Vera - 01.07.1989, Blaðsíða 32
verið kennt í orði að þetta fari ekki
saman, að við verðum að velja milli
barneigna og sjálfstæðs atvinnulífs,
svo dæmi sé tekið. En þessar konur
hafa uppgötvað, ýmist af eigin
reynslu og/eða með rannsóknum
m.a. á sögu kvenna, að það er ekki
rétt. Ekki ef konur virkja hugmyndir
sínar og orku sjálfar til að byggja upp
heild, sem gagnast öllum, konum,
körlum, ungum og öldnum, í sveit og
bæ.
Þess vegna voru umræðuefnin á
þessari ráðstefnu ekki bara efnahags-
stefnur ríkisstjórna, fjármögnun fyrir-
tækja, innganga í EBE, tollar, skattar,
samkeppnismöguleikar smærri fyrir-
tækja, markaðssetning og tækni-
þróun. Allt þetta var rætt af áhuga en
ekki bara þetta. Á konunum brann
ekki síður hvað hægt er að gera
varðandi sjúkra- og fæðingarjtjónustu
til byggða, hvernig megi byggja upp
fræðslu fyrir konur í fiski. Hvert er
innihald námsefnis í grunnskólum,
hvernig högum við barnagæslu,
hvernig geta einstaklingar og hið
opinbera unnið saman að því að
bæta þessa þætti? Hvernig má bæta
samskipti milli atvinnurekenda
smærri fyrirtækja? í því sambandi var
rætt um notkun tölvutækni, ráðgjöf,
kvennahús, námskeið, samskiptanet,
samskipti kynjanna. Endurvakning
fornrar kvennamenningar og nýting
hátækni, og sambandið þar á milli.
Það var einmitt þetta sem sann-
færði mig um gildi þessarar ráðstefnu.
Þarna tókst að mynda þetta sam-
hengi, það tókst að samræma kven-
lægu þættina og karllægu svo vel færi.
Þessi ráðstefna var frjó og af því
sæði sem sáð var mun vaxa tré. Rætur
trésins munu smjúga gegnum jarð-
veginn, auðga hann og bæta. Greinar
trésins munu teygja sig til fslands, til
Lapplands, til Sórstraums amts og
Skáns. Tréð mun blómgast eins og
þau gerðu trén í garðinum Scanticon,
og svo mun það bera ávöxt, eins og
trén í Eden forðum.
Ráðstefnunni lauk með því að einn
fulltrúi þessara virku kvenna lagði til
myndun samskiptanets kvenna í
fyrirtækjarekstri á Norðurlöndum.
Skal það nefnast Yggdrasill.
Akureyri, í júníbyrjun 1989
Valgerður H. Bjarnadóttir.
Konur,
gefum börnum okkar
gptt fordæmi
Styojum hver aðra,
reykjum ekki!
Tóbaksnotkun fer minnkandi meðal íslenskra barna
og unglinga. Þó reykja fleiri stúlkur en piltar. Reykingar kvenna
á meðgöngutíma skaða fóstur. Börn sem verða fyrir óbeinum reykingum
á heimili fá oftar öndunarfærasjúkdóma en börn foreldra sem
ekki reykja. Margir þeirra sem reykja vilja gjarnan hætta.
Ástæðurnar eru augljósar: Reykingar eru heilsuspillandi.
Lungnakrabbamein sem áður var sjaldgæft
meðal íslenskra kvenna er nú næstalgengasta krabbamein
þeirra en dánartíðni íslenskra kvenna úr þessum sjúkdómi er ein sú
hæsta í heiminum. Er ekki mál til komið að konur taki sig saman
og vinni gegn þeim heilsuspilli sem einna skæðast herjar
á þær sjálfar, reykingunum? Konur, styðjum hver aðra,
byrjum ekki að reykja. Ef við reykjum, hættum þá.
Aðalheiður Bjamfreðsdottir
Danfríður Skarphéðinsdóttir
Guðrún Agnarsdóttir
Guðrún Helgadóttir
Jóhanna Sigurðardóttir
Kristín Einarsdóttir
Kristín Halldórsdóttir
Margrét Frímannsdóttir
Málmfríður Sigurðardóttir
Ragnhildur Helgadóttir
Salóme Þorkelsdóttir
Va Igerð ur St terrísdó ttir
Þórhi Idur Þorleifsdóttir
32