Vera


Vera - 01.07.1989, Blaðsíða 34

Vera - 01.07.1989, Blaðsíða 34
FRUMVARP UM EIGNASKATT Eins og flesta rekur minni til var komiö á s.k. „stóreignaskatti" í tengsl- um viö afgreiöslu fjárlaga fyrir þetta ár. Urðu talsveröar umrœöur um þennan skatt og fannst mörgum, sem þó voru fylgjandi honum í grund- vallaratriöum, sem ríkiö gengi full harkalega eftir eyri ekkjunnar. Þessi afstaöa kemur mxi. fram í frumvarpi um tekju- og eignaskatt sem þing- konur Kvennalistans fluttu á nýafstöðnu þingi. Frumvarpiö er tvíþœtf. Annars vegar er lagt til að við fráfall maka greiði ekkjan eða ekkillinn eignaskatt eftir sömu reglum og um hjón vœri að rœða, meðan hún/hann situr í óskiptu búi. Hins vegar er lagt til að einstœöum foreldrum verði heimilt að nýta ónotaöan persónu- afslátt barna sinna sem hjá þeim búa. VERA hitti Kristínu Halldórsdótt- ur að máli og spurði hana nánar út í frumvarpiö. Af hverju eru þessar breytingar lagöar til einmitt núna? — Þegar verið var að breyta lögunum um tekju- og eignaskatt um síðustu áramót var mjög lítill tími til að athuga þaer breytingar og gera sér grein fyrir afleiðingum þeirra. Vinnu- brögðin á Alþingi á þessum árstíma eru oft með ólíkindum og einkennast af flumbrugangi og óðagoti. Þá eru menn að keppast við að fá „réttar" niðurstöðutölur í fjárlagadæmið en hugsa oft minna um áhrif ýmissa breytinga á hag skattgreiðenda. Frumvarpið um tekju- og eignaskatt var mjög viðamikið og snerti tekjur og eignir bæði fyrirtækja og einstaklinga. Við höfðum satt að segja mun meiri áhyggjur af tekjuskattinum — þar sem verið væri að hækka tekjuskattsprósentuna og plata launafólk með breytingum á persónuafslættinum. Við erum líka þeirrar skoðunar að eignir umfram hófleg mörk megi skattleggja, því það er nú einu sinni þannig að það er hægt að sanka að sér eignum í skjóli aðstöðu. En hvaö eru hófleg mörk? — Þau geta ráðist af mörgu m.a. stærð fjöl- skyldu. Það er t.d. álitamál hvort eignaskatts- þrepin eigi ekki að vera hlutfallslega hærri hjá einstaklingum en hjónum. Endirinn á málinu varð hins vegar sá að nýtt eignaskattsþrep — hinn s.k. stóreignaskattur-miðast við 7 millj. kr. eign hjá einstaklingi og 14 millj. kr. eign hjá hjónum. Þetta eru auðvitað talsverðar eignir og ég verð að segja eins og er, að ég gerði mér á þeim tíma ekki grein fyrir þeim afleiðingum sem þetta hefði í för með sér fyrir fólk við frá- fall maka. Það var lögfræðingur sem hafði sam- band við mig og vakti athygli mína á þessu. Ég var síðan svo heppin að fá flensu og gafst þá tími til að skoða þetta og niðurstaðan liggur fyrir í frumvarpinu. En hverjar voru þœr afleiðingar sem þú talar um? — Það sem gerist er einfaldlega það að við fráfall maka tvöfaldast eignaskattsstofninn sem er óréttlæti og baggi sem margir fá ckki risið 34 undir. Oft er um eldra fólk að ræða og það verð- ur að teljast kaldranalegt, að yfirvöld skuli með skattalöggjöf neyða það til algjörrar uppstokk- unar á heimilishögum og búsetuskipta fyrr en það er tilbúið til þess. Sé um yngra fólk að ræða, eru oft börn á framfæri eftirlifandi maka og það er auðvitað ekki æskilegt að þau þurfi að þola búseturöskun ofan á aðra erfiðleika tengda foreldramissinum. Þá má minna á, að mjög margar konur í þessari aðstöðu hafa lágar tekjur og eru jafnvel ekki í lífeyrissjóði. Fékkst einhver niðurstaöa í þetta mól á þingi? — Já. Sjálfstæðismenn voru með frumvarp á svipuðum nótum þ.e.a.s. þeir lögðu til að ekkj- ur og ekklar yrðu skattlögð sem hjón en tengdu það ekki setu í óskiptu búi eins og við. Þessum tveimur tillögum var skellt saman í eina, sem var tekin upp í bandorminn í kjölfar kjarasamn- inga, en stjórnarflokkarnir settu hins vegar inn 5 ára tímamörk. Það var stórt skref íréttlætisátt og gefur frest til nánari athugunar. Bandorminn? — Já, þegar gera þarf svokallaðar ráðstafanir t efnahagsmálum, sem oft eru margvíslegar hreytingar á mörgum lögum t.d. vegna kjara- samninga, þá er það gert í einum pakka og kall- að bandormur. Ég get nefnt sem dæmi að í þessu tilviki var breytt lögunt um vörugjald, af- numið gjald á erlendar lántökur, skattar á versl- unar- ogskrifstofuhúsnæði lækkaðir o.fl. Þessu var reyndar öllu komið á um síðustu áramót til tekjuöflunar fyrir ríkissjóð en það er önnur saga. En hvað með breytinguna á tekjuskatt- inum. Þú lagöir til að einsfœöir foreldrar gœtu nýtt sér ónotaðan persónuafslátt barna sinna. Hver er forsaga þess? — Þegar komið var á eins konar samsköttun hjóna og ákveðið að annað hjóna gæti nýtt sér ónotaðan persónuafslátt hins, þá vorum við andvígar því. Við vildum frekar liækka harna- bæturnar þar sem við litum svo á, að það væri fyrst og fremst hjá barnafólki sem svo væri ástatt að annað hjóna væri tekjulítið eða tekju- laust. Við litum ekki á heimili sem skatteiningu og töldum — og teljum reyndar enn — að það sé sjálfstæðismál að líta á hverja manneskju sem sjálfstæðan einstakling. Við bentum líka á að með þessu ákvæði væri gert upp á milli sam- búðarforma, þar sem það nýttist aðeins hjón- um eða karli og konu í viðurkenndri sambúð. Þessi afstaða okkar breytir þó ekki því að skattalögin eru eins og þau eru. Sú hugmynd kom því upp að líta sérstaklega til einstæðra mæðra sem upp til hópa berjast í bökkum og eiga bágt með að sjá réttlætið í því, að nýting ónotaðs persónuafsláttar þurfi að helgast af kynferðislegu sambandi karls og konu. Barna- bætur falla niður við 16 ára aldur og það er því oft ansi þungur baggi fyrir einstæðar mæður að koma börnum sínum til mennta. Þess vegna höfum við nú lagt til að einstæðir foreldrar fái að nýta sér ónotaðan persónuafslátt barna sinna. En af hverju látið þið þetta bara ná til barna einstœöra mœöra? — Vegna þess að þar sem eru tvær fyrirvinn- ur þá er annað hvort um að ræða tvenn laun eða að annað hjóna geti nýtt sér ónotaðan persónu- afslátt hins. Hjá einstæðu foreldri er bara ein fyrirvinna og engu slíku til að dreifa. Hvernig stendur þetta mál á þingi? —Fulltrúar í fjárhags- og viðskiptanefnd höfðu mikla samúð með þessu máli og ég held að það sé hugsanlega hægt að ná því í gegn með einhverjum hætti. Ég held að samþykkt þess myndi auðvelda einstæðum foreldrum að styðja börn sín til náms og annars undirbún- ings undir lífið. Eins og málum er háttað í dag verða þeir að reyna að ná sér í margháttaða aukavinnu til að sjá sér og sínum farborða en sjá alltaf á eftir stórum hluta þessara tekna í skattinn. -isg.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.