Vera - 01.10.1996, Page 6
thafnakonan
12 ára, þá rak ég mitt eigið fyrirtæki og gat
stjórnað því hvernig ég vann og átti líka góða
að þannig að þetta var aldrei vandamál."
Mæður og dætur
Árið 1989 dró Bryndís sig að mestu út úr
daglegum rekstri verslunarinnar en þá tók
hún við starfi umboðsmanns tryggingafé-
lagsins Sjóvár-Almennra.
„Kristfn, dóttir mín, hefur séð um inn-
kaup og daglegan rekstur verslunarinnar en
hún er núna í barneignarfrii þannig að ég tók
við rekstrinum á meðan. Ég rek skrifstofu
Sjóvár-Almennra í eigin nafni og sé um allt
sem viðkemur tryggingum þeirra hér á
þessu svæði. Fram undir þetta hef ég einnig
verið með umboð fyrir ferðaskrifstofur, svo
er ég einnig með umboð fyrir tryggingafélag-
ið Ábyrgð og líftryggingafélagið Samlíf."
Hvemig ertu menntuð?
„Ég er gagnfræðingur en átti eldri dóttur mína
ung þannig að það varð ekkert úr frekara námi."
Heldur þú að hún hafi valið við-
skiptafræðina vegna áhrifa frá þér?
„Já, ég held að mæður beini oft dætrum sínum
á þá braut sem þær langaði að fara sjálfar."
Forseti bæjarstjórnar
Bryndís sat í bæjarstjórn fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn í tvö kjörtímabil, frá 1986-1994.
„Ég dreif mig í prófkjör fyrir bæjarstjórnar-
kosningarnar árið 1986 og varð í öðru sæti.
Eftir það kjörtímaþil tók ég aftur þátt í próf-
kjöri og varð þá í fyrsta sæti. Ég leiddi svo
Sjálfstæðisflokkinn í kosningunum árið
1990 og við unnum mesta sigur sem við
höfum nokkurn tíma unnið hér á Selfossi. í
síðustu kosningum hvarf ég svo af þessum
vettvangi enda nóg annað að gera."
Hefur þú hug á meiri stjómmálaþátttQku?
„Ég hef ekki leitt hugann að þvl. Mér fannst
þetta afskaþlega skemmtilegur vettvangur.
Ég held að bæjarstjórnarpólitíkin sé
skemmtilegri en landsmálapólitíkin því ná-
lægðin er svo mikil. Ég þekki allar aðstæð-
ur svo vel hérna og það var gaman að takast
á við þetta í ört vaxandi bæjarfélagi. Þetta
var skemmtilegur og gefandi tlmi."
Hver eru áhugamál þín?
„Ég hef voða gaman af að stússa í hestum
ogyngri dóttir mín er með mérí því. Svo hef
éggaman af aðferðast, bæði innanlands og
utan. Áhugi minn á ferðalögum vaknaði
mjög snemma og það var kannski það sem
leiddi mig út í verslunarrekstur að ég gat
ferðast."
Eg er tæplega tvítug stelpa úr Reykjavík. Eg
sem ennþá er hrein mey, í núttma samfélagi
þar sem ætlast er til þess að fólk lifi kynlífi,
er búin að fá nóg. Næstum allar bíómyndir
og auglýsingar höfða til kynhneigðar fólks.
Ég var alin upp við það viðhorf að kynlíf sé
eitthvað fallegt sem Guð hefur gefiö okkur
til að njóta með einhverjum sem við eiskum.
Er það viðhorf ástæðan fyrir því að ég hef
ekki ennþá sofið hjá, ég hef einfaldlega ekki
hitt neinn strák sem ég hef haft áhuga á að
sofa hjá, eða er það kannski eitthvað ann-
að? Ég átti líka vinkonu þegar ég var 16 ára
sem svaf hjá öllum sem buðu sig fram. Hún
hafði ekkert sérlega gott orð á sér sem smit-
aðist yfir á okkur hinar, það gerði mig enn
staðfastari á mínu, ég vildi ekki vera eins og
hún þótt allir héidu það. Viðbrögð fólks við
þessu „vandamáli" eru mjög mismunandi.
Sumir dást að því að geta beðið svona, aðr-
ir segja að ég viti ekki hverju ég sé að missa
af, enn aörir tala um innilokaða kynorku
sem eigi eftir að brjótast út einhvern tímann
meö svaka sprengingu. En það er eitt sem
allar vinkonur mínar segja, að fyrsta skiptið
hafi verið ömuriegt hjá þeim, hvort sem það
hafi verið gert með einhverjum sem þær
bera sterkar tilfinningar til eða ekki.
Meyjarhaftiö er eitthvað sem enginn vill
hafa í vestrænu samfélagi, maður verður
einhvernveginn útundan og finnst maður
vera öðruvísi. Sumum finnst þeir kannski
sérstakir en öðrum finnst þeir vera hallæris-
legir og eftirá. Á meðan gildið „burt með
meydóminn fyrir 16" gildir hjá okkur eru til
burt með meydóminn!
heilu þjóðirnar þar sem konur verða að vera
hreinar meyjar á brúðkaupsnóttina til að
verða ekki útskúfað úr samfélaginu. Þar eru
til læknar sem græða morðfjár á því að búa
til ný meyjarhöft!
Núna þegar ég er orðin þetta gömul I
opnu samfélagi þar sem allirtala um allt án
þess að biygðast sín verður maður hálf út-
undan þegar vinkonurnar tala um tippa
stærðir og hvernig þessi og hinn er í rúminu.
Ég sagði áðan að ástæðan fyrir skýrlífi mínu
hafi veriö í uppeidinu, kannski er það ekki
lengur það sem situr I mér - kannski er það
hræðsla. Að þora ekki að láta reyna á þetta
vegna þess að ég kann ekki, því æfingin
skapar meistarann. Spurningar koma líka
upp stundum eins og: er eitthvað að leginu
mínu, er ég eitthvað afbrigöiieg er það þess
vegna sem ég hef aldrei viljað sofa hjá o.s.frv.
Stundum hugsa ég og hlæ innra með
mér þegar ég sé bróður minn 14 ára og vini
hans með sogbletti á hálsinum leiðandi ein-
hverja stelpu, að þau lifa betra kynlífi en ég
þessa stundina, því ég hef ekki þorað að
vera með strák á föstu í svolítinn tíma vegna
þess að ég veit að hann kemur til með að
ætlast til þess að ég sofi hjá honum.
Kannski er bara tími tii kominn aö stinga
smokk í vasann, fara út á lífið, finna ein-
hvern tilkippilegan og komast að því hvort
ég sé að missa af einhverju.
Snepla
VERA þakkarSneplu þetta athygliverða Préf.
Gaman værí að fá állt fleirí lesenda á þessu máll.
Ritnefhdin
Hefur þú fundiö fyrir því aö þaö sé
erfitt aö vera kona í atvinnurekstri?
„Nei, þvert á móti. Ég hef alltaf haft skilning
viðskiptabanka míns á því sem ég er að
gera og sem betur fer alltaf getaö staðið við
skuldbindingar mínar. Ég held að það sé for-
sendan en ekki að maður sé kona. Ég hef
aldrei oröið vör við það, hvorki T viðskipta-
samningum erlendis né hér heima, að það
hafi verið mér fjötur um fót.“
Hvaö finnst þér um þær hugmyndir aö
stofna sérstakan hanka fyrir konur?
„Ég er þeirrar skoðunar að það sé algjör
óþarfi. Ef konur geta ekki farið til banka-
stjóra, þótt hann sé karl, þá hafi þær ekkert
út í samkeppni að gera því það þarf að vera
með bein í nefinu til að reka fyrirtæki. Sam-
keppnin er alltaf að aukast með betri sam-
göngum og verslunarferðum. Maður þarf að
hafa heilmikið fyrir því að láta enda ná sam-
an í verslunarrekstri."
Ertu alltaf í vinnunni?
„Já, mér finnst maður þurfa að vera sjálfur
með púlsinn á þessu. Ég er ekki svona utan-
aðkomandi forstjóri sem kíkir við. Égferyfir-
leitt heim klukkan fimm en kem svo frekar
aftur ef eitthvað þarf aö gera."
Eyrun Ingadóttir