Vera


Vera - 01.07.1989, Blaðsíða 20

Vera - 01.07.1989, Blaðsíða 20
* ÞETTA ER VERA birtir nú frásögn enn einnar hvunndagshetjunn- ar, sem er aö þessu sinni Sigrún Huld Þorgrímsdóttir hjúkrunarfrœöingur. Sigrún Huld rifjar upp ótrúlega breytilega tíma á tiltölulega stuttri œvi. Foreldrar Sigrúnar Huldar eru mektarhjónin Jakobína Sigurö- ardóttir og Þorgrímur Starri Björgvinsson (Starri í Garði) en þau hjón er óþarti að kynna. Sigrún Huld rifjar upp bernskuna í Mývatnssveit og þau frumstœðu skilyrði sem hún ólst upp við þegar hún fyrst man eftir sér. Hún rifjar upp gelgjuskeiðið og unglingsárin og tekur fyrir þá togstreitu sem margar stúlkur lenda í þegar þœr þurfa að taka ákvörðun um að „verða eitthvað” eða „fá bara að vera heimsk og sœt Ijóska”. Sigrún segir frá námsárum og hippalífi sínu í Reykja- vík, pólitískum viðhorfum sínum sem mótuðust snemma, því eins og hún segir sjálf, þá var hún „alin upp við það að vera mikill herstöðvaandstœðingur og það var það veganesti sem ég fór með út í lífið.” Sigrún rifjar upp reynslu sína af starfi í róttœkri vinstri grúppu og að lokum fjallar hún um hvunndagsbarátt- una sem fylgir því að eignast mann, fjögur börn og íbúð, auk þess að fara aftur í skóla. Staða kjarnafjöl- skyldunnar og aðbúnaður hennar í íslensku þjóðfélagi er henni ofarlega í huga. Sigrún er nú nýlega fráskilin og hún stendur því á tímamótum og býr sig undir að taka á móti því sem koma skal með biti á jaxl og brosi á vör. En hér er hennar líf. Sigrún Huld meö yngsta barninu Hallgerði. Ljósmynd: Anna Fjóla Gísladóttir Ég fæddist vorið 1952 í Garði í Mývatnssveit. Foreldrar mínir eru Þorgrímur Starri Björgvinsson og Jakobína Sigurðardóttir. Ég er næst elst af fjórum systkinum. Garður var upphaflega einbýli. Langafi bjó þar einn en synir hans tveir, afi og bróðir hans, skiptu með sér jörðinni. Bróðir afa var eldri og hann byggði sér bæ í túninu. Afi bjó fyrst í gamla bænum en svo byggði hann nýtt steinhús árið 1939. Afi og amma voru bæði á lífi þegar ég fæddist, en amma dó þegar ég var 7 ára og afi eftir að ég fluttist að heiman. Mamma var 32 ára þegar hún kom í Garð og fór að búa þar með pabba. Fljótlega fæddist eldri systir mín og svo átti hún mig tveimur árum seinna. Það voru mikil vonbrigði þegar ég fæddist því það var von á strák. Systir mín fylltist skelfingu þegar hún sá mig og sagði: „Það er ekkert tippi á honum bróður mínum.” Á þessum tíma bjuggu pabbi og mamma í einu herbergi í kjallaranum. Þetta var frekar stórt herbergi en tals- vert niðurgrafið og lýst upp með olíulömpum. Síðan fæddust yngri systkini mín tvö með stuttu millibili og þá vorum við orðin sex sem sváf- um í þessu eina herbergi sem var bæði kalt og loftlaust. Það þurfti að fara yfir bert steingólfið til þess að fara á klósettið, svo við vorum nátt- úrlega með koppa hjá okkur á nótt- unni. Við systurnar vorum sífellt með kvef og aðrar pestar og við litum á það sem hluta af tilverunni. Þó ég sé ekki nema 37 ára í dag þá hef ég uppgötvað það þegar ég tala við jafnaldra mína, hvað ég get borið saman ótrúlega gamla tíma og hvað mikið hefur breyst á þessum árum. Ég er alin upp við rafmagnsleysi því raf- magn kom ekki heim fyrr en ég var 10 ára. Ég man eftir að hestar voru notaðir við heyskapinn en þó hafði pabbi aðgang að traktor því þá var búið að stofna ræktunarfélag í sveitinni. Mjólkin var öll unnin heima þegar ég man fyrst eftir mér, ég hjálpaði oft til við skilvinduna og strokkinn. Ég man meira að segja eftir 20

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.