Vera - 01.08.2000, Blaðsíða 12

Vera - 01.08.2000, Blaðsíða 12
Margt af því scm snýr að faglegri og skilvirkri stjórnun í fyrirtækjum er um leið til þess fallið að auka á jafnrétti. Vegna þess að þá er einfaldlega hæfasti einstaklingurinn valinn, burt séð frá því hvors kyns hann er. Jd V A B S I Q N D Ll M V I Ð ? til. Við erum farin að einbeita okkur að þekkingarleit og upplýsingaöflun. Jafnrétt- isbaráttan í dag er eiginlega umræða, hún er háð með orðum, í blöðum og með sam- ræðum, það er ekki lengur fólk út á götu með kröfuspjöld. Þess vegna var skemmti- leg tilbreyting í vetur þegar hópur kvenna tók sig saman og fór á súlustaðina. Það er því víða virk grasrót." Ólafur: „Netið er að verða umræðuvett- vangur, það eru að minnsta kosti tveir póstlistar á netinu þar sem karlar eru að ræða jafnréttismál út frá sínu sjónarhorni. En þegar spurt er hvers konar jafnréttisbar- áttu við viljum þá sé ég að mörgu leyti hliðstæðu við baráttuna í umhverfismálum og gamla slagorðið „think globally, act locally." Það er nefnilega mikið af fólki sem tekur fullkomlega undir öll markmið- in en segir síðamTja, við getum nú kannski ekki alveg haft þetta svona heima hjá okk- ur. En ég horfi á það í mínum vina- og kunningjahópi, sem er mest fólk um þrí- tugt, að það er farið að búa sér til þær að- stæður að fullkomið jafnrétti ríki, það er hægt. I umhverfismálum gerist þetta með ótrúlega fjölbreytilegum hætti. Það eru alls konar alþjóðasamningar, ríkisstjórnir setja lög og reglur, sveitarstjórnir eru með hinar og þessar áætlanir í gangi, frjáls félagasam- tök, fyrirtæki eru að taka til í sínum garði og síðast en ekki síst er fólk heima hjá sér að taka ákvarðanir í þágu umhverfisins sem skipta litlu máli hver um sig, eins og að hjóla í vinnuna eða flokka rusl, en safnast þegar saman kemur. Eg sé jafnréttisbarátt- una dálítið þannig fyrir mér. Að fólk átti sig á hinni jafnréttispólitísku ábyrgð sem það að sumu leyti ber innan veggja heimilisins. Það eru ekki allir sem vilja sætta sig við að ákvörðun um það hver eigi að sækja barn- ið í leikskólann sé pólitísk, en það er bara þannig. “ Þorgcrður: „Hið persónulega er pólitískt var einhverntímann sagt. Allt þetta hvers- dagslega og smáa skiptir máli. En ég er sammála Roald að á vissum sviðum höfum við sofnað á verðinum. Það á til dæmis við um launamun karla og kvenna. 1995 kom út stór og viðamikil könnun Jafnréttisráðs um launamun kynjanna. Sú skýrsla hafði aldrei nein raunveruleg áhrif, í kosningum eða kjarasamningum. Aldrei tókst að gera þetta að því stórmáli sem það er. Síðan þá er búið að semja um nýtt launakerfi þar sem hlutur einstaklingslauna er aukinn. Fréttir berast erlendis frá um að það hafi aukið launamun kynjanna, hér næst ekki einu sinni upp umræða um þetta. Auðvitað verða þúsund blóm að fá að blómstra, við verðum að fá að kíkja út í öll skúmaskot og viðurkenna að baráttan er á mörgum plön- um, en við megum ekki gleyma þessum stórpólitísku málum." Steinunn: „Það virðist ætla að vera þannig að fólk viðurkenni þetta sem einhverja staðreynd en það eigi svo sem ekkert að gera neitt sérstakt í því. í vor stóð Reykja- víkurborg fyrir stefnumörkun með þátt- töku almennings, Framtíðarborgin Reykja- vík, þar sem fjallað var um hvernig samfé- lagi og borg við vildum lifa í á næstu árum og áratugum. Þar var m.a. rætt um þekk- ingariðnaðinn og þar held ég að við verð- um að halda vöku okkar. Það gæti myndast ójafnvægi, eða einhverskonar gjá á milli þeirra sem kunna að lifa í þessum heimi og hinna sem kunna það ekki. Mér finnst ég sjá teikn á lofti um að þetta geti verið kyn- skipt. Að konur gætu orðið undir í þessari nýju iðnbyltingu. Þetta er iðnaður sem á eftir að verða allsráðandi á nýrri öld og þarna liggja peningarnir. Þetta er í sam- hengi við þögnina um launamálin, ja það hringja í kollinum á mér einhverjar viðvör- unarbjöllur. “ Olafur: „Þarna hlýtur menntakerfið að koma sterkt inn. Eg þekki þetta úr upplýs- ingatæknigeiranum. Fyrirtæki hafa gert samninga við skóla um að bjóða krökkum sumarstörf, eða störf eftir nám, í upplýs- ingatækni. Meira að segja þar sem fyrir- tækin hafa beðið um jafna skiptingu milli stelpna og stráka, þá hafa stelpurnar ekki komið. Þetta er nánast óskiljanlegt." Roald: „Þetta er uppeldislegt atriði. Eg held að stelpur sæki ekki í svona greinar. Og kennarar eru ekki mikið að hvetja stelpur sem eru góðar í stærðfræði til að lralda áfram." Steinunn: „Ef kynskipting er vandamálið þá verður með markvissum hætti að fá stelpur til að koma í þetta. Menn líta til Há- skólans, en þetta byrjar miklu neðar, í leik- og grunnskólum. Maður sér muninn á litl- um stelpum og strákum. Ég veit ekki af lrverju, ég held að það sé ekkert af því að strákar séu strákar sem þeir sækja meira í að þvælast á vefnum. Stelpurnar einhvern- veginn sækjast ekki í þetta, það er ekki trendí hjá litlum stelpu vinahópum, svona á aldrinum 10-12 ára.“ Olafur: „Þetta er líka spurning um hvern- ig fólk hagar uppeldinu. Ég á þriggja ára tölvuálrugakonu en lrún er líka búin að vera með mér á netinu síðan hún var eins árs.“ Hugrún: „En er einhver afþreying sem stelpur sækjast eftir á netinu? Eitthvað ann- að en heimasíður poppstjarna, eða vantar það? Það getur náttúrulega verið lrluti af vandanum. Eins og með tölvuleiki. Þeir eru rosalega karlmiðaðir. Ef það er kvenkarakt- er í leiknum þá er það yfirleitt þessi súper- bomba. Það eru ekki til tölvuleikir sem eru markaðssettir og búnir til fyrir stelpur. Nema Barbídót eða eitthvað eins og þær kunni ekki neitt. Kannski vantar þessa hugsun í fólk sem er með heimasíðugerð og tölvuleiki. Er eitthvað sem stelpurnar hafa áhuga á sem er ekki þarna?" Olafur: „Ég er ekki alveg sammála því að það sé ekkert að gerast í launamálum. Það eru fyrirtæki að vinna í sínum launakerf- um að koma á starfsmati og frammistöðu- 12 • VERA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.