Vera - 01.08.2000, Blaðsíða 34

Vera - 01.08.2000, Blaðsíða 34
Þrír af fimm starfsmönnum Skrifstofu jafnréttismála 1995. F.v. Erna Jónsdóttir, ritari, Elsa, Stefanía Traustadóttir og Páll Pétursson, nýr félagsmálaráðherra. en mér finnst Svíar sú þjóð sem hefur náð lengst í þessum málum. Hún telur að þrjú atriði skipti þar máli; í fyrsta lagi að sænska samfélagið horfir á einstaklinginn og möguleika hans til að afla sér tekna og vera sjálfstæður, en ekki félagslega stöðu hans. Það kemur t.d. í veg fyrir að tekjur séu millifæranlegar á milli hjóna og að bætur skerðist vegna tekna maka. I öðru lagi nefnir hún heildstæða fjölskyldustefnu og í þriðja lagi fjölda kvenna í stjórnmálum og vægi þeirra í stjórnmálalegri umræðu. Sví- ar hafa lengi haft margar konur í ríkis- stjórn, eða um 50%, og 35-40% á þinginu. I samanburði við Norðurlandaþjóðirnar sker íslenska velferðarkerfið sig úr að því leyti að þar er ekki litið á einstaklinginn heldur fjölskyldustöðu hans. Hér er heldur ekki rekin heildstæð fjölskyldupólitík þó margt hafi breyst til batnaðar hvað varðar fæðingarorlof og dagvistun. Hér á landi skilgreina stjórnvöld þjónustuhlutverk sitt á allt öðrum grunni. Fyrir vikið lendir stór hluti fjölskylduábyrgðar á konunum." Aður en Elsa og samstarfsfólk hennar á Skrifstofu jafnréttismála hættu störfum unnu þau að síðustu skýrslu skrifstofunnar fyrir félagsmálaráðherra um stöðu og þró- un jafnréttismála sem lögð verður fram á Alþingi í haust. Hún telur að skýrslan geti kallað á umræðu og vísar einnig til viða- mikillar skýrslu sem Norræna ráðherra- nefndin gaf út í fyrra og Auður Styrkárs- dóttir var í ritnefnd fyrir íslands hönd. ís- lenska samantektin nefnist Jafnrétti og lýð- ræði en skýrslan heitir Equal Democracies. I henni er reynt að skilgreina af hverju Norðurlöndin hafa náð svona langt í jafnréttismálum og hvað sé líkt með löndunum og hvað ólíkt. „I þessari skýrslu hafa fræðikonurnar fjögur viðmið til Jafmétti og lýðtæði'! - konut 09 sljóinmal Notðuilöndum 1 að meta jafnrétti í löndunum. Samkvæmt þeim lendir Island í næst neðsta sæti en Danir í því neðsta. Það vakti gífurleg við- brögð þar í landi og var umsvifalaust brugðist við, t.d. skipaður sérstakur jafn- réttisráðherra í fyrsta skipti, komið á kæru- nefnd o.fl. Bókin hefur hins vegar því mið- ur ekki fengið mikla athygli hér en við ætt- um að nýta okkur niðurstöðu hennar til þess að líta í eigin barm. Viðmiðin sem staða landanna er metin út frá eru: heild- stæð fjölskyldupólitík, sterk kvennahreyf- ing, hlutur kvenna á þingi og þar með mál- efnaskrá stjórnmálanna og að lokum staða og styrkur jafnréttismálanna innan stjórn- kerfisins og þar með virkni jafn- réttislöggjafar- innar. Þar stönd- um við mjög veikt, eins og dæmin sanna, en vonuðumst til að ný jafnréttislög yrðu til bóta.Vissulega er margt gott í þeim lögum, t.d. það ákvæði að í hverju ráðuneyti eigi einn starfsmaður að vinna að jafnréttismál- um og starfa síðan með Jafnréttisstofu, en breydngar sem voru gerðar í meðförum ríkisstjórnar og þings veiktu lögin verulega frá upphaflega frumvarpinu, ekki síst sú ákvörðun að flytja Jafnrétdsstofu út á land.“ Elsa segist mjög ósátt við frammistöðu þingkvenna í umræðum um lögin, sem voru barin í gegn á síðustu dögum þess sl. vor. Hún tekur þó fram að Guðrún Ög- mundsdóttir hafi verið gagnrýnust í um- ræðunum á þinginu. „Það kom t.d. aldrei fram krafa um að skerða ekki málshöfðun- arheimild Kærunefndar. Ég var spurð í fé- lagsmálanefnd hvernig hefði gengið að fara dómstólaleiðina og sagði að það hefði gengið vel en vegna skorts á fjármagni hafl of sjaldan verið hægt að fara þá leið. Af hverju var þá ekki bætt úr því? Annað dæmi um breytingu frá upphaflega frum- varpinu sem fór þegjandi og hljóðalaust í gegnum þingið varðar skipan í opinberar nefndir og ráð. Svokölluð tilnefningaleið er lögfest varðandi skipan í Jafnrétdsráð en ekki opinberar nefndir almennt. Þó liggja fyrir óteljandi úttektir um slakan hlut kvenna á þessu sviði og slakan hlut kvenna borið saman við nágrannalönd okkar.“ Elsa segir að sú ákvörðun að flytja Jafn- réttisstofu út á land sé dapurleg aldamóta- kveðja til íslenskra kvenna. Engin fagleg umræða hafl orðið í þinginu þó svo þá þegar hafi legið fyrir vilji félagsmálaráð- herra. „Hinum fjölmörgu umsagnaraðilum um frumvarpið var greinilega ekki kunn- ugt um þennan vilja ráðherrans. Þetta merki ég af því að af þeim umsögnum sem ég hef séð þá kemur almennt fram mjög já- kvætt viðhorf til starfs okkar á Skrifstofu jafnréttismála og margir lýsa yfir nauðsyn þess að auka sjálfstæði stofnunarinnar. I stað þess að meta það starf sem fram hefur farið, styrk okkar og veikleika innan stjórn- kerfisins og að styrkja starfið með því t.d. að opna útibú á Akureyri, þá er öllu lokað hér í Reykjavík og, ég vil segja, byrjað upp á nýtt fyrir norðan. Það er svo sannarlega í andstöðu við þær umsagnir sem ég nefndi.“ Þegar rætt er um stöðu jafnrétdsmála er eðlilegt að spurt sé um styrk kvenna- hreyfingarinnar og þar standa íslenskar konur því miður veikt um þessar mundir. Elsu finnst ótrúlegt að kvennahreyftngin skyldi ekkert láta í sér heyra hvorki þegar starfsfólk Skrifstofu jafnrétdsmála fékk á sig ósvífnar árásir frá félagsmálaráðherra þegar hann rökstuddi ákvörðun sína um að flytja stofnunina, né um þá ákvörðun að flytja stofnunina. Mér finnst félagsmálaráðherra algjörlega líta fram hjá því að formaður ráðsins er fulltrúi hans í ráðinu og því hæg heimatökin fyrir hann að koma að sínum hugmyndum, eða jafnvel funda með ráðinu og leggja þar línurnar. 34 • VERA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.