Vera


Vera - 01.07.1989, Blaðsíða 38

Vera - 01.07.1989, Blaðsíða 38
BÆKUR Í nafni jafnréttis Bókrún 1988 149 bls. lenskar konur. Það er geysilega margt sem er þess virði að ræða og athuga í þessari bók og sagnfræði- taugarnar í mér titra vegna þess að ég hef ýmsar athugasemdir við hugmyndir og túlkanir Helgu. Ég ætla þó að stilla mig og taka til umfjöllunar aðeins nokkur atriði sem snerta kvennasögu sérstak- lega, en mikið væri nú gaman að efna til málþings um hugmynda- fræði út frá þessari bók. Það ætti Helga svo sannarlega skilið fyrir sitt framtak. En snúum okkur að efninu. Þau 200 ár sem skipulögð kvennabarátta hefur átt sér stað hafa komið fram margir hug- myndastraumar og konur verið langt frá því sammála um mark- mið og leiðir. Hugmyndaheimurinn spannar allt bilið frá því að vinna að aðlögun kvenna að karlaheim- inum yfir til þess að konur skapi sér sjálfar sinn heim sem byggist á reynslu og forsendum kvenna. í bók sinni tekur Helga á ýmsum hugmyndum um konur, ýmist til að gagnrýna þær (t.d. sósíaliskar hugmyndir) eða til að kynna þær og ræða (t.d. kvennamenninguna). Hún eins og fleiri er mjög upp- tekin af því að skilja og skilgreina hvernig karlveldi kúgar konur, hvernig sú kúgun komst á og hvaða aðferðum hefur verið og er beitt til að halda konum á,,sínum stað”. Það má kannski segja að megin tilgangur Helgu sé að gera konum ljóst við hvað er að eiga í baráttunni fyrir kvenfrelsi. Helga vitnar mjög til sögunnar og eimitt þar finnst mér víða vera um fullyrðingar og túlkarnir að ræða sem draga má í efa og spyrja spurninga. Ef ég tæpi á nokkrum slíkum at- riðum verða fyrst fyrir mér kenn- ingarnar um mæðraveldið. Það eru meira en 100 ár síðan kenn- ingar komu fram um að konur hafi endur fyrir löngu ráðið ríkjum. Þær kenningar byggðu að mestu leyti á fornleifarannsóknum, en einnig á rannsóknum á indíánum í N-Ameríku. Allt eru þetta túlkanir á samfélögum og mann- vistarleifum (t.d. myndum) sem benda til þess að konur hafi verið mjög í hávegum hafðar. Ekkert af þessu er þó óyggjandi sannleikur. Meðal Grikkja voru skráðar sagn- ir um samfélagið á Krít þar sem konur höfðu mikil áhrif. Mér finnst vert að staldra við hugtakið mæðraveldi sem er nú eiginlega alveg ónothæft orð vegna þeirrar merkingar sem orðið vald felur í sér. Vald — veldi, þessi orð fela í sér stjórnun og kúgun. Nýjustu túlkanir á fornum heimildum benda til þess að hin fornu þjóðfé- lög hafi miklu fremur verið jafn- réttis-samvinnusamfélög fremur en að annað kynið hafi verið ráðandi (Riane Eisler: The Chalice and the Blade 1987). Eisler hefur bent á þá hugsanavillu sem fólst í j)ví að þegar menn sáu aö mann- vistarleifarnar tilheyröu ekki karl- veldissamfélagi (lítið um vopn) þá sögðu menn: Nú þá hljóta kon- urnar að hafa stjórnað! Einhver hlýtur að stjórna eða hvað? Hitt er víst að í hinum forsögulegu sam- félögum Asíu og Evrópu voru gyðjur alls ráðandi, hin mikla móðir, móðir jörð, drottning himnanna, sem síðar var steypt af stóli. Annað atriði sem mér finnst vert að ræða er túlkun Helgu á því hvernig karlveldið komst á. Eisler, sem ég vitnaði til hér að framan, er með glænýjar kenningar studd- ar miklum rannsóknum um það efni, sem ég get ekki gert grein fyrir hér, en byggjast á því að jaðarþjóðir eins og t.d. Gyðingar, Aríar og Dórar hafi ráðist inn á menningarsvæði gyðjanna. Á mjög löngum tíma hafi ólík trúar- brögð og mismunandi menning tekist á, sem meöal annars endur- spegiast í Biblíunni og í bók- menntum Grikkja hinna fornu (Óresteian). Það er sem sagt talið nú að þróun karlveldisins hafi tekið mun lengri tíma en áður var haldiö. Helga setur þróunina upp sem eins konar byltingarskeið sem hafi orðið fyrir 5000, 2000 og um það bil 500 árum, og hin nýjasta sé nýhafin. Það er einkum bylting númer tvö sem vefst fyrir mér þar sem vitnað er til þess þegar Grikk- ir settu karlguöi á stall og viku gyðjum til hliðar (bls. 91). Vissu- lega höfum við orðið fyrir miklum áhrifum frá Grikkjum en ég spyr hvort áhrifin frá Gyðingum hafi verið minni? Gyðingar höfðu nokkru á undan Grikkjum vísað karlkyns og kvenkyns guðum á dyr og sett til hásætis guð al- föður, reiðan, refsandi og krefj- andi. Sá guð ríkir nú yfir sálum milljóna manna. Það var víðar en hjá Grikkjum sem svipuð breyting átti sér stað. Rómverjar, sem óneitaniega höfðu mikil áhrif á okkar menn- ingarheim, tóku upp ýmislegt sem þeim fannst gott hjá öðrum þjóð- um, þar á meðal dýrkun á gyðj- unni ísis sem talin er vera fyrirmynd Maríu meyjar. Hin góða móðir hefur nefnilega lifað þetta allt af, þótt mjög sé að henni þrengt nú á dögum. Enn eitt sögulegt atriði sem mig langar til að nefna og nokkrum sinnum kemur við sögu hjá Helgu eru galdraofsóknirnar. Hún full- yrðir býsna mikið um þær og segir m.a. að þekking kvenna um tak- markanir barneigna og fóstureyð- ingar hafi farið á bálið með þeim kónum sem voru brenndar (bls. 16). Þetta gildir um vissa hluta Evrópu þar sem ofsóknirnar geisuðu en annars staðar, t.d. í Frakklandi, tókst býsna vel að halda í þekkinguna enda hafa kristnir menn löngum átt banda- mann í Biblíunni sem kennir hvernig komast má hjá barneign- urn. Helga nefnir að menn telji aö allt að 6 milljónir manna hafi lent á bálinu, en nú segja nýjustu rann- sóknir (Heinsohn og Steiger 1985) að talan nemi um hálfri milljón (vitað er um 100.000 dóma í Evrópu). Það sem ég vi) benda á með þessu atriði er að Helga virð- ist ganga út frá því að allar konur hafi búið við þessar hörmungar og greinir hvorki á milli svæða né tíma. Margt mætti segja um umfjöllun Helgu um feður sósíalismans (þar á hún við Marx, Engels og Lenín) og þær stöllur Klöru Zetkin og Alexöndur Kollontaj. Helga sýnir fram á hve takmarkaðar hug- myndir þessara karla voru um konur og að Lenín var hið versta karlrembusvín. Þessir menn voru allir börn síns tíma eins og kon- urnar og það má ekki gleymast að það sem þeir (t.d. Engels og Bebel) lögðu af mörkum til kvennabaráttunnar hafði gífurleg áhrif og varð til aö vekja konur til umræðu, hvað sem segja má um hugmyndir þeirra. Eins var með Klöru Zetkin. Þrátt fyrir hennar hollustu við sósíalismann var hún þeirrar skoðunar að konur þyrftu að vera í sérstökum samtökum og hún varð að berjast fyrir þeirri skoðun sinni. Nokkur orð að lokum um ís- lenskar konur. f fyrirlestri þeim sem Helga hélt á Nordisk Forum kemur ntargt athyglisvert fram en þar gætir líka óþarfa ónákvæmni og jafnvel rangfærslu. Hún segir t.d. að ritið Malleus Maleficarum (Nornahamarinn), sem var grund- vallarrit galdraofsóknanna, hafi verið þýtt á íslensku en það kann- íslensk kvennahreyfing er um margt sérstök. Hér hafa verið farnar óvenjulegar leiðir í kvennabaráttunni eins og við vit- um. Eitt er það þó sem við höfum lagt litla rækt við, en það er hug- myndafræðileg umræða og fræði- legar rannsóknir. Kvennahreyf- ingu, án hugmyndafræði og um- ræðu um hana, gæti hæglega borið af leið og því er nauðsynlegt að bæta þar úr. Ein af fáum undan- tekningum í íslenskri kvenna- baráttu er Helga Sigurjónsdóttir kennari, sem var meðal stofnenda Rauðsokkahreyfingarinnar á sín- um tíma og hefur síðan þá fylgst vel með straumum og stefnum, kynnt skoðanir sínar og verið ódeig við að standa fyrir máli sínu. Fyrir síðustu jól kom út bók með greinum og fyrirlestrum sem Helga hefur ritað og haldið á tímabilinu 1981-1988. Bókin spannar tímann frá því að verið var að undirbúa stofnun Kvenna- framboðsins í Reykjavík og fram til Nordisk Forum á síðasta ári. Eins og gefur að skilja hefur ýmis- legt breyst á þessum árum og ís- lenskar konur verið á hraðleið fram og upp. Það er gaman að sjá hve skoðun Helgu á íslenskum konum hefur breyst á þessum tíma. I grein frá júlí 1982 segir hún: ,,Ef til vill eru íslenskar konur hvað kúgaðastar og bceld- astar allra kvenna á norðurhveli jarðar hvað sem líður hugmynd- inni um hina sterku, norrœnu kvenhetju úr íslendingasögun- um”(bls. 34). Sex árum síðar segir Helga: ,,Þrátt fyrir slæm kjör kvenna hið ytra hafi þær í 1000 ár haldið betur reisn sinni og and- legum styrk en kynsystur þeirra í grannlöndunum. Þess vegna sungu þær galvaskar á Lækjartorgi í Reykjavík í kvennafríinu 1975: ,Já ég þori, get og vil” (bls. 148). Vatnið rennur til sjávar sem betur fer. Helga skiptir bókinni upp f kafla eftir efni. Fyrst fjallar hún um hugtökin kvennamenningu og kvennavöld, þá jafnrétti eða kven- frelsi, kvenfrelsi og sósíalisma, feðraveldi — karlveldi-bræðralag, klám og klámiðnað og loks ís- 38

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.