Vera - 01.10.1996, Page 15
ekki á þeim buxunum að yfirgefa
karlastörfin sín: hljómsveitarstjórn
og tónsmfðar.
Það er ekki sísttónskáldinu, út-
setjaranum, saxófónleikaranum og
hljómsveitarstjóranum Hanne
Rbmer að þakka að norræna
kvennastórsveitin April Light
Orchestra lifir góðu lífi. Sveitin var
upphaflega stofnuð til að leika á
kvennaþinginu Nordisk Forum í
Finnlandi 1994 og ekki skorti
metnaðinn, tuttugu konum frá öll-
um Norðurlöndunum var safnað
saman í stærstu gerð af þigbandi
og lagt upp með „kvenlega" efnis-
skrá, einungis lög og/eða útsetn-
ingar eftir norrænar konur. Hljóm-
sveitin sló I gegn strax á fyrstu
tónleikum og hefur síðan farið víða,
m.a. til Kína. Það var þvf ekki seinna vænna
að íslenskir djassarar fengju að sjá og heyra þessa
nafntoguðu stórsveit og fylgjast með frammistöðu Islendingsins í
hópnum, siglfirska gítarleikarans Guðrúnar Hauksdóttur.
Þrátt fyrir nokkurt fámenni rfkti mikil eftirvænting í Súlnasal þegar
Hanne Romer taldi í fyrsta lag og brátt tók sveiflan völdin, eins og
vera ber, April Light Orchestra rakti sig í gegnum efnisskrána af mikl-
um þrótti og óþrjótandi sköpunargleði. Ekki minnkaði stemmningin í
salnum þegar okkar eigin prfmadonnu, Andreu Gylfadóttur, var boð-
ið upp á svið til að syngja eitt lag, sem hún og gerði með glæsibrag
og þá var kátt í höllinni.! í hléinu var ég oröin svo upptendruð yfir
leik sveitarinnar að ég tyllti mér hjá Sæbirni Jónssyni, stjórnanda
Stórsveitar Reykjavíkur og spurði hvort honum fyndist brassið ekki
æðislegt. „Jú.jú það erfínt" svaraði Sæbjörn „en mérfyndist að hún
ætti að hafa einn strák í bandinu - ég er með stelpu í stórsveitinni
hjá mér!" Ég fór ekki hið minnsta út af laginu við þetta svar, enda
Sæbjörn annálað prúðmenni, en að loknum tónleikum hélt ég áfram
að velta því fyrir mér hvort tuttugu konur hljómuöu ööruvfsi en nftján
konur og einn karl? Aðspurð reyndist Hanne Rbmer hafa sína eigin
kenningu um hinn einstaka hljóm April Light Orchestra: „I stórsveit
kvenna myndast mjög fallegur hljómur. Konur spila einfaldlega öðru-
vísi en karlar og hlusta hver á aðra á annan hátt. Galdurinn hjá okk-
ur er sá, held ég, að trompetseksjónin yfirgnæfir ekki hina blásarana
eins og oft gerist í karlastórsveitum. Það er eins og strákarnir séu
hreinlega í vandræðum með allan þennan kraft sinn." Hvað skyldi
Sæbirni finnast um þessa „kvenlegu" skýringu?
Að lokum er forráðamönnum RúRek hátíðarinnar þakkað það
ágæta framtak að bjóða kvennastórsveitinni April Light Orchestra
hingað til lands, en manninum sem sneri við í miðasölunni er vor-
kunn þvf hann missti af frábærum tónleikum!
Eftirþankar:
„Máske ikke precis et jazzsted..." sagði Hanne Romer um Hótel
Sögu og það eru orð að sönnu. í fínlegri köflum tónverkanna tókst
hljómsveitinni nefnilega ekki að yfirgnæfa Isausturs-sinfóníu barþjón-
anna sem þar að auki voru vopnaðir sífretandi Visavélum. Væri til of
mikils mælst að opnunartónleikar RúRek fengju þá umgjörð sem tón-
listinni hæfir, án tillits til þorstlátra djassáhugamanna, eða I það
minnsta fengnir til starfa barþjónar sem geta hrært I ísfötunni þegar
það „passar" - og annars ekki ?
FÉLAG ÍSLKN8KRA HLJÓMLISTAMANNA
lifandi tónlist - lifandifólk
s
Utvegar yður hljóðfæraleikara og liljómsveitir
við hverskonar tækifæri. Sígilda tónlit, jazz og rokk.
Upplýsingar í sínia 588 8255