Vera


Vera - 01.07.1989, Blaðsíða 33

Vera - 01.07.1989, Blaðsíða 33
RANGTULKANIR BLAÐANNA Það hafa eflaust margir rekiö upp stór augu þegar þeir heyrðu það í útvarpinu eöa lásu það í dagblöðunum að Kvennalistinn hefði greitt atkvœði gegn því á þingi, að lánsréttur þeirra sem eiga 180 fermetra skuldlausa eign yrði takmarkaður hjá Húsnœðisstofnun. Timinn, Þjóð- viljinn og Alþýðublaðið birtu frétt þessa efnis og Alþýðublaðið gerði málið að sérstöku umtalsefni í leiðara. Þessar fréttir áttu við engin rök að styðjast, en þó þingkonur Kvennalistans sýndu fram á það sá ekkert blaö nema Tíminn ástœðu til að biðjast afsökunar á fréttamennsku sinni. En í hverju var rangtúlkun blaðanna fólgin? VERA spurði Kristínu Einarsdóttur, þingkonu Kvennalistans, þessarar spurningar. — Mcð húsbréfafrumvarpinu s.k. var ekki verið að semja ný lög um Húsnæðisstofnun heldur leggja til breytingar á fyrirliggjandi lögum. Eingrein núgildandi laga kveður á um að heimilt sé að skerða lán til þeirra sem eiga fullnægjandi íbúðarhúsnæði skuldlítið og stærra en 180 fermetra. Hún kom inn í lögin í desember 1987 og þá studdum við hana og töldum meira að segja að heimildin mætti vera víðtækari. Markið væri svo hátt að þetta væri haldlítið ákvæði. Þessi lagagrein varsent sagt endurprentuð í húsbréfafrumvarpinu með einni viðbótarsetningu sem að mati Hús- næðisstofnunar hefði engu breytt um fjárhag stofnunarinnar. Og þar sem við sáuni ekki ástæðu til að gera þarflausar breytingar greiddum við atkvæði gegn þessari grein frumvarpsins. Það breytir þó ekki því að nú- gildandi Iög standa auðvitað með sfnum skerðingarákvæðum. Þetta skildu ákveðnir blaðamenn einfaldlega ekki og þeim er kannski vorkunn því ntargir þingmenn virt- ust jafnvel halda að með þessari afgreiðslu málsins félli fyrrnefnd lagagrein út úr lögun- um. En þið greidduð líka atkvœöi gegn því aö réttur einhleypinga til lána yrði tak- markaður trá því sem nú er. Hver voru rökin tyrir því? — Skerðing á lánsrétti þeirra hefði haft í för með sér ákveðinn sparnað fyrir Húsnæðis- stofnun en við sjáum ekkert réttlæti í slíkum aðgerðum. Ef taka á fjölskyldustærð inn í lög- in — sem vel getur veriö rétt að gera — þá þart að stíga skrefið til fulls en láta ekki einhleyp- inga gjalda stöðu sinnar. Það eru til aðrar og betri ieiðir til að takmarka lánsrétt hjá Hús- næðisstofnun. Það er mjög mikil lánsþörf hjá einhleypingum og oft er þarna um konur að ræða sem eru tekjulágar ef miðað er við hjón. Það var mjög meðvituð ákvörðun hjá okkur að greiða atkvæði gegn þessari takmörkun en á þennan þátt atkvæðagreiðslunnar hefur enginn minnst í fjölmiðlum. Fyrrnefndar fréttir í dagblöðunum eru mjög vondarfyrir Kvennalistann. Hvaða skýringu sérð þú á þessari blaða- mennsku? — Við höfum oft spurt blaðamennina að því, þegar þeir fara rangt með afstöðu Kvennalistans, hvernig á því standi að þeir leiti ekki eftir okkar hlið á málunum en fengið lítil svör. Þeir halda alltaf að j^eir viti svo ntiklu betur. Þá jayrstir í fréttir og jtetta var náttúrulega miklu betri ,,frétt“ þó hún væri röng heldur en ef við hefðum komist að með okkar hlið á málinu. Það er verst nteð svona fréttamennsku að jiað er svo erfitt að leiðrétta hana eftirá. Þetta er eins og með fiður í kodda, það er auðvelt að hrista jaað úr en erf- iðara að safna því saman aftur. -isg. SJÚKRALIÐAFRUMVARPIÐ SAMÞYKKT Hiö umdeilda frumvarp um breytingu á lög- um um sjúkraliða var samjaykkt á Aljaingi þann 19.maí sl., með nokkrum breytingum. Eins og fram kom í síðustu Veru fól frum- varpið í sér breytingu á 5 grein laga um sjúkraliða. Lagt var til að sjúkraliðar mundu sjálfir bera ábyrgð á störfum sínum en ekki starfa á ábyrgð hjúkrunarfræðinga, auk þess sem um var að ræða rýmkun á starfsvettvangi sjúkraliða. Hvorki sjúkralið- ar né hjúkrunarfræðingar voru sáttir við meðferð frumvarpsins og mótmæltu því með formlegum hætti. Töluverð umræða varð í heilbrigðisnefnd- unt beggja þingdeilda urn frumvarpið og kontu fram breytingartillögur í báðum deildum. Upphaflega tillagan um 5 greinina hljóðaði svo: ,,5 gr. orðist svo: Sjúkraliði starfar á hjúkrunarsviði og vinnur undir stjórn jtess hjúkrunarfræðings sem fer með stjórn viðkomandi stofnunar, deildar eða hjúkrunareiningar og ber ábyrgð á störfum sínum gagnvart honurn. Sé ekki starfandi hjúkrunarfræðingur á viðkomandi stofnun, deild eða sviði, getur ráðuneytið heimilað, að sjúkraliði beri ábyrgð á störfum sínum gagnvart þeim sérfræöingi sem fer með yfirstjórn viðkomandi stofnunar, deildar eða sviðs. Ráðherra ákveður í reglugerð um nám sjúkraliða og starfsemi Sjúkraliðaskóla íslands.” Nokkrar breytingar voru samþykktar á greininni og varð niðurstaðan eftirfarandi: ,,5 gr. orðist svo: Sjúkraliði starfar á hjúkrunarsviði og vinnur undir stjórn þess hjúkrunarfræðings sem fer með stjórn við- komandi stofnunar, deildar eða hjúkr- unareiningar og ber ábyrgð á störfum sínum gagnvart honum. Þar sem hjúkrunar- fræðingur hefur ekki fengist til starfa að undangenginni auglýsingu getur sjúkraliði borið ábyrgð á störfum sínum, gagnvart þeim sérfræðingi sem hlotið hefur viður- kenningu heilbrigðisráðuneytisins. Þó skal slík skipan háð samjaykki heilbrigðis- og tryggingaráðuneytisins og ekki standa leng- ur en eitt ár í senn og er j)á skylt að auglýsa á ný eftir hjúkrunarfræðingi. Komi upp ágreiningur um ráðningu sjúkraliða sam- kvæmt 2.mgr. skal ráðuneytið skera úr um þann ágreining. Ráðherra ákveður í reglu- gerð um nám sjúkraliða og starfsemi Sjúkraliðaskóla fslands.” Innan gæsalappa er sú breyting sem varð á greininni í meðferð þingsins og felur það í sér að ef ekki er hjúkrunarfræðingur til staðar þá getur sjúkraliði borið ábyrgð gagnvart þeirn sérfræðingi sem hlotiö hefur viðurkenningu heilbrigðisráðuneytisins. Þar að auki skal ráðuneytið samþykkja slfka skipan í hvert sinn og ekki lengur en til eins árs í senn, jtá ber að auglýsa á ný eftir hjúkrunarfræðingi til viðkomandi stofn- unar. Að sögn rnunu hvorki hjúkrunar- fræðingar né sjúkraliðar vera fullkomlega sáttar við 5. greinina eins og hún var sam- þykkt. En þar sent samþykkt var endur- skoðunarákvæði um lög um sjúkraliöa töldu þær sig geta unað við þessi málalok að sinni. Endurskoðun laganna á að ljúka fyrir l.janúar 1992 og nú hafa þessar tvær kvennastéttir tækifæri til að nýta næstu tvö ár til þess og við skulum vona að þeim takist að eiga góða samvinnu í þvf starfi. 33

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.