Vera - 01.08.2000, Blaðsíða 13

Vera - 01.08.2000, Blaðsíða 13
td V E E2 mati sem byggist á því að skrúfa störfin í sundur og meta hvern þátt, burtséð frá því hver gegnir þeim. Ég held að það að virkja fyrirtækin og atvinnulífið í jafnréttisbar- áttu gangi út á það að útskýra fyrir for- svarsmönnum fyrirtækja þeirra eigin hags- muni af því að koma málum fyrir með fjölskylduvænni eða jafnréttissinnaðri hætti. Það er alltaf verið að berja á mönn- um með lagabókstafnum. Jafnvel án þess að hafa kynnt sér jafnréttislögin setja menn þau í pakka með eftirlitsiðnaðinum og skattalöggjöfinni, afgreiða þau sem eitt- hvað sem er aðailega til byrði. En það er svo ótal margt sem fyrirtækin geta hagnast á til dæmis það að að tryggja svipað hlut- fall kvenna og karla í stjórnunar- eða sér- fræðingsstöðum og útiloka ekki allan þann mannauð sem felst til dæmis í menntun kvenna." Þorgerður: „En það má líka segja að það sé góð nýting á auði kvenna að láta þær vinna sömu störf fyrir minna kaup. Er það ekki hámarks nýting ?!!“ Asdís: „Nú leyfi ég mér að vitna til niður- stöðu úr öðrum hluta rannsóknarverkefn- isins Gæði og jafnræði í ákvarðanatöku, f 999—2000, sem var könnun á fræðslu- og þjálfunarlíkani fyrir bæði kynin þar sem byggt var á niðurstöðum rannsóknarinnar um hindranir á þátttöku kvenna í stjórn- máium og stjórnunarstöðum. Helsta nið- urstaðan var sú að bestu lausnir á vanda- málum fengust með því að láta kynin vinna saman. Þátttakendum í þjálfuninni var skipt upp í hópa sem voru ýmist bland- aðir eða samkynja og þeir látnir vinna margvísleg verkefni. Undantekningarlaust komu bestu lausnirnar frá blönduðu hóp- unum og þótti þátttakendum það með ólíkindum hversu augljóslega öll verkefnin voru betur leyst með samvinnu kynja og því að vera meðvituð um ólík vinnubrögð og viðhorf til lausna verkefna." Þorgerður: „Það leiðir hugann að jafnrétt- Hver haldið þið að sé talinn útgjaldaauki ríkisins vegna nýju jafnréttislaganna? Það er hálf til ein milljón króna á ári. Það á að skipa jafnréttisfulltrúa í öll ráðuneyti í hálft starf. En það á ekki að ráða inn nýtt fólk. X s T F f n u m v i fi ? isátaki yfirvalda á síðasta kjörtímabili sem var tilraunaverkefni um starfsmat. Því var lokið rétt fyrir síðustu kosningar án þess að samkomulag næðist í stjórn þess. Fulltrúar vinnumarkaðarins klufu sig út og stóðu ekki að lokaskýrslunni sem þýðir að niður- stöðurnar verða aldrei nýttar af þessum að- ilum. Þarna var mikil vinna sem fór í súg- inn sem hefði geta orðið lyftistöng fyrir jafnréttisumræðuna. “ Ólafur: „Margt af því sem snýr að faglegri og skilvirkri stjórnun í fyrirtækjum er um leið til þess fallið að auka á jafnrétti. Vegna þess að þá er einfaldlega hæfasti einstak- lingurinn valinn, burt séð frá því hvors kyns hann er.“ Snúum okkur nú að því sem ég kalla stofnanavæðingu jafnréttismála. Þorgerður: „Ég held að stofnanavæðingin sé tvíbent þróun. Hún er viðurkenning á því að þetta er lögmætur málaflokkur en um leið verður hún stjórnmálamönnum fjarvistarsönnun. Sjáum nýju jafnréttislög- in, samkvæmt þeim er stokkað upp á nýtt með Jafnréttisstofu, alþjóðlegt samstarf hefur aukist, samþætting kallar á nálægð við stjórnsýsluna og allt krefst þetta mikill- ar sérfræðiþekkingar og kunnáttu sem tek- ið hefur langan tíma að byggja upp. A sama tíma er Jafnréttisstofa ílutt til Akureyrar sem þýðir að á vissan hátt er byrjað upp á nýtt.“ Ólafur: „Byggðastefna og jafnréttisstefna eru nú í nógu miklum vanda fyrir, hvor um sig, þó að því sé ekki slegið saman.“ Þorgerður: „Maður gæti vænst að þetta batterí ætti að hafa frumkvæði og vissa ábyrgð í jafnréttisumræðunni. Hver haldið þið að sé talinn útgjaldaauki ríkisins vegna jafnréttislaganna? Það er hálf til ein milljón króna á ári. Það á að skipa jafnréttisfulltrúa í öll ráðuneyti í hálft starf. En það á ekki að ráða inn nýtt fólk heldur fela þetta ein- hverjum sem er í vinnu, sem þýðir að menn gefa sér að nóg af fólki sé að svíkjast um sem geti bætt á sig hálfu starfi án þess að fá borgað fyrir það. Það á að stunda jafnréttisrannsóknir og miðla þeim inn í skólakerfið og samfélagið. Og þetta á að kosta hálfa til eina milljón auka á ári. Ann- aðhvort vita menn ekki betur, eða þeim er ekki alvara. Kannski sýnir þetta að stofn- anavæðingin er komin að einhverjum endimörkum. I lögum um fæðingarorlof á að veita einni milljón í einhverja þriggja manna úrskurðarnefnd, sem sagt meira fé heldur en í öll jafnréttismálin. Þar er greinilega gert ráð fyrir að hlutirnir kosti." Steinunn: „Flutningur Skrifstofu jafnrétt- ismála til Akureyrar er náttúrulega svo út úr öllu korti. Það á að byrja algjörlega á núlli. Þessi flutningur stofnunarinnar virðist vera það handahófskenndur að engin, eða alla- vega lítil hugsun er þar að baki. Það ætlar ekki einn einasti starfsmaður skrifstofunn- ar að flytjast með. Valgerður H. Bjarnadótt- ir er mjög hæf kona og mun örugglega gera þetta vel en ég held að þetta sé mikið skref afturábak. Fólk hefur ekki viljað ræða þetta opinskátt opinberlega því ef það snýst um að flytja eitthvað út á land þá halda allir kjafti, enginn vill vera vondur við landsbyggðina!" Veltum að lokum fyrir okkur hvert stefnir í jafnréttisbaráttunni. Steinunn: „Mér finnst vanta einhvern vett- vang, einhverja grasrótarhreyfingu, þar sem fólk getur komið saman, skipst á skoð- unum, fengið sérfræðinga, kallað til funda. I augnablikinu er ég dálítið týnd í grasrót- inni og held að svo sé ástatt um fleiri. Ég held að fljótlega muni koma upp þörf fyr- ir formlegan samræðuvettvang. Annars fljótum við sofandi að feigðarósi. En allt grasrótarstarf er sjálfsprottið, það sprettur upp af einhverri þörf. Og það eru ekki þær aðstæður í samfélaginu núna að maður fari með látum upp úr sófanum. Það eru hins- VERA • 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.