Vera - 01.10.1996, Page 11

Vera - 01.10.1996, Page 11
* -íM ( Þetta er hljómsveitin Kolrassa krókriðandi. Hún var upphaflega stofnuð sem hreinræktuð kvennahljómsveit og vann Músíktilraunir í Tónabæ á sínum tíma. Nú leikur trommarinn Karl Ágúst Guömundsson með þeim Elízu M. Geirsdóttur söngkonu og fiðluleikara, Ester Ásgeirsdóttur bassaleikara, Önnu Margréti Hraundal gítarleikara og Sigrúnu Eiríksdóttur sem einnig leikur á gítar. Þannig að þetta er meira og minna algjör kvennagrúppa. ( Kolrassa var að gefa út sína þriðju plötu. Hún heitir Köld eru kvennaráð - flott, sterkt nafn sem á vel við þvt þau hafa reynt að halda sig við gömul íslensk orð. Kolrassa gerði víðreist í sumar og spilaði í Frakklandi, Danmörku, Finnlandi og Bandarikjunum og gekk mjög vel. Nú er hún komin heim og ætlar að spila fyrir okkur T vetur en næsta sumar stefnir hún á England og ætlar að fylgja eftir lagi sem kemu út á safnplötu þar. Gangi henni allt í haginn! Q Hugrún Hjaltadóttír ^ skyndmyndin

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.