Vera


Vera - 01.07.1989, Blaðsíða 4

Vera - 01.07.1989, Blaðsíða 4
GÍFURLEGUR AÐSTÖÐUMUNUR Viðtal við Margréti Theodórsdóttur og Guðríði Guðjónsdóttur. „Þegar starfs- menn HSÍ eru beðnir að útvega kvennalands- liðinu tíma þó er eins og það sé verið að biðja þó um gull og grœna skóga. Þaö er alltaf fýla þegar þeir eru beðnir að gera eitthvað sem við- kemur kvenfólki.11 Fyrir sjö árum birtist í dagblöðunum grein sem undirrituð var af níu þáver- andi landsliðskonum í handbolta. Þar gera þær harða hríð að forystu- mönnum Handknattleikssambands íslands (HSÍ) og segja m.a. að karla- veldið í sambandinu nærist á veru kvenfólksins þar. Konur séu 40% af félagsmönnum HSÍ sem fái styrki frá íþróttasambandi íslands (ÍSÍ) í hlut- falli við höfðatölu félagsmanna. Þær benda síðan á að karlalandsliðið fái í sinn hlut umtalsverða fjármuni og hjá því séu fyrirhugaðir 27 landsleikir. Á vetraráætlun kvennalandsliðsins sé hins vegar hvorki meira né minna en ein keppnisferð og enginn landsleik- ur innanlands. Þær benda á að í fjár- hagsáætlun HSÍ sé ekki krónu varið til kvennalandsliðsins og segja: „Liðsins er ekki getið í áætluninni frekar en það væri ekki til. Það er því algjörlega að okkar frumkvæði sem reynt verður að fjármagna og fara þessa einu ferð sem að framan er get- ið. Virðuleg forysta HSÍ hefur ekki þurft að óhreinka sig við að aðstoða okkur í skipulagningu hennar.“ Tvær þeirra sem skrifuðu undir þessa grein — þær Margrét Theodórsdótir og Guðríður Guðjónsdóttir — eru nú mættaríVERU-viðtal. Þær hættu báð- ar með landsliðinu eftir síðasta keppnistímabil og höfðu þá verið í liðinu í 12 ár. Margrét, sem er 28 ára, starfar á skrifstofu hjá OLÍS en Guð- ríður er 27 ára íþróttakennari. Báðar eru þær mæður, önnur á 6 ára son og hin 4 ára og það þarf því varla að hafa um það mörg orð hversu önnum kafnar þær hafa verið á undanförnum árum. VERA hitti þær á kaffihúsi fyrir skömmu til að ræða við þær um stöðu kvennahandboltans í dag. Hefur eitt- hvað breyst frá því þær skrifuðu þessa grein fyrir sjö árum? Er ennþá mikill aðstöðumunur milli kvenna og karla í handbolta? M: Þetta lagaðist nú töluvert eftir að við skrifuðum greinina en ástandið er samt langt frá því að vera gott. Við fáum t.d. úthiutað mun verri tímum til æfinga en karlarnir. Á síðasta keppnistímabili æfðum við tvisvar sinnum á dag um tíma og æfingatím- arnir sem við fengum voru stundum klukkan níu á kvöldin og svo æfðum við alltaf klukkan sjö á morgnana. Við vorum ekki búnar á kvöldæfing- unni fyrr en um ellefu og þá fór maður heim og reyndi að hanga yfir sjónvarpinu til þess að ná sér niður eftir æfinguna. Það tekur svona tvo tíma og maður fór þess vegna ekki að sofa fyrr en um klukkan eitt og þurfti svo að vakna klukkan sex til að vera mættur á æfingu á réttum tíma klukkan sjö. Þaðan var svo far- ið beint f vinnuna. Við vorum nokkrar í iiðinu með börn og við þurftum að sækja þau og sinna þeim eftir vinnu og svo var rokið aftur á æfingu. Það segir sig náttúrulega sjálft að maður verður algerleg út- keyrður og er ekki til stórræðanna á æfingum. Er þaö HSÍ sem sér um aö bóka þessa œfingatíma? G: Já og þegar starfsmenn HSÍ eru beðnir að útvega kvennalandslið- inu tíma þá er eins og það sé verið að biðja þá um gull og græna skóga. Það er alltaf fýla þegar þeir eru beðnir að gera eitthvað sem við- kemur kvenfólki. Þeir yrðu sjálfsagt manna fegnastir ef kvennahand- bolti yrði lagður niður. Afstaða þeirra mótast m.a. af því að okkur hefur ekki gengið sem skyldi í þeim keppnum sem við höfum tekið þátt í að undanförnu, en það hefur heldur ekkert verið hugsað um þessa grein. M: Þetta er bara eins og í öðrum íþróttum. Karlalandsliðið hefur ekki alltaf verið svona gott og stóðu sig á alþjóðamótum svona svipað og við gerum í dag. En svo var tekið á málunum og nú gengur þeim vel. Þrátt fyrir þetta hefur aldrei neinum dottið í hug að leggja nokkurt karla- landslið niður. Það hefur aftur á móti oft komið til umræðu innan HSÍ að leggja kvennalandsliðið nið- ur. Það hefði aldrei komið til um- ræðu að leggja karlalandsliðið í knattspyrnu niður eftir að það tap- aði fyrir Dönum 14:2 árið 1968. G: Og búið að leggja kvennalands- liðin í fótbolta og blaki niður. Hefur þetta veriö rœtt í alvöru innan HSÍ? G: Já það hefur verið rætt á fundum þar. Við höfum átt tvær konur í sam- bandsstjórn HSÍ og þær hafa barist þar fyrir tilverurétti okkar og verið 4

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.