Vera - 01.10.1996, Qupperneq 10
andar s ðriö
Lára Magnúsardóttir skrifar frá Genf
bítlamir og femmisminn
Þegar ég kom til Islands eftir tveggja ára veru í
Genf og hitti vinkonur mínar, sem voru sumar
líka í fríi frá útlöndum, hafði ein þaö á orði að við
værum komnar á þann aldur aö það fýrsta sem
við geröum þegar við hittumst, væri að gá hvort
hinar væru ekki örugglega komnar meðjafnmikt
ar hrukkur og við sjálfar. Ég verð aö játa að ég
kannaðist aðeins við hvað hún var að meina.
Það hlýtur að vera í iagi að segja það hér fyrst
Ragnhildur Vigfúsdóttir leyfði sér að vera með
hárlosunardálk í Veru.
Við vorum mishrukkóttar, vinkonurnar, og
mismiður okkar yfir því að verða bráðum miö-
aldra. Ég verð þó að segja að mér batnaði heil-
mikið þessi komplex við að koma heim. Ég hef
nefnilega á tilfinningunni að hér í Genf sé kona
nánast búið spil daginn sem hún verður 28. Bær-
inn er fullur af kornungum konum úti að borða
með gömlum körlum, til þess aö gera. Þeir eru
að minnsta kosti gamlir miðað við þær. Mér er
ekki kunnugt um það hvort þessi sambönd eigi
almennt framtíðina fyrir sér, en fylgifiskur þessa,
fyrir hinn almenna áhorfanda, er að sjaldan sér
maður jafnmörg pör þar sem konan er hávaxnari
en karlinn. Það að ungu karlarnir virðast líka hafa
eingöngu áhuga á ungu konunum minnir mann Ifka
á það aö þótt allt sé gott um það að sega að vera
sæt og hafa sexappíl, þá borgar sig aö hafa eitthvað
að vera við í lífinu. Til mögru áranna.
Annars var ég að lesa um það f einhverju
druslublaðinu um daginn að Bretar gætu ekki
sætt sig við það að Karl prins tæki Camillu
gömlu fram yfir Dfönu, sem er talin
súperskvísa af einhverjum spesíalist-
um. Hún á þó ekki svo mörg ár eftir
enn f þeim bransa, því árin færast yfir
hana eins og aðra. Að minnsta kosti
man ég að hún var einu sinni 19 ára,
en er nú komin vel yfir þritugt. Annars
hefur mér alltaf þótt það svolítið sætt hvað
Karl og Camilla halda vel saman, þótt málið sé
ósköp trist frá mörgum sjónarhomum.
Annarfrægurmaðurféll fyrireldri konu, meira
að segja sér eldri. Það var John Lennon. Ég var
(frekar á eftir áætlun) að horfa á sjónvarpsþætti
um Bítlana nýverið. Paul sagði í þessum þætti að
hann væri voðalega feginn að Bítlarnir skyldu
aldrei hafa hvatt til neinnar bölvaðrar vitleysu f
lögunum sínum og George fullyrti að það hafi
ekki verið þeir, heldur heimurinn sjálfur sem var
á mörkum sturlunar. Sennilega er þetta alveg
rétt hjá þeim.
Mér datt í hug að íhuga léttilega hvernig Bítl-
arnir stæðust femíníska skoðun, þar sem þeir
hafa að mörgu verið taldir áhrífamiklir fulltrúar
sinnar kynslóðar. Þeir sungu mikiö um róman-
tíska ást og náungakærleik og ég minnist þess
ekki f fljótu bragði að þeir hafi nokkurn tfmann
sagt neitt sem fer í taugarnar á mér um konur.
En ég man hvað mér fannst ótrúlegt að John
skyldi falla fyrir svona gamalli konu.
Sennilega hefur samband þeirra Yoko verið
það sem hefur verið á mestum jafnrétt-
isgrunni af öllum frægum hjóna-
böndum á þeim tíma sem ég var að
alast upp. (Ég var ekkert mikið inni
f Sartre og Simone, en einhvern
veginn hef ég aldrei verið sann-
færð um ágæti þess hvort eð er).
John og Yoko voru hvort í sínu, en vildu
þó vera saman og tókst að sameina áhugamál
sín og vinnu. Það var Ifka ekkert smáræði sem
það fór í taugarnar á heiminum að hún skyldi
alltaf vera að troöast með honum út um allt.
John reyndi ekki að halda henni leyndri, eins og
virðist hafa verið ætlast til af honum meö fyrri
konuna, eftir því sem kom fram í sjónvarpsþættirv
um sem ég sá. Þrátt fyrir allt er ekki ólíklegt að allt
þetta hafi orðið Paul og Lindu fyrirmynd þegar þau
tóku saman og hafa staðið saman eins og klettur
síðan.
Það er mikilvægt að ég skuli muna eftir
Paul, því Karl má ekki giftast Camillu eins og
sakir standa og John varð ekki langlífur, eins
og menn vita. Niðurstaðan má ekki verða sú
að fræg fyrirmyndarsambönd jafnaldra hljóti
jafnan að enda illa. Mottóið eröllu heldur: Auð-
vitað er ágætt að verða miðaldra og þaðan af
eldri ef maður hefur eitthvað við að vera og get-
ur notað aðstæðurnar sér í hag.
ísland í tölum
Hagtölur mánaðarins hafa að geyma ítarlegar tölfræði-
upplýsingar um íslenska hagkerfið.
Reglulega birtast upplýsingar
.M
8.288
V
204
951
1.654 2.8!
um m.a.: • Peningamál
• Greiðslujöfnuð
• Ríkisfjármál
• Utanríkisviðskipti
• Framleiðslu
• Fjárfestingu
• Atvinnutekjur
Einnig eru birtar yfirlitsgreinar ^007 ,d 594
um efnahagsmálin í Hagtölum mánaðarins.
Túlkið tölurnar sjálf. Pantið
áskrift að Hagtölum mánaðarins.
Askriftarsíminn er 569 9600.
978
1981
5.910 o
U
:23
1.212
3.324
í. *T.
.100 5.0
372
>.728
409
3.312
1
457 681
301 1 716
1.000 11.909
887 1 082
340 385
f
834
1.154
1.425
1.098
jo.Ou
4.34b
44
901
957
1.430
1.014
1
5s.-
410
73U
738
805
31.899 16.888 18.969
9.015 13.265 0>
437 17.879 19.020
1.059 1 -602
3.754 5.0:
4.753 5J
.376 2.j
25
927
124
1.334
síjíi>
SEÐLABANKI
ÍSLANDS
KALKOFNSVEGI1, 150 REYKJAVIK, SIMI 569 9600
386 200
5.198 6.ÍU-
1.037 996