Vera


Vera - 01.07.1989, Blaðsíða 25

Vera - 01.07.1989, Blaðsíða 25
— TVEIR HEIMAR Oft er heiminum sem við búum í skipt í tvennt. Annars vegar er einka- heimurinn þar sem við lifum einka- lífinu og hins vegar opinberi heimur- inn sem er þjóðfélagið og rekstur þess (ríkið og allt sem því fylgir). í dag er einkaheimurinn tengdur kon- um því konur hafa séð um heimilis- störfin, séð um viðhald og framgang hans. Karlarnir hafa aftur á móti unn- ið úti og séð um þjóðfélagsmálin. Þetta vitum við reyndar allar og erum margar ekki ánægðar með þessa skiptingu. Við vitum einnig að einka- heimurinn er nokkuð ósýnilegur og þar af leiðandi flest þau störf sem konur hafa sinnt. Athyglin hefur beinst að karlaheiminum, opinbera heiminum þar sem sagan er sögð ger- ast og efnahagur þjóðfélagsins er reiknaður. Konur og karlar hafa haft ólíkum hlutverkum að gegna í heimi okkar og þessi ólíku hlutverk eru tal- in móta kynin þannig að konur og karlar eru talin ólík kyn. Við tölum oft um valdleysi kvenna og að karlar hafi völd til að móta þetta samfélag sem við búum í. Nokkrir feministar, þar á meðal Oakley (1974), hafa aftur á móti bent á að sem húsmæður og eiginkonur hafi konur samt möguleika á að hafa áhrif, og séu ekki með öllu valdlaus- ar. Anna G. Jónsdóttir bendir á svip- að í erindi sem hún hélt á ráðstefn- unni uni fslenskar kvennarannsóknir árið 1985. Þar segir hún ,,að konur séu ekki med öllu áhrifalausar t okkar samfélagi enda fiótt fiví sé á öllum sviðum stjómað afkörlum sé fiað skoðað útfrá kytijasjónarmiði. Konur sem kyn (kotiur sem konur) skortir aftur á móti völd í merking- utini viðurkenndur tnyndugleiki". (Hún skiptir hugtakinu vald í tvennt, í áhrif og myndugleik. Þegar um myndugleika er að ræða þá er valdið augljóst, viðurkennt og leyfilegt.) Margrete Stacey og Marion Price, (1981:5) benda á, að öfugt við kven- réttindakonur í byrjun aldarinnar (suffragettes) þá hafi feministar haft lítinn áhuga á stjórnmálum, lítinn áhuga á því að komast til valda í hin- unt opinbera heimi karlanna. Þær hafi eytt meiri tíma í að berjast fyrir breyttum aðstæðum fjölskyldunnar og kvenna t .d. með því að berjast fyr- ir fleiri dagvistarheimilum fyrir börn og fyrir sjálfsákvörðunarrétti kvenna til fóstureyðinga. Þetta hafi þær gert án þess að sækjast beinlínis eftir auknum pólitískum völdum í karla- heiminum (t.d. ekki sóst eftir því að fara á þing). Stacey og Price segja að kvennahreyfingin hafi þróast út frá hugsjónahreyfingunni upp úr 1960 og að sú hreyfing hafi hafnað gildis- mati kerfisins. Þær konur sem til- heyrðu þessari hugsjónahreyfingu, álitu að þeir sem tækju þátt í stjórn- málum væru að taka þátt í að við- halda kerfi sem kúgar. Þess vegna hafi þær alls ekki viljað taka þátt f eða eiga hlutdeild í því. Þær konur sem tóku þátt í pólitík voru taldar vera að semja við karla og við kerfið. Femin- istar, hins vegar, urðu að koma með eitthvað nýtt, nýja pólitík sem til- heyrði kvennaheiminum og hinu kvenlega (Stacey og Price, 1981: 174-175). Líklega hefur kvennabaráttan ver- ið á þessu stigi áður en konur á ís- landi ákváðu að bjóða fram til borg- arstjórnar árið 1982 og þar með að 25

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.