Vera


Vera - 01.07.1989, Blaðsíða 8

Vera - 01.07.1989, Blaðsíða 8
VERU hefur borist eftirfar- andi fréttatiikynning frá Samtökum um kvennaat- hvarf og Vinnuhópi gegn sifjaspelium. Vegna ummæla Boga Nils- sonar rannsóknarlögreglu- stjóra í þættinum Sifjaspell, best gleymda leyndarmál sam- félagsins, sem sýndur var í sjónvarpinu 23- maí, viijum við leggja fram nokkrar spurn- ingar sem við teljum mjög brýnt að RLR svari almenningi. 1. Hvers vegna harmar lög- reglustjóri það að konur fáist ekki til starfa hjá RLR á sama tíma og okkur er kunnugt um umsóknir í það minnsta tveggja lögreglukvenna sem sótt hafa umstarfa hjá RLR en hefur verið hafnað? 2. Rannsóknarlögreglu- stjóri segir að það vanti konur til starfa og undirstrikar nauð- syn þess að konur sinni kærum um kynferðisafbrot. Hvers vegna er þá eina starfandi rannsóknarlögreglukonan flutt úr kynferðisafbrotadeild yfir í þjófnaðardeild? Sú kona hefur starfað í þrettán ár hjá RI.R og hefur sérstaklega kynnt sér meðferð kynferðisafbrota- mála. 3. í framhaldi af þessu vilj- um við spyrja: Ætlar RLR að taka til endurskoðunar með- ferð kynferðisafbrotamála? Ef svo er með hvaða hætti verður sú endurskoðun? Eins og áðurnefndur sjón- varpsþáttur sýndi vel er með- ferð kynferðisafbrotamála á rannsóknar og dómstigum í algerum ólestri. Konur sem kæra kynferðisafltrot mæta þar skilningsleysi og eru oft með- höndlaðar sem brotamenn en ekki brotaþolar. Ástandið er nú svo slæmt að við sem í mörg ár höfðum að- stoðað konur við að kæra kyn- ferðisafbrot getum ekki við þessar aðstæður hvatt konur til að kæra. RANNSÓKNARLÖGREGLAN MJÖG Meðferö kynferöis- afbrotamála á rannsóknar- og dómstigum er í algerum ólestri. Þrátt fyrir linnulausa baráttu kvenna fyrir úr- bótum virðist lítið þokast í rétta átt. Nema síður sé, segja margir og vitna þá til þess að eina konan í rann- sóknarlögreglunni, sem starfaði að rannsókn þessara mála, hefur nú verið flutt til í starfi. í þeirri samantekt sem hér fer á eftir beinir VERA sjónum sínum sérstaklega að rannsóknar- lögreglunni, þeim viðhorfum sem þar ríkja innandyra og þeim breytingum sem nauðsynlegar eru, eigi konur að geta fundiö til þess öryggis sem þœr þurta svo mjög á að halda eftir að ráðist hefur verið að þeim með of- beldi og kvenímynd þeirra niðurlœgð. Guðrún Jónsdóttir, kennslustjóri í félagsráðgjöf við Háskóla íslands, er ein þeirra kvenna sem mikið hefur unnið með fórnarlömbum kynferðis- legs ofbeldis. Hún hefur m.a. starfaö í vinnuhóp gegn sifjaspellum og var um eins árs skeið í Bretlandi þar sem hún kynnti sér þau mál sérstaklega. Þar sem vinnuhópur gegn sifjaspell- um var einn þeirra hópa sem stóðu að fréttatilkynningunni, spurði VERA hana hvað hópurinn hefði út á með- ferð kynferðisafbrotamála á rann- sóknarstigi að setja? í fyrsta lagi þá er það algengt að konur og börn, sem kölluð eru til sem vitni í slíkum málum, séu meðhöndl- uð eins og sakborningar. Þeirra saga er toguð á alla enda og kanta og þeim er ekki trúað. Það hefur t.d. komið í ljós að það er ekki nóg að barn gefi ótvírætt til kynna, eða segi beinlínis, að það hafi orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Það er ekki tekið trúanlegt ef gerandinn neitar. Framburður barns- ins er ógildur jafnvel þó hann sé studdur af starfsmönnum barna- verndarnefndar. Það hefur jafnvel ekki dugað að fulltrúi frá rann- sóknarlögreglunni sé viðstaddur við- tal við börn hjá starfsmanni barnaverndarnefndar. Það samagild- ir urn konur sem kæra nauðgun. Ef kona hefur ekki vitni eða ber ekki stórfellda líkamlega áverka, þá er saga hennar tortryggð. Vegna þessarar tor- tryggni eru konur og börn yfirheyrð aftur og aftur. Ef ég er hins vegar rænd þá þarf ég ekki að mæta marg- sinnis í yfirheyrslu til að mér sé trú- að. Ég er ekki meöhöndluð sem sakborningur. mætir þeim sama viðhorfið. Það er gert lítið úr jteim. Ég get nefnt dæmi um konu sem kom beint eftir að nauðgun hafði átt sér stað niður á lögreglustöð. í yfirheyrslunni yfir henni var lögð mikil áhersla á hvort hún hefði sparkaö í mælaborð bílsins með vinstra eða hægra fæti, hvort hljóðfæri sem hún sá í aftursæti bíls- ins hefði veriö trompet eða saxófónn og hvort merki í afturrúðu bflsins hefði veriö kringlótt eða ferhyrnt. Auðvitað gat hún ekki gefið nákvæm- ar upplýsingar um hvert einstakt sntáatriði og að ætla henni það, ber vott um algjöran skilningsskort á jæirri hroðalegu upplifun sem konan fór í gegnum. En hvað meö sönnunarbyrðina? Þarf hún ekki að vera jafn rík í þessum málum sem öðrum? Stjnnunarbyrðin getur ekki verið sú sarna í þessum málum og t.d. í ráni eða öðrum ofbeldismáium. Eðli málanna er allt annað. Það er hins vegar ekki hægt að ásaka rann- sóknarlögreglumenn fyrir sönnunar- byrðina. Þeir skýla sér á bak við lögin og þess vegna þarf að breyta lögun- um. En ég er fyrst og fremst að tala um þá meðhöndlun sem konur fá hjá lögreglunni. Mæður barna eru t.d. tortryggðar í sifjaspellamálum og gengið út frá því að þær hljóti að hafa vitað um þaö sem fram fór, þæt séu að hilma yfir. Lögreglumenn vinna í þágu samfélags þar sem rfkir karlveldi og þeir eru með hugmynda- fræði þess. Það er eins og þeir telji jtað skyldu sína að ganga erinda karla fremur en kvenna. Getur þú nefnf einhver dœmi um þau viðhorf sem mœta konu sem kœrir nauögun? Hvort heldur sem konur kæra nauðg- un, sifjaspell eða oflieldi á heimili þá En gildir þá ekki það sama um meöferð þessara mála á dómsfigi? Jú, það eru margar síur á leið þessara mála og alls staðar eru það karlar sem 8

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.