Vera


Vera - 01.10.1996, Blaðsíða 13

Vera - 01.10.1996, Blaðsíða 13
Ymislegt bendir til þess að karlar leggi nú meiri áherslu á fjölskylduna og minni á atvinnuna. Lftil merki sjást þó um aukna þátttöku þeirra á heimil- inu og um jafhari stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Því miður er lítið vitað um óskir íslenskra karla hvað þetta snertir. Breytingar á hugarfari og hegðun karla erlendis eru athyglisverðar og hræringum meðal nútímafeðra er lýst sem „varkárri aðlögun að breyttri vinnumarkaðsstefnu og á andrúmslofti milli kynjanna". Varkámin er m.a. skýrð með því að nú- tímafólk leggi almennt aukna rækt viö persónuleg tengsl. Sú krafa breyti, í stuttu máli sagt, sjálfsmynd karla og ógni henni jafnvel, þar sem slík hegðun gangi svo mjög á snið viö hefðbundin karlhlutverk. Karlanefndin umrædda er trúlega íslenskt af- sprengi af sama toga. En fleira hlýtur að koma tíl en sálrænar þrengingar. Skoðum því seinni spumingu láta illa af því að karlar öðlist rétt umfram þá umönnunarábyrgð sem þeir sinna. Ef til vill ætti að fella alfarið niður regluna um forsjárrétt for- eldra en láta skylduna standa eftir. Eingöngu ætti að halda fram rétti barnsins og hins vegar ábyrgð foreldranna frá fæðingu barnsins til sjálf- ræðisaldurs eins og gert var í breskum lögum 1991. Vandinn er bara sá að samvinna foreldra um forsjá barna eftir skilnað virðist varhuga- verð. Of mörg vandræði skapast við deilur for- eldra, sem sameiginleg forsjá leysir ekki. Þessi skipan hefur oft hrapallegar afleiðingar í fjöl- skyldum þar sem karlinn beitir ofbeldi. Þar þarf öryggi kvenna og barna að sitja í fyrirrúmi. Slæm reynsla er af því að þeir sem miðla mál- um milli foreldra þrýsti á konur að semja um sam- eiginlega forsjá. Ekki virðist samband milli forsjár- hugmyndafræði og framkvæmdar. Bótarétturinn var innleiddur í nafhi jafhstöðu en bætumar bein- tengdar tekjumissi. Það borgar sig betur að konur sinni bömunum og kerfið vinnur gegn ætlun sinni. Margt fleira hefúr áhrif, t. d. nýta karlar á atvinnu- leysissvæðum frekar rétt sinn en annars staðar. Áhugi og möguleikartil orlofsins viröist bund- inn starfstétt karla. í hefðbundnum karlagrein- um, t.d. málmiðnaði, hindrar mórallinn á vinnu- stað oft að feður taki fæðingarorlof, en það þykir sjálfsagðara meðal menntamanna. Þá er umtalsverður munur á daglegu lífi eftir fjöl- skyldugerðum, á atvinnuþátttöku, frítíma, verkaskiptingu á heimili, tengslum við ná- komna, nágranna og þátttöku í félagsstörfum. Atvinnustaða karlsins hefur mikil áhrif á ólíka tii- högun daglegs lífs í nútfmafjölskyldum og virð- ist hún raunar skipta einna mestu. Verka- skipting heima og önnur dagleg tilhögun er t. d. hefðbundnust meðal verka- og iðnað- armanna. Meðal sjálfstæðra atvinnurek- <fjölskyldupolitískar jafnréttisaðgerðir duga skammt VERU um hvert eigi að vera aðal jafhréttismálið. Hugmyndin að karlanefnd á ámóta mikinn rétt á sér og aðrar opinberar jafnréttisaðgerðir. Slíkt starf er að sjálfsögðu allt háð ríkjandi stjórnmálastefnu. Þannig er það svipað í eðli sínu, hvort sem það beinist að körlum, konum, stelpum eöa strákum. í opinberujafnréttisstarfi er orsök kynjamisréttis yfirleitt talin iiggja í mis- muni á stöðu og aðstöðu kynjanna. Reynt er að jafna máiin með leiðréttingum á skavönkum kerfisins. íslensk stjórnmálaöfl hafa stundum gripið á lofti hræringar og knýjandi aðstæður á vinnumarkaði og umbreytt þeim í fjöl- skyldupólítísk réttindi - með stuðningi umbóta- sinnaðs fólks. Dæmi um þetta var breytingfóst- ureyðingalaganna og almennur réttur kvenna til > fæðingarorlofs. Eins og mörgum er kunnugt áttu grasrætumar Rauðsokkar þar drjúgan hlut að verki. Slík dæmi um úrbætur réttlæta opinbert jafnréttisstarf. Eins verður ef vel tekst til með karlanefndina. En eru réttindamál karla brýnasta jafnréttismálið? Hvernig á að taka á þeim? Hlutleysisstefna hylur átökin Feminískir lögfræðingar gagnrýna þá stefnu að hreinsa úr lögum alla sérgreiningu eftir kyni, en þetta hefur gerst víða í nafni jafnréttis á sviði fjölskyldumála. Þessi hlutleysisstefna virðist ekki hafa tilætluð áhrif. Hún hylur átökin milli kynjanna fremur en leysir úr þeim. Þetta snertir sameiginlega forsjá foreldra, þar sem megin- reglan um hagsmuni barnsins viröist oft víkja fýrir hagsmunum foreldra. Karlar kvarta yfir því hve fáir þeirra öðlist forsjá barna sinna. Konur forms og líðanar bama. Deilur foreldra halda oft áfram. Konur semja oft af sér, því þeim finnst réttlátt að deila forsjánni, eða þær láta undan vegna flármála. Allt kemur þetta bömum illa. Siðferöileg spurning VERA sþyr hvort fremur þurfi að rétta skarðan launahlut kvenna en huga að réttindum karla. Nú er mikið skorið niður hjá hinu opinbera. Það er því ekki bara fjárhagsspursmál heldur knýjandi siö- ferðileg spuming að hveiju rikið á helst að beina kröftum sínum. Spuming VERU er þörf ábending sem leiðir hugann að kynskiptingu starfanna, heima og heiman. Hana telja margir undirrót launamisréttis og viröingarleysis sem viðhaldi undirokaðri stöðu kvenna. Hún geri karla auk þess að hálfúm manneskjum, m.a. vegna þess að þeir fái ekki að njóta bama sinna og sinna joeim. Karlanefndin vill auk annars beita sér fýrir auknum og virkum fæðingarorlofs- rétti feðra. LTtum aðeins á reynslu Svfa sem gengið hafa lengst í að hvetja feður til slíks orlofs og miðað nokkuð hægt. Þótt hlutfalls- lega fleiri feður taki fæðingarorlof nú en fýrr er sá tími sem þeir nýta furðu lágur. Tveim- ur árum eftir að sænskir karlar fengu orlofs- réttinn nam sá tími sem þeir nýttu sér að- eins 7% mögulegs tíma. Þessi tími hefur lengst síðar en þó ekki umtalsvert miðað við þá hvatningu sem feður hafa fengið. Ákveð- inn hópur vildi orlofiö frá upphafi en treglega gengur hjá öðrum að slást í hópinn. Ekki kemur þetta á óvart, því að mikil gjá er milli sa enda stýrir vinnutilhögun karlsins flölskyldulífinu í mestum mæli af öllum þáttum. Þá er vert að minna á pmöig skrif um óorðaðan samning hjóna/samþúðarfólks um skilyrta afvinnuþátt- töku kvenna (HÚN „velur" þannig starf aö hún getur séð um heimilið og starfsmöguleikar henn- ar víkja fyrir starfsframa HANS). Ljóst er því aö pf skyldupólitískar jafnréttisaögerðir duga skammt og margskonar breytingar þurfa að koma til. Ef við erum á svipuðu róli og Svíar má álykta af þessu að íslenska karlanefndin ætti að selja vinnumarkaðsmál kvenna á oddinn. Kannski er það fljótvirkasta og raunhæfasta leiðin til fullrar þátttöku karla í fjölskyldulífi? álitmál

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.