Vera


Vera - 01.10.1996, Qupperneq 16

Vera - 01.10.1996, Qupperneq 16
kláAV, t klambylgju sem nú ríður yfir okkur, en hún er einmitt kveikian að þessari umfjöllun okkar. I Reykiavík eru nú starfandi tveir skemmti- staðir þar sem hægt er að „njóta" lifandi klámsýninga, „stripshow", og á dófinni er að opna þann þriðja. Svo virðist sem þessir staðir moti vaxandi vinsælda. Auk þessa dafna símalínur sem auglýsa stefnumót og daðursögur. Erótískar myndir er nú nægt að horfa á hjá sjónvarpsstöðvum, klam a Internetinu að ónefndri klámblaða- og klámbókaútgáfu sem hefur verið til svo lengi sem elstu menn muna. Jafnframt eru á kreiki sögusagnir um vændi, klámmyndagerð, o.fl. í þeim dúr. Því er kannski ekki skrýtið að maður velti fyrir sér hvort þessi þróun sé eðlileg. Hefur su andstaða sem t.d. „konur gegn klámi" stóðu fyrir a sinum tíma engu brevtt? Er þannig hugsunarnáttur úreltur eða er ennþa full ástæða til að vera a varðbergi gagnvart aukinni út- breioslu klams á Islandi? Jafnréttísbarátlan og klámiðnaðurinn Óteljandi skilgreiningar á hugtakinu klám eru til og svo segja sumir aö klám sé ekki hægt að skilgreina heldur ráöist þaö af tíöarandanum hverju sinni. Einnig hafa mörkin á milli kláms og erótíkur löngum þótt umdeild. Klám- iönaðurinn hefur hvað lengst stílaö uþp á karlkyns neytendur þó nú sé ef til vill aö verða einhver breyting þar á. Framboð á klámi fyrir karlmenn er þó ennþá meira og er konan þar oftast í hlutverki leikfangsins. Maður hlýtur aö velta því fyrir sér hvort þetta hafi ekki áhrif á jafnréttissýn framtíðarinnar. í kjölfar kynlífsbyltingarinnar geröu kon- ur sig marktækar sem kynlífsverur ogtöluöu opinskátt um nautnir sínar og langanir. Er komið aö þessu varöandi klámið? Viljum við aö kvenfrelsi beri með sér frelsi til að njóta kláms til jafns við karla, eða er hér um að ræða fyrirbæri sem einungis fáir kjósa að njóta? Hvert verður þá næsta skrefið I jafnréttisbaráttunni? Eigum við að skera enn á ný uþp herör gegn klámi eða snúa vörn í sókn og laga klámiðnaðinn að þörfum nútímakonunnar? Og hefur nútímakonan yfirleitt þörf fyrir ein- hvern klámiðnaö? Þegar talað hefur verið um bann við klámi hafa jafnvel heyrst þær raddir að klám geti virkað sem eins konar lækning fyrir kynferðisafbrotamenn. Ef menn hafa þörf fyrir afbrigðilegheit í kynlífi sé henni oft fullnægt I klámi og því sé minni hætta á að þeir beiti kynferðisofbeldi. Einhvern veginn hljóma þessi rök illa T mínum eyrum, enda um að ræða löngu úreltar kenningar. Flestir eru eflaust sammála mér um að sumar tegundir kláms sé brýnt að banna, t.d. barnaklám og klám þar sem ofbeldi er beitt. VERU lék hugur á að kynnast því hvaða augum klám er yfírleitt litíð. Við fengum nokkra aðila til liðs við okkur, auk þess sem við fórum á stúfana og kynntum okkur þá blómlegu starfsemi sem klámiðnaðurinn er. /EtJunin er ekki að setja sig í dómarasætið og predika hvað sé rétt eða rangt, heldur að kynna ólík sjónarmið og skoðanir. Sólveig Jónasdóttir

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.