Vera


Vera - 01.07.1989, Blaðsíða 35

Vera - 01.07.1989, Blaðsíða 35
STUTTAR FRETTIR FRA ÞIiVGIlVlJ EFLING KJARARANNSOKNA „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að sjá til þess að kjararannsóknir verði efldar og samræmdar. í |dví skyni verði launamiðar og skattagögn þannig úr garði gerð að fram komi á launamiðum sem öruggastar upp- lýsingar unt fjölda vinnustunda að baki dag- vinnulaunum, yfirvinnulaunum og öðrum launagreiðslum. Jafnframt verði starfsheiti skilgreind og samræmd og þau tilgreind á launamiðum og skattframtali. Enn fremur verði settar reglur sem tryggi skil á launa- miðum og réttum upplýsingum.” Þannig hljóðaði þingsáylktunartillaga sem var sam- þykkt nú í vor á Alþingi, en fyrsti flutnings- maður tillögunnar var Kristín Einarsdóttir og meðflutningsmenn að tilögunni voru úr öllum flokkum á þingi. í greinargerð með tillögunni sagði m.a. „Til að gera sér ljóst hvaða laun eru greidd fyrir sams konar vinnu er nauðsynlegt að starfs- heiti verði skilgreind og samræmd. í kjararannsóknum sent nú eru gerðar, eru notuð mismunandi starfsheiti eftir þvt' hver fjallar um málið. Þannig notar kjararann- sóknarnefnd eitt kerfi og Framkvæmda- nefnd annað. Þetta leiðir til þess að erfitt er að gera sér grein fyrir eðli hinna ýmsu starfa og hvaða laun eru greidd fyrir þau.” Ef tillögunni verður fylgt eftir ætti það að Ieiða til þess að gögn verði samræmd á þann veg að hægt verði að fá frani raunveruleg laun og störf að baki þeim. AUKIN OG SAMRÆMD UMHVERFISFRÆÐSLA Þingsályktunartillaga Kvennalistans um umhverfisfræðslu var samþykkt nú í vetur en þar felur Alþingi „ríkisstjórninni að auka og samræma fræðslu um umhverfis- mál í skólum, m.a. í tengslum við endur- skoðun á aðalnámsskrá og grunnskóla og þróun námsefnis fyrir framhaldsskóla, svo og fyrir almenning í samvinnu viö opinbera aðila, fjölmiðla og félagasamtök.” Þetta var í annað sinn sem Kristín Halldórs- dóttir lagði tillöguna frarn en hún flutti samhljóða tillögu veturinn 1987- 1988 en tillagan var ekki útrædd þá. Nú var hún hins vegar samþykkt eins og fyrr segir. í greinar- gerð með tillögunni segir m.a. „Það eina sem getur forðað manninum frá því að þurrausa auðlindir jarðar og eyðileggja það umhverfi sem hann lifir á er stóraukin þekk- ing og skilningur á náttúrunni. Að því þarf að vinna án tafar og með skipulegum hætti og á öllum stigum þar sem því verður við komið.” Við skulum vona að samþykkt þess- arar tillögu verði til þess að skipulögð fræðsla um umhverfismál verði tekin upp hið fyrsta. RAMMALÖGGJÖF UM SJÁLFS- EIGNARSTOFNANIR Eitt af þeim málum sem Guðrún Halldórs- dóttir lagði fram þegar hún kom inn sem varaþingkona sl. haust var þingsályktunar- tillaga um setningu laga um sjálfseignar- stofnanir. Tillagan var síðan samþykkt frá Alþingi þann 5.maí sl. og hljóðaði þá svo: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að beita sér fyrir gerð frumvarps til laga um sjálfseignarstofnanir sem lagt verði fyrir næsta löggjafarþing.” Sem dæmi um sjálfseignarstofnanir má nefna skóla ísaks Jónssonar, meðferðar- stofnunina Vog og Hjálparstofnun kirkj- unnar. Þegar Guðrún mælti fyrir tillögunni benti hún m.a. á að upphaf og tilgangur sjálfseignarstofnana varðaði almannaheill og það væri því mikilvægt að um þær giltu skýr og tæmandi lagaákvæði. Þau ákvæði hefur hins vegar skort hingað til sem samkvæmt þessari tillögu á að lagfæra á næsta þingi. KOSNINGARÉTTUR ÍSLEND- INGA ERLENDIS TRYGGÐUR Frumvarp Kvennalistakvenna um breyting- ar á kosningalögum var samþykkt sem lög frá Alþingi 19.maí sl. Til þess tíma var kosn- ingaréttur bundinn við 18 ára aldur, íslenskan ríkisborgararétt og lögheimili hér á landi eða hafa átt það á síðustu fjórum árum talið frá l.desember næstum fyrir kjördag. Samþykkt frumvarps Kvenna- listakvenna hefur það hins vegar í för með sér, að íslendingar búsettir erlendis halda kosningaréttinum hér á landi svo lengi sem þeir sjálfir vilja, en þurfa aðeins að sækja um að vera teknir á kjörskrá, fyrst átta árum eftir að þeir áttu lögheimili hér á landi og síðan á 4 ára fresti upp frá því. Þessi lagabreyting færir því íslendingum erlendis mikilsverð mannréttindi sem ástæða er til að gleðjast yfir. NEFND UM TON- MENNTAKENNSLU Þingsályktunatillaga um tónmenntakennslu í grunnskólum var samþykkt nú í vor á Al- þingi. Það var Þórhildur Þorleifsdóttir, sem var fyrsti flutningsmaður tillögunnar, en meðflutningsmenn voru úr öllum flokkum. Samkvæmt tillögunni á „menntamálaráð- herra að skipa nefnd til að athuga og koma með tillögur að samvinnu og samþættingu tónmenntakennslu í grunnskólum og tón- listarskólum landsins, með það fyrir augum að efla og auka tónmenntakennslu í grunn- skólum, að koma á samvinnu milli grunn- skóla og tónlistarskóla, að það nám í tónlist, sem nemendur stunda utan lögboðins grunnskólanáms, geti í auknum mæli flust inn í húsnæði grunnskólanna, að samnýta húsnæði og kennara til að draga úr kostn- aði og gera tónlistarnám aðgengilegra fyrir nemendur. Nefndin ljúki störfum fyrir upp- haf næsta þings.“ í greinargerð með tillögunni segir m.a. „í landinu starfa hátt í 70 tónlistarskólar. Nemendafjöldi er u.þ.b. 8 þúsund, þar af eru u.þ.b. 250-300 sem stunda nám á því stigi sem ætlað er til að búa nemendur und- ir atvinnumennsku. Þessar staðreyndir tala sínu máli um það hve tónlistarnám er snar þáttur í menntun íslenskra barna og ung- linga. Það er órjúfanlegt samhengi milli þessa og hins blómlega tónlistarlífs í land- inu.“ Og nú hefur verið samþykkt á Alþingi að skoða þessi mál með það í huga að tengja betur tónlistarnám og almennt grunnskólanám. Eins og lesendur VERU væntanlega vita slá nú Kvenna- listakonur hring um landið. Konur mætast og konur kætast. Þær sem missa af Kvennalistafundunum í þetta sinn þurfa ekki að örvænta. Þingkonur Kvennalistans verða aftur á ferðinni um landið í ágúst. Fylgist með auglýsingum! Kvennalistinn. 35

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.