sinnum fleiri mál eru dæmd þar sem karlar kæra ofbeldi en þar sem konur gera það? Erlendar kannanir gefa þetta t.d. ótvírætt til kynna. Ástandið hér á landi er bara speglun á því sem er annars staðar. Sömu viðhorfin til þessara mála er að finna í flestum löndum. Þau eru ekki bundin við RLR. Það afsakar hana ekki en segir manni eitthvað um rótgróin viðhorf lögreglunnar til kvenna. Þau hafa fylgt henni sem karlastétt. í Ijósi þess sem þú hefur sagt, má þá œtla aö karlar geti ekki sinnt þessum málum svo vel sé? Aö konur veröi aö f ást viö rannsókn þeirra? Þetta er svolítið erfið spurning. Ég er ekki sannfærð um að meðferð þeirra væri betri þó helmingur rann- sóknarlögreglumanna væru konur. Það gerist því aðeins að viðhorfs- breyting verði hjá yfirmönnum í kerf- inu. Konur hafa ekki völd til að gera hlutina öðru vísi þó þær komi þarna inn. Þetta er ósköp svipað og hjá konum sem upplifa otbeldi — valda- hlutföll kynjanna eru svipuð. Kona er 9

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.