Vera - 01.10.1996, Page 44

Vera - 01.10.1996, Page 44
maria call s J Master Class Maríu Callas i Islensku óperunni þettu eralltí tónlistinnL.. Anna Kristín Amgrímsdóttir er frábær í hlutverki Maríu Callas og verður leikur hennar lengi í minnum hafður. Við erum stödd á sal í erlendum tónlistar- skóla, undirleikarinn gengur inn og sest við hljóðfæriö með viðeigandi tilfæringum, sem kitla hláturtaugar áhorfenda. Dívan lætur bíða eftir sér og hann hefur sína hentisemi á með- an. En aðeins á meðan. María Callas var ein mesta söngkona þessar- ar aldar og áreiðanlega sú eftirminnilegasta, bæði fyrir ákafa innlifun sína og túlkun á óp- erusviðinu og hörmuleg örlög sín. Við fáum nokkra innsýn í þau örlög í þessu leikriti Ter- rence McNally og við fáum líka innsýn í það hvernig hún gekk inn í óperuhlutverkin, ef svo má segja, lifði sig inn í þau og sótti í þau til- finningarnar sem hún túlkaöi. „Þetta er allt í tónlistinni", segir hún og ráðleggur nemend- unum að hlusta á verkið sjálft og gleyma raun- veruleikanum, enda sé raunveruleikinn bæði ömurlegt orð og ömurlegur bústaður! Þrátt fýr- ir þessar yfirlýsingar og mikilleik tónlistarinn- María Callas var ein mesta og eftir- minnilegasta söngkona þessarar aldar. % % TONASTOÐIN Velkomin í nýja og glæsilega verslun að Skipholti 50D. Landsins mesta úrval nótnabóka og mikið úrval hljóðfæra af öllum gerðum. s.— Við erum flutt í þetta nýja og glæsilega húsnæði að Skipholti 50D. Fagleg ráðgjöf við val á nótum og hijóðfærum, góð þjónusta og gott verð. Tónastöðin sími: 5521185

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.