Vera - 01.08.2000, Blaðsíða 33

Vera - 01.08.2000, Blaðsíða 33
Jafnréttisráð 1991 til 1995. F.v. Margrét Ríkharðsdóttir, BSRB, Drífa Hjartardóttir KÍ, Ragnhildur Benediktsdóttir formaður Kærunefndar, Elsa S. Þorkelsdóttir, LáraY Júlíusdóttir formaður Jafnréttisráðs, Hrafnhildur Stefánsdóttir VSÍ, Guðrún Arna- dóttir KRFÍ og Gylfi Arnbjörnsson ASI. við höfum verið að vinna að má nefna handbók fyrir stjórnir, starfsfólk og trún- aðarmenn verkalýðsfélaga og mun Jafnrétt- isstofa ljúka því máli, annað hvort með út- gáfu eða setja það á heimasíðu sína.“ Konur og völd, það að auka hlut kvenna í stjórnmálum, er málefni sem Skrifstofa jafnréttismála hefur lagt áherslu á, m.a. með útgáfu bæklings og verkefninu Sterk- ari saman fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 1998. Ríkisstjórnin samþykkti síðan verk- efni til fimm ára um aukinn hlut kvenna í stjórnmálum. „Það var mjög sérstakt þegar Siv Friðleifsdóttir fékk samþykkta tillögu myndarlega á þeim málum og hefur sann- að að pólitískur vilji skiptir sköpum. Hún bendir einnig á að Hafnarfjörður hafi tek- ið myndarlega á þessum málum undanfar- ið og að Mosfellsbær fylgi þar í kjölfarið. Jafnréttisnefndirnar hafa haft samvinnu sín á milli, m.a. með þingi á tveggja ára fresti, en nú er unnið að því að ná meiri sam- vinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga um þennan málaflokk og er sérstakur vinnuhópur starfandi undir hennar leið- sögn. Af öðrum verkefnum vill Elsa nefna samstarfsverkefni við Námsgagnastofnun kvenna á landsbyggðinni verði bætt. Eðli- legra er að borinn sé saman launamunur kvenna og karla á landsbyggðinni en ekki á milli kvenna innbyrðis, eftir því hvar þær búa.Við höfum t.d. bent á nauðsyn þess að stefnumótun og ákvarðanataka í byggða- málum taki mið af ólíkri stöðu kynja en það sjónarhorn vantar t.d. í byggðaskýrslu stjórnvalda. A sama hátt má spyrja hvort há sjálfsmorðstíðni ungra karlmanna tengist umræðunni um jafnrétti kynja. Eg hef oft rætt það við minn ágæta fyrrverandi sam- starfsmann IngólfV Gíslason. Er það ekki félagslegt vandamál sem hefur með kynja- Við vildum halda námskeið um það hvar launamisréttið verður til, fræða forstöðumenn ríkisstofnana um skyldur atvinnurekenda samkvæmt jafnréttislögum, fara yfir dóma o.s.frv. Ég sendi tvö bréf um þetta í fjármálaráðuneytið án þess að fá svar. um að settar yrðu fimm milljónir króna á ári í nefnd stjórnmálaflokka, KRFI og Skrif- stofu jafnréttismála til að standa fyrir að- gerðum um konur og pólitík. Það er hins vegar mjög mikilvægt að unnið verði að þessum málum fyrir næstu sveitarstjórnar- kosningar. Hutur kvenna í bæjarstjórnum er nú 36% en aðeins 29% í minni sveitar- félögunum. Hlutur kvenna á þingi fór í 35% í síðustu kosningum og er nú 33% í ríkisstjórn. Við höfum lagt áherslu á að auka þekkingu okkar á samþættingu jafn- réttis kynja í stefnumótun og ákvarðana- töku en starf ríkja og alþjóðasamtaka bygg- ir mjög á þeirri hugmyndafræði. Utgáfa fræðsluefnis, fræðsla og ekki síst hvernig til hefur tekist með norrænt verkefni sem hér er unnið að í samstarfi við Iþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur og Akureyrar er dæmi um gott starf á þessu sviði." Elsa nefnir líka jafnréttisnefndir sveitar- félaga sem hún segir að skrifstofan hafi haft samvinnu við, m.a. með útgáfu hand- bókar og með fundarferðum um landið. Lengi var það aðeins Akureyrarbær sem vann markvisst að jafnréttismálum en Reykjavíkurborg hefur undanfarið tekið um handbók fyrir starfsfólk skóla um jafn- rétti kynja, starf karlanefndar ráðsins sem hefur verið mikið og fjölbreytt, og átaks- verkefnið í samvinnu við Háskóla Islands um konur til forystu og um jafnara náms- val kynjanna. „A Skrifstofu jafnréttismála starfaði mjög gott fólk sem hefur mikla þekkingu og reynslu af starfi á þessu sviði. Við höfum verið að þróa starfið æ meir í þá átt að koma að starfi annarra að jafnrétti kynja með fræðslu, aðstoð eða beinni að- ild að verkefni. Þannig höfum við talið fjármunum okkar best varið.“ Þegar við ræðum um jafnrétti al- mennt segist Elsa sakna umræðu um skil- greiningu á jafnrétti kynja. Undanfarin ár hefur umræða um karla og jafnrétti aukist mjög án mikillar umræðu um hvað í því felist. Þá segir hún að það hafi komið sér í opna skjöldu þegar félagsmálaráðherra notaði samanburð á stöðu kvenna á lands- byggðinni og á höfuðborgarsvæðinu sem rök fyrir flutningi Jafnréttisstofu út á land. „Er það jafnrétti kynja að staða kvenna sé verri úti á landi en á höfuðborgarsvæð- inu? Við höfum lagt áherslu á að staða mótun að gera fremur en jafnrétti kynja? Kynjafræði er ekki sama og jafnrétti kynja, þó svo annað sé mikilvægt hinu. Ég lít kannski þröngt á jafnréttismálin en ég lít á þau út frá sjónarhorni kvenna og styðst við kvennasáttmála Sameinuðu þjóðanna og þau jafnréttislög sem ég hef unnið eftir. Mér finnst að jafnrétti sé hin hliðin á misrétti en það er nauðsynlegt að ræða þetta til þess að geta ákveðið viðmið- in um árangur og síðan reynt að meta hann.Við, á Skrifstofu jafnréttismála, erum stundum sökuð um að við séum alltaf að telja hausa, þ.e. mæla hlut kvenna á öllum sviðum. En skiptir það ekki máli að við erum með lægsta hlutfall kvenna í opin- berum nefndum og ráðum, borið saman við Norðurlöndin? Við erum með veika löggjöf og náum engum breytingum fram, þrátt fyrir ítrekuð tilmæli. Nú, þegar við höfum náð í gegnum „glerþakið" hvað varðar fjölda kvenna á þingi og í ríkis- stjórn, er látið eins og allt sé komið í gott lag. Þá skipta hausarnir máh! Mér fmnst mjög athyglisvert hvað Margaretha Winberg jafnréttisráðherra Svía segir um árangur þeirra í jafnréttismálum, VERA • 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.