Vera - 01.10.1996, Page 35
Fylgjendur þeirrar stefnu halda því fram að saga karla einna eða
kvenna einna hljóti að gefa skekkta mynd af sögu mannkyns. Efna-
hagur og samfélag hljóti alltaf að byggjast á kynpólitískum valda-
tengslum. Því veröi að beita breiðara sjónarhorni. Með öðru móti
verði atburðarás veraldarsögunnar hvorki skilin né skýrð til hlítar. í
mjög svo læsilegri grein sem Agnes ritaði í tímaritið Sagnir 1993 um
sögu beggja kynja bendir hún á að gera þurfi samanburð á stöðu
kvenna og karla og tengslum þeirra innbyrðis. Ekki ganga út frá því
sem vísu að karlar ráði alltaf mestu: „Konur geta t.d. haft mikil sál-
fræðileg völd innan vébanda fjölskyldunnar, á meðan karlar gegna
oþinberum embættum og sinna hervörnum."
Þegar bræður berjast...
í fljótu bragði virðist vandfundin meiri „karlasaga" en Sturlunga með
allt sitt hrottalega ofbeldi og bræðravíg. En þar bregður þó fyrir býsna
mörgum konum og hafa ólík hlutverk. Sumar vinna að sáttum, aðrar
eggja til bardaga, og jafnvel getur sama konan átt hvort tveggja til
eins og Steinvör á Keldum. Ýmist fleygði hún búrlyklunum í bónda
sinn, eða sat í sáttanefnd með biskuþi. Greindi þau á „skyldi gera
Steinvör ein." Margar þeirra eru nátengdar höfundi, Sturlu Þórðar-
syni, og varla hugarburður hans. Trúlegt er að hann fari nokkuð rétt
með sögur af ömmu sinni, Guðnýju Böðvarsdóttur. Við Sælingsdals-
laug varð sonur hennar, Þóröur (faðir Sturlu), eitt sinn svo reiður af
því að hann fékk ekki að hengja þjóf, að móðir hans og fleiri menn
urðu að halda honum. Drap hann engan þann daginn.
Þessa svipmynd og margar fleiri af konum í Sturiungu rifjar Agnes
upp í bók sinni. Meginviðfangsefni hennar er þó að skoða áhrif
kvenna og stöðu í víðara samhengi og greina á fræðilegan hátt. Sé
einblínt á formlegar valdaleiðir í lögum og stjórnarskrám fyrri alda
virðast konum flest sund lokuð. Svo Agnes svipast um eftir óform-
legum valdaleiðum, sem konum væru færar. í því skyni rannsakar
hún ítarlega stöðu kvenna gagnvart ætt ogí hjónabandi. Samanburð-
ur á Grágás og Sturlungu verður henni haþpadrjúgur.
Abraham gat ísak...
Til forna voru ættir á Norðurlöndum raktar bæði T móður- ogföðurætt
(beggjaætta kerfi) - og báðum gert jafn hátt undir höfði. Það sýnir
virðingu fyrir konum. (Biblían er hins vegar gott dæmi um hreint föð-
urættar kerfi: Abraham gat ísak, ísak gat o.s.frv.). Lög takmörkuðu
erfðir kvenna, en af Sturlungu má sjá að þeim lögum var ekki fylgt út.
í ystu æsar. Á hinn bóginn gat staða kvenna orðið vandasöm ef ætt-
ingjar deildu.
Samanburður Agnesar nær ekki aðeins til kvenna og karla, held-
ur einnig íslands og Evróþu samtímans. Sú hugmyndafræði að föður-
ætt væri „hið betra kyn" kom upp þegar aðalsættirT Evrópu fóru að
kenna sig við höfuðból stn. Til að halda þeim óskiptum voru þau lát-
in ganga í karllegg. Einn sonanna var valinn höfuðerfingi en systkini
hans máttu sætta sig við rýran kost, oft einlífi. (Þetta kerfi hélst hjá
landeigandaaðli fram undir okkar daga, og má glögglega sjá T sögum
Jane Austen og kvikmyndagerðum af þeim!) Agnes telur tilhneigingar
T þessa átt gæta í Grágás, en beggjaættakerfið hafi haldið velli.
Foreldrar fjárfestu í barnabörnum
í síðari hluta bókar sinnar skoðar Agnes hjónabönd. Annars vegar frá
sjónarmiði kirkjunnar, hins vegar höfðingja. Þau voru þólitískir samn-
ingar sem karlar gerðu sín á milli og gátu jafngilt hernaðarbandalög-
um vorra daga, því mægðir við volduga bandamenn skiptu miklu.
Dætur fengu heimanfýlgju þegar þær gengu í hjónaband. En sam-
kvæmt gömlum sið, sem ef til vill hélst lengur hér á landi en erlend-
is, fékk dóttir heimanfylgju þegar hún gekk í hjónaband. (Þær voru
ekki settar á götuna og lánskjaravísitöluna eins og unga fólkið í dag,
eins og prestur í Reykjavík komst að orði nýlega.) Foreldrar fylgdust
með því hvernig heimanfylgjunni var ráðstafað því í raun var verið að
fjárfesta t efnilegum dóttursonum, ættinni til stuðnings í framtíðinni.
Fleimanfylgjan varö því aldrei eign eiginmanns, en gat lagt grunn að
sjálfstrausti eiginkonu.
Kirkjan náði að koma nokkru af siðaboðskaþ sínum inn í hin ver-
aldlegu lög. Menn fóru að bera meiri virðingu fyrir hjónabandi, og líta
á það sem heilaga stofnun. Agnes efast þó um að trúarleg og hug-
myndafræðileg rök kirkjunnar hafi náð að festa djúpar rætur. Hún
vitnar í rannsóknir Auðar G. Magnúsdóttur sem sýna að þegar leið á
13. öld kusu ýmsir höfðingjar, einkum af Oddaverjaætt, að lifa
ókvæntir og hafa margar frillur, fremur en binda sig á klafa hjóna-
bands. Konur af Oddaverjaætt virðast fjárhagslega sjálfstæðar yfir
meðallagi, og voru
þó margar óskil-
getnar, eins og Sól-
veig Sæmundar-
dóttir og Hallveig
Ormsdóttir. í suð-
lægari löndum Evr-
ópu voru skíriífis-
kröfur strangar, en
biðlar á norölægari
slóðum leituðu
fremur að „auðugri
konu en hreinni
mey."
Agnes telur að
hjónaband, bak-
tryggt og tiármagn-
að af ættingjum,
hafi veitt konum
vissa vernd.
Þegar hjónabönd
glötuðu pólitískri
þýðingu og fjárhagur hjóna varð sameiginlegur var farið að setja lög
sem veittu eiginmönnum aukinn ráðstöfunarrétt yfir eignum þeirra. „í
raun gat því hugmyndin um hið heilaga hjónaband þýtt að konur
misstu lykilstöðu sTna sem tengiliðir milli ætta." (bls.121)
Bak við tjöldin
Því er oft haldið fram að völd kvenna séu því meiri sem stjórnkerfi sé
frumstæðara. Agnes kemst einnig að þeirri niðurstöðu að meðan
þjóðveldið var lítt skipulagt og ákvarðanir teknar heima í héruðum
hafi konur haft meiri áhrif en þegar kom fram á 13. öld og völd höfðu
safnast á hendur fárra höfðingja. Óformlegar valdaleiðir, t.d. sál-
fræðileg völd kvenna innan fjölskyldu, hafi þó í stórum dráttum hald-
ist fram á okkar daga.
HITAVEITA
SUÐURNESJA
BREKKUSTÍG 36
PÓSTHÓLF 225
260 NJARÐVÍK
Sl'MI 421 5200
AGNES S. ARNÓRSDÓTTIR
KONUR OG VÍGAMENN
Staða kynjanna á íslandi ó 12. og 13. öld
kv^nnafræöi