Vera - 01.08.2000, Blaðsíða 26

Vera - 01.08.2000, Blaðsíða 26
Agla Sigríður Björnsdóttir Áhrifamikil kona Helga H. Magnúsdóttir er fyrsta konan sem kemst i áhrifastööu hjá handknattleikssambandi Evrópu framkvæmdastjórn hand- knattleikssambands Evrópu, EHF, en náói ekki kjöri þar sem austurblokkin vildi ekki fá konu í stjórn, en hún var aftur á móti kjörin í mótanefnd sem er í raun mun umfangsmeira starf en seta í framkvæmda- stjórninni. Meó því aö vera komin í mótanefnd hefur Helga H. Magnúsdóttir skráð sig á spjöld iþrótta- hreyfingarinnar í Evrópu sem fyrsta konan sem kemst í áhrifastöðu innan EHF. Til að lesendur Veru gætu kynnst þessari kjarnakonu, fékk ég Helgu í spjall til mín og komst að raun um að störf hennar innan íþróttahreyfingarinnar eru ómetanleg fyrir konur landsins og unglingsstúlkur framtíðarinnar. „Ég er fædd í Hveragerði 21. desember 1948, dóttir Laufeyjar Jakobsdóttur sem oft hefur verið nefnd amman í Grjótaþorpi og Magnúsar Finnbogasonar. Ég á sjö systkini og er sú sjötta í röðinni. Maðurinn minn heitir Hinrik Einarsson og eigum við þrjú börn. Ég tók gagnfræðapróf frá Reykliolti í Borgarfirði og hef unnið hér og þar í gegn- um tíðina, t.d. í síld, verið bensíntittur, vann í Hafnarfjarðarapóteki, þar næst í launadeild Hrafnistu og loks hjá Félags- stofnun stúdenta en þar hef ég unnið síð- astliðin níu ár og séð um úthlutun á íbúðum á stúdentagörðum. Eg er hins veg- ar að láta af störfum þar og taka við nýju og spennandi starfi um þessar mundir." Helga byrjaði í handbolta á tólfta ári en þá átti hún heima á Laugateigi. Iþróttir hef- ur Helga stundað frá unga aldri því ein- ungis þriggja ára gömul var hún farin að synda í sundlauginni í Hveragerði. Þrettán ára flytur hún til Hafnarfjarðar og gekk þá til liðs við FH og spilaði handbolta með þeim til nítján ára aldurs en þá lagðist kvennaboltinn niður í FH. „Þegar þetta gerðist, árið 1967, þá fóru nokkrar stúlkur úr FH yfir í Fram og þar á meðal ég. Ég spilaði með Fram til 33 ára aldurs uns ég hætti alfarið að spila. Fram- liðið vann marga titla enda kepptum við víða og fórum m.a. í Evrópukeppnir. Til að standa straum af kostnaði sem þessu fylgdi sáum við um að fjármagna mest allt sjálfar, t.d. með því að selja rækjur, klósettpappír og halda bingó.” í mótanefnd EHF Helga hefur verið í framlínu íþróttahreyf- ingarinnar um árabil, hún hefur setið í stjórn HSI og situr nú í framkvæmdastjórn Iþrótta- og ólympíusambandsins. Helga hefur einnig verið í nefnd á vegum EHF ásamt nokkrum öðrum konum en hlutverk þeirra er að vinna að málefnum kvenna- handboltans í Evrópu. A þessu ári var hún svo kosin í mótanefnd EHF en sóttist í fyrstu eftir sæti í framkvæmdastjórn EHF. En af hverju var Helga að gefa kost sér í framkvæmdastjórn EHF? „A HM 199S (Heimsmeistarakeppni A- karlalandsliða), sem haldið var hér á ís- landi, kom framkvæmdastjóri Evrópusam- bandsins að máli við mig og bað mig um að gefa kost á mér en mér fannst þetta frek- ar fráleitt og gaf það frá mér. Síðar fæ ég skilaboð frá Staffan Holmqvist forseta EHF um að gefa kost á mér í stjórnina. Þá lá fyr- ir næsta þingi að fjölga í stjórn og yrði það að vera kona sem kæmi inn, en sú tillaga náði ekki fram að ganga. Þetta er svo búið að vera í deiglunni síðasdiðin tvö ár, en eins og áður sagði þá vildi Rússablokkin ekki fá konu inn og því náði ég ekki kjöri. Ég gaf hins vegar kost á mér í mótanefnd EHF en þingið kýs í allar nefndir og hefur kona aldrei verið kosin til embættisstarfa innan EHF fyrr. Þetta er mun meira emb- ætti en ég sóttist eftir. Við vorum þrjú sem gáfum kost á okkur í þetta og þurfti að kjósa tvisvar, því í seinni umferð er kosið milli tveggja og þarf hreinan meirihluta til að ná kjöri. Jómfrúarferðin Það sem felst í þessu starfi er að ég er í for- svari fyrir allar Evrópukeppnir kvenna- landsliða en haldnar eru þrjár keppnir ann- að hvert ár fyrir A-landslið, 20 ára landslið og 18 ára landslið. Þegar Evrópukeppni er úthlutað til einhvers staðar þarf ég að fara og skoða keppnisaðstöðu, búningaað- stöðu, æfmgaaðstöðu, vellina, hótelin og hvernig samgöngum er háttað. Þegar í sjálfa úrslitakeppnina er komið þarf ég að vera á svæðinu meðan keppnin stendur. Ég þarf að vera eftirlitsmaður, vera í móts- stjórn, í dómstóli keppninnar o.m.fl. Jóm- frúarferðin mín verður til Frakklands í lok ágúst þar sem úrslitakeppni 20 ára kvenna- landsliða fer fram og síðan verður keppni í 26 • VERA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.