Vera - 01.07.1989, Blaðsíða 21
SIGRÚN HULD
ÞORGRÍMSDÓTTIR
ostagerð og tógvinnu en þá var ég
bara smábarn. Pabbi byggði risíbúð
ofan á húsið sama ár og rafmagnið
kom, og þá varð nú talsvert rýmra um
okkur.
í minni bernsku var Mývatnssveit-
in talin afskekkt sveit langt uppi í
landi. Þarna var allt mjög gamaldags.
En eftir að Kísilverksmiðjan kom og
aukinn ferðamannaiðnaður hefur
margt breyst.
Ég byrjaði ekki í skóla fyrr en ég
var 10 ára. Fyrirkomulagið var þá
þannig, eins og víðast hvar til sveita
á þeim tíma, að við vorum til skiptis
hálfan mánuð í skólanum og hálfan
mánuð heima. Við áttum að koma læs
og skrifandi, annað held ég að við
höfum ekki átt að kunna. Foreldrar
mínir kenndu okkur samlagningu og
frádrátt og sennilega eitthvað meira
því ég man eftir því að afi talaði urn
að það væri óþarfi að kenna mér deil-
ingu, því aldrei hefði hann kunnað
hana og komist vel af í lífinu fyrir því!
Ég man eftir börnum úr sveitinni sem
komu ólæs í skólann og þau áttu
verulega erfitt uppdráttar. Það
skipti ekki máli hvort þau voru vel
gefin frá náttúrunnar hendi, þau
komu kannski frá barnmörgum og
fátækum heimilum og það ákvarðaði
lífið fyrir þau.
Skemmtanir á þessum tíma voru
t.d. skólaskemmtanirnar, þá voru
gjarnan leikin leikrit, Gullna hliðið,
Piltur og stúlka o.fl.. Stelpurnar voru
látnar leika elskhugana því þær voru
gjarnan hærri í loftinu en strákarnir.
Jólaböllin voru hámark allra skemmt-
ana. Steingrímur heitinn á Gríms-
stöðum eða pabbi léku jólasveina og
maður fékk epli. Eftir sláttinn var svo
haldinn slægjufundur en það var
skemmtun þar sem hreppstjórinn eða
oddvitinn héldu ræður. Á þessum
skemmtunum voru yfirleitt allir ald-
urshópar mættir.
Ekki sá ég mikið af peningum þeg-
ar ég var að alast upp. Foreldrar mínir
áttu ekki mikið af þeim. Þau reyktu
bæði og keyptu ódýrasta tóbakið sem
hægt var að kaupa, mamma vafði sér
sígarettur og pabbi tróð í pípu. Það
var ekki fyrr en mamma fór að fá pen-
ing fyrir sín ritstörf sem þau höfðu
eitthvað aukreitis milli handanna. Ég
var orðin 9 ára þegar við fengum
fyrst almennilegt útvarp, svo ég ólst
ekki upp við mikla tónlist. En bæði
pabbi og mamma sungu þó heilmikið
fyrir okkur. Við lærðum heilmikið af
lögum og kvæðum en engar bænir því
þetta var algjörlega trúlaust heimili.
Ég lærði ekki Faðirvorið og vakti það
talsverða hneykslun þegar ég kom í
skólann.
Mamma og amma áttu mikla sam-
leið, þær töluðu mikið saman og voru
sammála um marga hluti. Ég held að
amma hafi verið einhvers konar
sósíalisti, allavega var hún frjálslynd
og víðsýn kona. Afi kaus alltaf
Sósíalistaflokkinn og taldi sig til hans,
sömuleiðis pabbi og mamma. Þau
voru öll miklir herstöðvaandstæðing-
ar eða hernámsandstæðingar eins og
það var kallað þá. Ég býst við því að
mamma hafi þótt frekar tortryggileg
kona á þessum tíma og í framhaldi af
því fjölskyldan öll. Þá var ekki al-
gengt að sveitakonur skiptu sér af
stjórnmálum. Konur kusu með
mönnum sínum og það var hægt að
fyrirgefa konu, sem var svo óham-
ingjusöm að eiga mann sem var í
Sósíalistaflokknum, að hún kysi með
honum, en að hún væri beinlínis virk
í flokknum, því var ekki kyngt þegj-
andi og hljóðalaust. Mamma gerði
heldur ekki neitt til þess að gera sig
vinsæla þarna heima. Henni hefur
sennilega ekki fundist hún eiga
mikla samleið með hinum konunum
úr sveitinni. Þetta var á kaldastríðs-
árunum, allt helfrosið niður og allir
eins og steyptir í sama mótið.
Mamma vildi ekki vera í kvenfélaginu
og hún var náttúrlega ekki í kirkjunni
og þá var ekki margt eftir hvað
varðaði félaglífið. Hún var þó ekki
óvinsæl persóna því hún gerði engum
neitt.
Við systurnar sóttumst eftir félags-
skap við dætur afabróður míns sem
bjuggu á næsta bæ. Þó voru þær
töluvert eldri en við. Ég man vel eftir
því að einu sinni hittum við þær
niður á túninu og þær fara að stríða
okkur og söngla sífellt „marama ykk-
21