Ritmennt - 01.01.2004, Qupperneq 118
ÞÓRÐUR INGI GUÐJÓNSSON
RITMENNT
Ljósmynd: Þórður Ingi Guðjónsson.
Hvítanes er á milli Hestfjarðar og Skötufjarðar. Þar bjó Jón frá 11 ára aldri ásamt móður sinni og stjúpföður, Einari
Magnússyni. Öll námsár sln frá 1800-09 dvaldist Jón á sumrin á Hvítanesi. Sama ár og Jón laulc stúdentsprófi (1809)
lést stjúpi hans. Eftir það gerðist hann fyrirvinna móður sinnar,- „hún bjó eftir mann sinn á Hvítanesi við allgóð
efni, þó jarðþrengsli bönnuðu nokkuð efnahaginn". Á Hvítanesi byrjaði Jón að fá til sín nemendur til læringar. Hann
bjó þar til ársins 1814.
Þegar ég útskrifaðist fékk ég vitnisburð-
inn „egregiam laudem" [þ.e. ágætiseink-
unn] í nærri öllu. Haustið sama, 1809, dó
Einar stjúpi minn sem lengi hafði verið
heilsulasinn, og var ég þá á Hvítanesi þann
vetur hjá móður minni. Bað þá Johnsonius
sýslumaður mig að taka af sér pilt til
kennslu um veturinn, danskan að ætt; var
hann skyldur konu hans.48 Tólc ég hann
seinni part vetrarins, og varð það til lítils,
því hann gat hvorki talað né skrifað rétt
dönsku, því síður íslensku, og sigldi hann
eftir það. Vorið eftir gjörðist ég fyrirvinna
móður minnar, því hún bjó eftir mann sinn
á Hvítanesi við allgóð efni, þó jarðþrengsli
bönnuðu noklcuð efnahaginn, því hún hafði
aðeins sex hundruð af jöróunni, en sá hét
Jón Einarsson er bjó á hinu og átti það sem
hann bjó á.49
Um vorið 1810 urðu prestaskipti í Ögur-
þingum. Kom þá síra Þórður Þorsteinsson,
sem áður hélt Kvennabrelcku, en síra Teitur
Jónsson (biskups Teitss.) fór aftur að
Kvennabreklcu (hann dó seinna á Helgafelli
og var þá á ferð út í Stylclcishólm, 1815.
Árbækr Espólíns, XII. Deild, bls. 85). Það
sama haust (1810) bað síra Þórður mig að
talca af sér Þorstein son sinn til lcennslu, og
var hann hjá mér á Hvítanesi þann vetur og
tvo aðra hina næstu.50 Árið 1812, þann 16.
hann rekur skyldleika Jóns Finsen (1792-1848) og
síra Jóns (bls. 8 í handritinu: 'Til fróðleiks þeim sem
ekki eru kunnugir ættum þeirra síra Jóns og Jóns
Finsen, set ég hér í töfluformi hvað slcyldir þeir hafa
verið'). Þeir hafa verið fjórmenningar; ætt þeirra er
rakin aftur til Jóns sýslumanns yngri Sigurðssonar
(um 1649-1718) í Einarsnesi og Ragnheiðar Torfa-
dóttur (um 1651-1712).
48 Jón Jolmsonius (1749-1826) á Eyri í Seyðisfirði var
sýslumaður fsfirðinga 1797-1812. Kona hans var
dönsk, Johanne Christiane Smidt (d. 1820).
49 Jón Einarsson á Hvítanesi í Ögursókn er nefndur í
sóknarmannatali 1820 (þá 43 ára). Þá er aðeins eitt
bú á staðnum en mannmargt. Jón býr þar ásamt
konu sinni Elínu Markúsdóttur og sjö börnum; auk
þeirra eru fimm aðrir á hcimilinu.
50 Þórður Þorsteinsson (1760-1846) var fyrst prestur á
114