Vera - 01.08.2000, Blaðsíða 43

Vera - 01.08.2000, Blaðsíða 43
£E M Í N I S I 1 E E B Á B i Q Anna Ólafsdóttir Björnsson \/prr}<;kiílriiir\ vprr^l^un í heimi kvikmyndaframleióslu og sköpunar eru mýmörg og mismunandi virt verðlaun veitt. Kvikmynda- hátíðin í Cannes hefur náð að halda stöðu sinni sem ein af hinum virtustu. Hún er tvimælalaust frægasta hátiðin sem veitir svokölluðum „listrænum" kvikmyndum verðlaun og þeirra eftirsóttust er Gullpálm- inn. i ár var þessi hátíð sigurhátið Bjarkar Guðmunds- dóttur öðrum fremur pvi ef marka má fréttir af hátíðinm er það hún sem ber uppi Dancer in the Dark, kvikmynd Lars von Trier, sem fékk Gullpálmann í ár. Hún fékk einmg leikkonuverðlaun hátiðarinnar við mikinn fögnuð viðstaddra. Þessir sigrar eru ærin ástæða til að sam- fagna Björku. Til hamingju, Björk! Það er verulegt tilhlökkunarefni að eiga von á því að sjá afrakstur- inn með eigin augum bráðlega. Eg bendi á vefslóð myndarinnar sem er alveg ágæt: http://www.dancerinthedark.com Lars von Trier er skrýtinn snillingur sem fram til þessa hefur ris- ið hæst með verki sínu Brimbroti (Breaking the Waves) sem einnig átti mikið undir góðum leik aðalleikkonunnar, Emily Watson. Björk hefur greinilega gert heiminum greiða með því að gera hlé á tón- listarferli sínum á meðan hún lék í kvikmynd hans en hlutverkið var skilyrði þess að hún semdi tónlistina við myndina. Óskir um Óskar Eins og við var að búast var Björk varla fyrr búin að taka á móti verðlaununum í Cannes en Islendingar fóru að spá og spekúlera hvort hún fengi ekki Óskarinn líka. Fram til þessa hefur verka- skiptingin milli Cannes- og Óskarsverðlaunanna verið einföld, Cannes sinnir listaverkum sem oft ná þó lýðhylli en Óskarinn mið- ast meira við að verðlauna vel gerðar kvikmyndir í takt við amer- ísku draumaverksmiðjuna. Hins vegar brá svo við í ár (og ekki eina dæmið) að sú kvikmynd sem bar höfuð og herðar yfir aðrar myndir á Óskarsverðlaunahátíðinni var bæði betri og dirfskufyllri en venja er til. Ýmsar mjög álitilegar kvikmyndir voru í boði en ameríska fegurðin í American Beauty varð hlutskörpust í flestum veigamestu flokkunum, besta myndin, besti leikstjórinn og besti karlleikarinn, auk annarra smærri Óskara. Alls hreppti hún átta Óskarsverðlaun. Að ósekju hefði mátt verðlauna Annettu Bening fyrir besta kvenhlutverkið líka, hún gerði mjög tættri og togaðri persónu afskaplega góð skil. Það er full ástæða til að hvetja þá sem enn hafa ekki séð þessa ágætu mynd til að sjá hana, en hún er ný- komin á myndband. AAyndmál sem skilar sér vel Hvað er þá svona voðalega gott við þessa mynd? Eg hef spurt ýmsa að því og fengið vægast sagt misvísandi svör. Það er í sjálfu sér ákveðið gæðamerki sem ég sætti mig vel við. Það sem greip at- hygli mína var sviðsetningin sem magnar upp áhrif myndarinnar. Næstum hver einasti rammi myndarinnar var eins og úthugsað myndverk, unnið út frá miðju, sem enn þykir æði djörf mynd- bygging. Litanotkun er líka með því betra sem ég hef séð. Þessi hjálpartæki hefðu auðvitað lítið gagnast með ómerkilegum efni- við og lélegum leikurum. Efni myndarinnar er allrar athygli vert og aftur er það merkilegt hve mismunandi upplifun fólks er á því. Því fer fjarri að allir segi sömu sögu um hvað myndin fjallar, ef frá er talið einföldustu klisjur um afhjúpun. Tekist er á við ýmis tabú, oftast er það vel heppnað, þó er ég ekki alveg sátt við alla þróun mála í myndinni. Kostirnir eru þó margfalt fleiri en gallarnir. Það heppnast mjög vel að sýna ójafnvægið undir sléttu og felldu yfir- borði úthverfalífsins sem virðist megintilgangur myndarinnar. Það eru ekki margir einstaklingar í myndinni sem una glaðir við sitt en þeir eru þarna innan um og í því felast önnur skilaboð myndar- innar. Skemmileg meðhöndlun á óvissu Kevin Spacey hefur hlotið einróma lof fyrir hlutverk heimilisföður- ins í myndinni. Hann er fantagóður leikari og skemmtilega jafn- góður í gerólíkum hlutverkum sem hann hefur tekist á við undan- farin ár. Mér finnst Annette Bening skila sínu hlutverki síst lakar en það hlutverk er mun vanþakklátara og ef til vill galt hún þess. Unga fólkið í myndinni, Wes Bentley í hlutverki hins undarlega Ricky Fitts og Thora Birch í hlutverki óánægðu dótturinnar Jane, eru þeir leikarar sem ég hreifst mest af. Þeim tekst að skila galdri þess að halda okkur, veslings áhorfendum, í óvissu nánast allan tímann. Eg ætla ekki að segja hvers konar óvissu til að eyðileggja ekki plott myndarinnar.Vel á minnst, óvissan leikur lykilhlutverk í myndinni, þrátt fyrir að söguþráðurinn sé á vissan hátt sagður í upphafsatriði myndarinnar. Ekki orð um það meir. Og aftur að verðlaunum Vera má að það boði nýja tíma að veita kvikmynd á borð við American Beauty eftirsóttustu Óskarsverðlaunin. Vera má að innan fárra ára muni myndirnar í Cannes verða ofarlega á lista yflr verð- launahafana hjá Óskari frænda. Þess ber þó að geta að American Beauty er engin umbylting frá formúlunni í Hollywood, heldur hressilegt frávik. Því tel ég líklegra að Cannes-myndirnar haldi áfrarn að vera sýnilegar og jafnvel sigursælar í sérmerktum flokki sem kallaður er: Flokkur kvikmynda leikinna á erlendri tungu, því eins og við viturn þá eru allar tungur erlendar nema enskan í hinni spönsku- og kínverskumælandi Los Angeles. VERA • 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.