Vera


Vera - 01.07.1989, Blaðsíða 6

Vera - 01.07.1989, Blaðsíða 6
þær væru búnar að vinna öll mót þá um sumarið. En þá stóðu þær bara upp og lömdu í borðið. En svo viö víkjum að hlut fjöl- miðla, hvað finnst ykkur um hann? M: Almenningsálitið og fjölmiðlarnir hafa gífurlega mikið að segja og hafa áhrif hvort á annað. Við fáum mjög lítið rúm í fjölmiðlunum og það er ekki til að glæða áhugann á kvenna- boltanum. í júní í fyrra unnum við fimmlandakeppni í Portúgal. Við vorum óskaplega ánægðar og ég man að ég sagði einmitt: , Jæja, nú höfum við sýnt hvað við getum, nú getum við farið að gera kröfur.“ Við héldum auðvitað að núna fengjum við um- fjöllun í fjölmiðlum. Núna fengjum við stóra grein í hlöðunum. En það var nánast ekkert fjallað um þetta. Við unnum méttið 19. júní og tveimur dögum síðar birtist frétt í DV sem náði ekki einu sinni hálfri síðu. Fyrir- sögnin var eitthvað á þá leið að ís- lenska kvennalandsliðið hefði haldið uppi merki kvennadagsins. En kven- frelsið í blaðinu var þó ekki meira en svo að þegar maður fletti blaðsíðunni við, birtist heilsíðurgrein um 9 ára gamlan son íslensks knattspyrnu- manns í Belgíu sem væri svo góður í fótbolta. Við getum ekki einu sinni keppt við 9 ára gamlan strák um at- hygli fjölmiðla. G: Við fengjum sjálfsagt ekki eina einustu grein um okkur í blöðunum í dag ef þrjár konur úr 1. deild kvenna skrifuðu ekki um leikina í Morgunblaðið og DV. Það kom líka kvenmaður inn á stöð 2 sem íþrótta- fréttamaður í vetur og hún sýndi úr kvennaleikjum, lýsti þeim, té)k við- töl og annað í þeim dúr. Þó þetta væri aldrei langt var þetta virkilega gaman. Svo hætti hún og þaö hefur ekki sést þar kvennabolti síðan. Karlkyns íþróttafréttamenn sinna kvennaboltanum sem sagt ekki? M: Nei, afskaplega lítið. Það er hins vegar athyglisvert að fyrir nokkrum árum gerðu þeir meira af því. Þá voru kvennaleikirnir settir á undan karlaleikjunum og áhuginn fór að glæðast. Þá var hirt hvaða konur væru markahæstar og tekin upp samskonar stigagjöf og hjá strák- unum. G: En þetta var fyrir níu árum síðan. M: Já, HSÍ ákvað að breyta fyrir- komulaginu. Þeirbreyttu uppröðun leikjanna og settu tvo kvennaleiki saman og þá kannski á sunnudags- kvöld klukkan hálf tíu. Það kemur þé) fyrir að við séum settar á eftir karlaleikjunum en aldrei á undan. G: Þegar þessi breyting var gerð þá hættu blöðin að sinna okkur. Þau fara ekki að senda fólk inn í Höll eða Hafnarfjörð bara fyrir kvennaleik. í allan vetur hafa blöðin verið að birta upplýsingar um það hver er markahæstur í 1. deild karla og það er meira að segja nefnt hvort það sé af línu eða úr horni o.s.frv. en það var aldrei minnst á það hver væri markahæst kvenna fyrr en mótið var búið. Við getum líka tekið dæmi af úrslitaleikjunum í bikarkeppn- „Þaö hefur oft komiö til umrœöu innan HSÍ aö leggja kvennalandsliöiö niöur. Þaö heföi aldrei komiö til umrœöur aö leggja karla- landsliöiö í knatt- spyrnu niöur eftir aö þaö tapaöi fyrir Dönum 14:2 áriö 1968.“ wmwmrn K i !-; ’x I A Jhr / . yi fíYm \ íslenska kvennalandsliöiö í handbolta 1988. Ljósm: Mbl. inni núna. Úrslitaleik karla var lýst beint bæði í útvarpi og sjónvarpi. Eina umfjöllunin sem kvennaleik- urinn fékk var 7 mínútna lýsing á Bylgjunni og svo voru sýndar u.þ.b. 5 mínútur af leiknum í hálfleik á beinni útsendingu af karlaleiknum. Þetta er hreinlega niðurlægjandi. Þaö er almennt talið mjög jó- kvœtt tyrir karlmenn aö standa framarlega í boltaíþróttum? Gildir þaö sama um konur? M: Það er dálítið merkilegt að skoða það. Karlmenn — við getum tekið Alfreð Gíslason sem dæmi — græða á því að vera sterklega og handbolta- lega vaxnir. Það er talið þeim til tekna. Ég er sjálf mjög sterklega vax- in, með íþróttamannslappir og talin hafa mjög góðan handboltaskrokk. Það telst hins vegar ekki kvenlegt og er þar af leiðandi ekki jákvætt fyrir mig. Ef ég er í gé>ðri þjálfun og lyfti vel þá er það neikvætt fyrir mig en já- kvætt fyrir strákana. Þessi viðhorf verða einmitt til jíess að margar ung- ar stelpur eru hræddar við að verða of vöðvastæltar. En hefur þetta ekki breyst meö vaxtarœktinni? M: Nei, hún er allt annars eðlis. En það er auðvitað ákveðin kvennakúg- un að við skulum ekki geta hrist af okkur þessa hefðbundnu fegurðar- ímynd kvenna sem engin kona passar í. Hún blasir bara við manni alls staðar. Segiö mér annaö. Nú er þaö mjög algengt aö karlmenn hafi notaö íþróttahreytinguna sem stökkpall inn í stjórnunarstööur eöa pólitík. Eru engin dœmi um konur sem hafa gert slíkt hiö sama? M: Nei, ég man bara ekki eftir neinni. Konur eru heldur ekki nærri eins áberandi og áhrifamiklar í íþrótta- hreyfingunni og karlar. Svo er það heldur ekki eins jákvætt fyrir konur að hafa verið í íþróttum. Ef konur eru einhvers staðar framarlega þá fá þær alltaf svo mikið í bakið. Þaö er greinilegt aö þaö er mikill aöstööumunur milli karla og kvenna en nœr þaö líka til yngri aldurshópa — til krakkanna? G: Mér finnst strákum og stelpum ekki mismunað hjá félögunum hvað varðar t.d. þjálfun og æfingatíma. Hins vegar vantar talsvert upp á að Starfið með stelpunum sé tekið nægi- lega alvarlega hjá stjórn HSÍ. Ég lenti 6

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.