Vera


Vera - 01.07.1989, Blaðsíða 3

Vera - 01.07.1989, Blaðsíða 3
m SKULDA- SKOKKARAB Undanfarnar vikur hef ég verið í verkfalli ásamt félögum mínum í HÍK og fleirum. Öll él birtir upp um síðir, verkföllum lýkur á endanum og svo var um þetta. Þetta var ekki eingöngu barátta um krónur og aura, heldur og barátta gegn fordómum og að lokum barátta við að halda mannlegri reisn í darraðardans- inum. Á sex vikum hef ég lært eins mikið um mannlegt eðli og á mörgum árum við eðlilegar aðstæður. í verkfallshópnum hef ég séð marga gamla félaga frá skólaár- unum. Fólk sem fór í langskólanám í stað þess að demba sér beint út í húsnæðiskaup og fjárfestingar. Og við sitjum líka laglega í súpunni — skuldasúpunni, sem aldrei sér til botns í. Á dögunum heyröi ég í sjónvarpi orðið skuldaskokk — að vera á skuldaskokki. Skuldaskokkarar eru væntanlega þeir sem skokka á undan lánadrottnum sínum og þeir eru ófáir í dag. Raunar sýnist mér það ekki vera skokk heldur æðisgengið hlaup með lánadrottnana eins og varga á hælunum. Ég tek þátt í þess- um hlaupum og út undan mér sé ég marga af minni kynslóð í sama kapphlaupinu. Öðru hvoru náum við að fleygja einhverju aftur fyrir okkur, það tefur vargana um stund, en von bráðar eru þeir komnir á hæla okkar aftur og farnir að glefsa. Sumir komast undan en aðrir verða vörgunum að bráö. En hvar eru þeir sem eiga að gæta hagsmuna hinna vesælu flóttamanna, gæta þess að vargarnir éti þá ekki með húð og hári? Þeir snúa sér gjarnan undan og vilja ekki sjá hvaö er að gerast, enda er það auðveldast. Það er auðvitað að þeir sem eiga inni- stæðurnar verða að fá ríflegar rentur á sitt fé. Það verður að á- vaxta vel miljarða hermangsfyrirtækjanna og fjármuni þeirra sem stundað hafa auðsöfnun hérlendis undanfarin ár og áratugi. Einn- ig má beina sjónum að stórhýsum verslunarinnar og bönkunum sem endalaust byggja hallir fyrir ,,eigið fé”. Mál númer tvö. Uppblástur og landeyðing eru orð sem virð- ast komin í tísku hjá mörgum og er það vel. Ekki veitir af eins og komið er fyrir fjallkonunni. En ég er í hópi þeirra sem tel lausn vandans ekki fólgna í því að leggja byggðir í auðn og af- leggja landbúnað á íslandi eins og helst má heyra á öfgasinnuðum landverndarmönnum. Bændur í sveitum landsins hafa í nógu að snúast þó að þeir þurfi ekki sífellt að verja hendur sínar og rétt- læta tilvist stéttar sinnar. Nú er mál að linni ofsóknum á hendur bændum. Ég bið ykk- ur, landverndarfólk, hættið að eyða tíma og kröftum í að bann- syngja bændur og leita að sökudólgum. Svo gæti farið að þið fynduð bara drauga. Snúið ykkur að því aö móta skynsamlegar og réttlátar áætlanir um uppgræðslu og landvernd í samvinnu við fólkið sem byggir þetta land. Áætlanir sem rúma allar stéttir þjóðfélagsins. Anna Dóra Antonsdóttir. GÍFURLEGUR AÐSTÖÐUMUNUR 4 Rætt við Margréti Theodórsdóttur og Guðríði Guðjónsdóttur, fyrr- verandi landsliðskonur í hand- bolta SEXFALDUR MUNUR Á FJÁRFRAMLÖGUM 7 Um skiptingu fjár innan Hand- knattleikssambandsins RANNSÖKNARLÖGREGLAN MJÖG ÖFLUG SÍA 8 Rætt við Guðrúnu Jónsdóttur um starfsaðferðir lögreglunnar í kyn- ferðisafbrotamálum ÞESSIR HÓPAR HAFA RANGAR HUGMYNDIR UM OKKAR STÖRF 10 Rætt við Boga Nilsson, rannsókn- arlögreglustjóra ÞETTA ER Min LÍF 20 Sigrún Huld Þorgrímsdóttir veltir vöngum yfir lífi sínu Þ>CR BJARGA BJÖRGUNAR- SVEITUNUM 28 Vera kynnir Þórkötlu VIDHORF RANNSÓKNARLÖG- REGLUNNAR ÖSANNGJÖRN 12 Dóra Hlín Ingólfsdóttir, rann- sóknarlögreglukona lýsir því hvers vegna hún var flutt til í starfi NÝ SKÝRSLA UM NAUÐGUNAR- MÁL 14 BÓKRÚN FIMM ÁRA 16 TVEIR HEIMAR 25 Bergljót Baldursdóttir skrifar um konur og völd AF TORGSÖLUKONUM Á HELSINGJAEYRI 30 Valgerður Bjarnadóttir segir frá fyrstu norrænu ráðstefnunni um konur og rekstur fyrirtækja RANGTÚLKANIR BLAÐANNA 33 Um húsbréfafrumvarpið FRUMVARP UM EIGNASKATT 34 Rætt við Kristínu Halldórsdóttur STUTTAR FRÉTTIR FRÁ ÞINGINU 35 ÚR LISTALÍFINU 38 3

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.