Vera - 01.10.1996, Blaðsíða 17
lagalega hliðin
I ramfnanum hér að neoan má lesa hvað er leyfilegt
samkvæmt íslenskum lögum um klám. Til að fá nánari
upplýsingar sneri VERA sér til Þorsteins A. Jónssonar,
lögfræðings hjá dómsmálaráðuneytinu, ogfyrsta spum-
ingin var auðvitað: Hvað er klám?
„Það er engin skilgreining á klámi í hegningarlögunum.
Það er afstætt hugtak sem getur verið háð tíðaranda.
Skilningurinn á því hvað sé klám getur breyst og það er
dómstólanna að skera úr um hvað er klám og hvað
ekki."
Nú sér Kvikmyndaeftirlitið um eftirlit með
því hvaða kvikmyndir eru sýndar hér á landi.
Er eitthvað svipað eftirlit t.d. með klámblöð-
um?
„Það er ekki neitt sérstakt eftirlit með því hvort flutt séu
inn klámblöð til landsins. Eins og í öðrum tilvikum eiga
löggæslu- eða tollayfirvöld ekki að horfa fram hjá því ef
þau rekast á slíkt. En almennt þarf einhver að kæra til
þess að skorið sé úr um hvort um klám sé að ræða.“
Klám kært til Jafnréttisráðs
Restir hafa líklega séð dagatölin alræmdu sem „þrýða"
gjarnan veggi bílaverkstæða og sýna afar fáklæddar
stúlkurí hinum ýmsu stellingum. Dagatölunum er gjarn-
an dreift af stöndugum fyrirtækjum til viðskiptavina
sinna. Mörgum hefur þótt ástæða til að flokka myndirn-
ar undir klám og hafa kært útgáfu og dreifingu þeirra.
Það er hins vegar athyglisvert að flestar kærurnar hafa
farið í gegnum Jafnréttisráð en ekki hina almennu réttar-
leið. Sú leið þykir þvt miður of flókin og taka langan tíma.
Jafnréttisnefnd hefur yfirleitt tekið málin í sínar hendur
þar sem myndirnar flokkast undir brot á ákvæðum jafn-
réttislaga frá 1991 sem kveða á um að auglýsingar
mega ekki vera niðurlægjandi fýrir annað hvort kynið, og
hefur auk þess talið ástæðu til að benda á 210 gr. at
mennra hegningarlaga í þessu sambandi.
VERA leitaði álits Rögnvaldar Guömundssonar hjá
Holræsahreinsuninni hf. en fyrirtæki hans sendir við-
skiptavinum sínum þessa tegund dagatala í byijun árs.
Holræsahreinsunin hf. fékk bréf frá Jafnréttisráði, þar
sem kvartað hafði verið undan dagatölunum. Út frá
þessu máli spannst nokkur tjölmiðlaumræða, sem
Rögnvaldur segir vera bestu auglýsingu sem hann hafi
nokkurn tíma fengið. „Það kvartaði enginn beint til okk-
ar, en það haföi einhver samband við Jafnréttisráð og við
fengum bréf frá þeim. Við höfum sent þessi dagatöl útí
mörg ár til okkar viðskiptavina svo skiptir hundruðum og
það er slegist um þau. Okkar dagatöl eru ekkert öðruvísi
en dagatöl sem önnur fyrirtæki senda frá sér.“
En hvers vegna sendið þið viðskiptavinum
ykkar dagatöl með myndum af berum kon-
um?
„Okkar markhópur eru ekki húsmæður í Vesturbænum.
Þessi dagatöl hanga uppi í áhaldahúsum út um allt land
og það þýðir ekki að senda neinar blómamyndir þangað.
Við höfum reynt að senda myndir af bílum, en það daga
tal hékk ekkert uppi. Fólk hefur einfaldlega ekki áhuga
á þeirn," segir Rögnvaldur til útskýringar.
klám fyrir rétti í USA
Klám er refsiverður veflfnaður samkvæmt íslenskum hegningarlögum. Klám varðar
sektum, varðhaldi eða allt að 6 mánaða fangelsi skv. 210 gr. laganna. Hins vegar
er hugtakiö „klárn" engan veginn skýrt og dómaframkvæmd þar sem reynir á þessa
grein hegningarlaganna mjög rýr. Árið 1973 voru tveir menn til dæmis ákærðir fyrir
brot á greininni. Þeim var gefið að sök að hafa gefið út veggspjöld með skuggamynd-
um af fólki í samfarastellingum, sem væri þó varla talið klám í dag þar sem engin
kynfæri sáust á myndunum. í héraði var komið inn á það að þeir kynnu að ætla að
þessi útgáfa væri innan marka þess sem leyfilegt væri en í Hæstarétti var talið að
atferlið varðaði refsingu. Annað mál er frá 1990 og varðar sýningar Stöðvar 2 á
myndunum „í nautsmerkinu" og „í tvíburamerkinu". í forsendum héraðsdóms er
minnst á skilgreiningar sérfræðinganefndar Menningarstofnunar Sameinuðu þjóð-
anna frá 1986 á hugtökunum klám (pornografía) og kynþokkalist (erotica). Þar er
klám skilgreint sem ögrandi framsetning á kynlífi í auðgunartilgangi, án ástar, bllðu
eða ábyrgðar, en kynþokkalist sem bókmenntaleg eða listræn tjáning ástar. Dómur-
inn virðist sættast á þessar skilgreiningar sérfræðinganefndarinnar og taldi atriði I
myndunum falla undir hugtakið klám. Klám hefur verið lýst refsivert því löggjafinn
hefur álitið það vera skaðlegt þjóðféiaginu, en ekki eru allir sammála um það. Um-
ræða um lagaleg úrræði gagnvart klámi hefur ekki verið áberandi slðastliðin ár og
því lítið um nýmæli á þessu sviði hérlendis. í Bandaríkjunum hefur víða verið reynt
að setja lög sem eiga að gera þeim kleift sem telja sig hafa beðið tjón af völdum
kláms að sækja rétt sinn I einkaréttarlegu máli gagnvartframleiðendum þess efnis.
Lagaprófessorarnir Andrea Dworkin og Catherine A. MacKinnon sömdu tillögurnar
þar sem þær skilgreindu klám mjög nákvæmlega og gengu þær I gildi sem lög árið
1984 I Indianapolis, Indiana og árið 1988 I Bellingham, Washington. Samtök bók-
sala höfðuðu slðar mál til höfuðs þessum lögum og voru þau ekki talin samrýmast
ákvæði stjórnarskrár Bandaríkjanna um tjáningarfrelsi. Svipuð lög hafa þó verið tek-
in til skipunar víðar en í Bandaríkjunum, til dæmis Þýskalandi og Svíþjóð. Það hlýtur
því að vera eitt brýnasta verkefni íslensks réttar að finna haldgóða skilgreiningu á
hugtakinu klám.
Erna Hjaltested
klá^