Vera


Vera - 01.07.1989, Blaðsíða 29

Vera - 01.07.1989, Blaðsíða 29
fé. Okkur var alls staðar vel tekið, en síðustu ár hafa ný félög sem starfa á svipuðum grunni hafið starfsemi í bænum og þetta fór að verða erfiðara. Hér eru mest útgerðar- eða fisk- vinnslufyrirtæki og þegar samdráttur er hjá þeint er ekkert gaman að vera sífellt aö kvabba. Við böfum því und- anfarin tvö ár eingöngu byggt á vinnu félagskvenna. Kökubasarinn okkar gefur t.d. mjög vel af sér, þar sem allir gefa vinnu og hráefni. Við erum líka með fasta blómasölu tvisv- ar á ári, á Konudaginn og fyrir páska. í tengslum við blómasöluna ætlum viö að taka upp nýbreytni næsta vetur. Við ætlum að hengja upp auglýsingu í alla báta frá Grindavík og bjóða beimsendingarþjónustu á blómum á Konudaginn. Við vitum að þeir hafa verið að hringja í blómabúð í Keflavík og biðja um að senda blóm beim. Okkur finnst miklu nær að Þórkatla taki það að sér og fái ágóðann. Hg er viss um aö það verö- ur kærkomin nýjung fyrir sjómenn- ina,” sagði Jóbanna. Starf kvennadeildanna er sem sé befðbundið fjáröflunarstarf, en hið eiginlega björgunarstarf á hættu- stundum er unnið af félögum björg- unarsveitanna. í björgunarsveitinni í Grindavík er aðeins ein kona, en hvernig hugsa félagskonur í Þórkötlu til björgunarstarfsins? Jóhanna Siguröar- dóttir hefur starfaö meö Þórkötlu fró því deildin var stofnuö. Úr starfi félagslns. „Við erum viðbúnar því að aðstoða við björgunarstörf ef á þarf að halda, t.d. við aðhlynningu slasaðra og slíkt. Félagskonur hafa surnar sótt námskeið í hjálp í viðlögum sem SVFÍ hefur staðið fyrir hér á staðnum og við erum búnar aö panta okkur létta blífðargalla sem SVFÍ er aö láta fram- leiða hér á landi fyrir unglinga- og kvennasveitir. Það er mjög góður andi á milli hinna þriggja aðildarfé- laga SVFÍ sem starfa í Grindavík. Viö höfurn öll aðstööu til fundahalda í skýli sem Slysavarnafélag Grinda- víkur á. Þangaö förum við stundum þegar björgunarsveitin befur verið kölluð út og smyrjum fyrir þá,” sagði Jóhanna. Sjóslys eru tíð úti fyrir strönd Grindavíkur en Jóhanna er ánægð með bve mikið lán befur fylgt ströndum í nesinu austan við bæinn undanfarin ár, þar sem mannbjörg hefur orðið. Jóbanna missti eigin- ntann sinn fyrir 13 árum þegar báturinn sem hann var skipstjóri á sökk og allir björguðust nerna skip- stjórinn og stýrimaðurinn. Ég spyr hana að lokum bvort mikið sé urn að ekkjur starfi í kvennadeildinni. ,,Nei, ég get ekki sagt að það sé áberandi. Sumar konur sem missa eiginmenn eða syni í sjóinn geta ekki hugsað sér að koma nálægt svona málum, en aðrar finna sér leið út úr sorginni með því að starfa að félagsmálum. Mér vargefinn styrkur til að hella mér út í félagsmálin. Ég hafði starfað mikið að félagsmálum áður. Þegar ég hafði svo ekki um neitt að hugsa nema drenginn rninn sem var 5 ára — hin börnin tvö voru uppkomin — fannst mér gott að taka þátt í stofnun kvennadeildar- innar sem var stofnuð skömmu eftir að maðurinn minn fórst. VERA þakkar Jóhönnu fyrir spjall- iö og óskar Kvennadeildinni Þórkötlu góðs gengis í starfinu áfram. E.Þ. 29

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.