Vera


Vera - 01.10.1996, Blaðsíða 39

Vera - 01.10.1996, Blaðsíða 39
hugsjón eða afþreying' Auður Bjarnadótfir listdansari skrifar um listahátíðina í Edinborg Frá því haninn galar að morgni og allt til miðnættis er Edinborg í ágústmánuði undirlögð af öllu sem hugs- anlega getur kallast list og í hverju horni og skúma- skoti er einhverja uppá- komu að finna. Við „Vera“ máttum hafa okkur allar við að velja úr það áhuga- verðasta. Hér verður aðeins stiklað á stóru um leiklist en aðrar listgreinar látnar sitja á hakanum að sinni. Stundum vorum við stöllur auðvitað svekktar og oft skemmtilega undrandi. Nokkrum sinnum urðum við meira að segja svo hrifnar að viö fórum að sjá glitta í þær gömlu hugsjónir að með list okkar og lífi gætum við stuðlaö að friði og einingu í heiminum. En það kann að hljóma kaldhæðið að þeir hóp- ar sem höföu þannig áhrif á okkur „Verurnar" voru einmitt listamenn frá löndum sem búa við stríð, kúgun og fátækt s.s. Póllandi, Búlgaríu, Rússlandi og Afriku. Talið er að I Póllandi og Austur-Evrópu sé afstaða til leiklistar nálægt því að vera trú- arleg, þar sé leikhúsið viður- kenndur vettvangur brennandi spurninga. Hins vegar er vest- rænt leikhúslíf mjög upptekið af innantómum skemmtanaiðn- aði. Skyldi það vera að velmeg- un neyslusamfélagsins hafi lagt yfir okkur slíkan doða að við séum ekki lengur í snert- ingu við þá raunverulegu lífs- baráttu sem stærsti hluti heimsins þarf að heyja? Af menningu þjóða má oftast ráða í hugsunarhátt viðkomandi samfélags. Edinborgarhátíöirnar tvær Hin alþjóðlega Edinþorgarhátíö „Edinburgh International Festi- val“ var haldin í fimmtugasta sinn í ágúst síðast liðnum. Fyrsta listahátíðin var haldin árið 1947 og átti að vera hvatn- ingarfundur til að efla frið og einingu T heiminum eftir seinni heimsstyrjöldina. Hún vakti því- líka athygli að óboðnir lista- menn þyrptust að hvaðanæva úr heiminum til Edinborgar ákveðnir í að sýna listsköpun sína. Þá óraði ekki fyrir því þá hversu örlagaríkar afieiðingar þessi ákafi átti eftir að hafa á menningu og mannlíf Edinborg- ar, því eftir þetta var komið á laggirnar systrahátíð eða svo- kallaðri jaðarhátíð, „Fringe Festival". Hún hefursömuleiðis haldið velli T fimmtíu ár og er samkvæmt heimsmetabók Guinness stærsta listahátíð T heimi. Hinn ótrúlegi kraftur og áhugi bæði þátttakenda og áhorfenda gefur þessari stóru listaveislu einstakan alþýðleg- an blæ. Á meðan frægum, merkum listamönnum er boðið meö pomp og pragt á hina al- þjóðlegu Edinþorgarhátíð mæta ennþá allir listamenn jaöarhátíðarinnar óboðnir - en velkomnir. Á síðasta ári mættu á jaðarhátíðina með listsköpun sína yfir 1000 hópar frá 36 löndum og sýndu um 1500 sýn- ingará þeim þremurvikum sem hátTðin stendur yfir. Leikhús hjartans Pólski leikhópurinn „Teatr Bi- uro Podrozy" fékk jaðarverð- launin 1995 fyrir „Carmen Funebre" sem er eitt það magnaðasta götuleikhús sem ég hef séö. Verkið fjallar um þjáningar fórnarlamba stríðs og kúgunar og er sagan fengin frá fyrstu hendi stríðshrjáðra í Bosníu. Flutningurinn var svo kraftmikill og einbeittur að mér fannst óttinn og hinn óskiljan- legi hryllingur sem svo margir þurfa að búa við seitla um hverja taug. í litlum kjallara var að finna tveggja manna sýningu búlgarska hópsins „Credo", byggða á smásögunni „Frakk- inn“ eftir Gogol og fjallar um frelsi mannsandans sem neitar að láta hneppa sig í nokkurs konar höft. Úr nokkrum prikum og pappaspjöldum tókst leikur- unum að galdra dásamlegt brúðuleikhús og skapa heila veröld úr nánast engu. Sýningin var yndislegt dæmi þess að það er ekki tækni og yfirbygging sem þarf til að hrífa hjartað heldur sköpunarkraftur lista- fólksins sjálfs og alúð við vinn- una. Sem merki um það má geta þess að Credo hópurinn flytur verkið alltaf á tungumáli þess lands sem þau sýna í.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.