Vera - 01.08.2000, Blaðsíða 38

Vera - 01.08.2000, Blaðsíða 38
A N n P F A J Q N S Q Q I I I B. 5 K B I E A B. Patti Smith, - Itkrega komin attur... Patti Smith á sér mjög sérstakan feril í rokktónlist heimsins. Hún fór aó vekja á sér athygli í listalífi New York borgar í byrjun 8. áratugarins, á pönktímabilinu, meó lestri eigin Ijóða vió gitarundirleik. Hljóöfæraleikurum fjölgaði i kringum hana, hún hætti að lesa og fór aö sönglesa og syngja meó hljómsveitinni, sem varð rokkband. Og sjá, þessi kona, sem fæddist 30. desember 1946, næstum nógu gömul til aó vera mamma pönkaranna, varó aðal pönkskáldið meóal ameriskra pönktónlistarmanna; og hljómsveit hennar, Patti Smith Group, ein sú vinsælasta. Hins vegar skilgreindi Patti sjálf sig sem „post beat poet", skáld í anda bítnikkanna, sem voru og hétu áóur en hippamenning skall á og fólk eins og Janis Joplin á rætur i. Þekktasta bók bitnikkatimans er liklega On the road eftir Jack Kerouack; Leonard Cohen flutti sin Ijóð heima hjá sér i Kanada viö djasspíanóundirleik eins og bítnikkaljóðskálda var siöur, en varó ekki heimsfrægur fyrr en syngjandi 35 ára kringum 1970 fyrir hippakynslóðina ... svipað aldursmisgengi og hjá Patti Smith. Hún fæddist í Chicago, elst fjögurra systkina, ólst upp í New Jersey og byrjaði að vinna í verksmiðju þar eftir stúdentspróf 1964. Foreldrar hennar voru verkafólk, en mamman hafði verið söngkona þar til fjöl- skyldan varð til og þurfti stöðugri laun. Patti þótti skrítin strax sem unglingur og ekki passaði hún vel inn í verksmiðjuumhverfið. Hún sótti sér andlegan félagsskap í ljóð franska skáldsins Rimbaud (eins og Utangarðsmaðurinn Mikki Pollock) og límdi mynd af honum á pípu við hliðina á sér í verksmiðjunni með áletruninni: Eg og Rimbaud í meltingarvegi Pissverksmiðjunnar; en Piss Factory varð fyrsta frum- samda Ijóð hennar sem kom út á plötu, smáskífu með Hey Joe á a-hlið- inni, árið 1974. Hey Joe minnir mig að sé líka fyrsta smáskífa Jimi Hendrix Experience ('67), en Patti Smith var mikill aðdáandi Jimis. Annars voru fyrstu hetjur hennar í tónlist James Brown, stelpnatríóið Ronettes, Rolling Stones, Bob Dylan ogVelvet Underground. Dvöl Pattiar í Pissverksmiðjunni varð ekki löng. 19 ára eignaðist hún barn sem hún gaf til ættleiðingar, og viðbrögð samborgaranna í New Jersey við slíkri hegðun voru á þann veg að Patti ákvað að yfirgefa svæðið. Hún fór til NewYork 1967, varð viðloðandi Pratt-listaskólann; teiknaði, skrifaði hugsanir sínar ofaní teikningarnar og smám saman fór hún að líta á skriftir sínar sem ljóð. Líklega hefur áhugi hennar á Rimbaud orðið til þess að hún ákvað að fara í listnám til Parísar og hélt þangað með Lindu systur sinni. Ekkert varð þó úr akademísku listnámi, en þær systur slógust í för með götulistamönnum þar í borg. Þá (1970) var verið að sýna Godard-myndina One plus one, en í henni sjást félag- arnir í Rolling Stones hljóðrita lagið Sympathy for the devil, sem kom út á plötunni Beggars Banquet í nóvember 1968. Þá var Brian Jones enn í hljómsveitinni (hann hætti, eða var rekinn, í júní '69, og drukknaði, eða var drekkt, í sundlaug sinni 3. júlí). Eftir að hafa farið á hverja sýn- ingu á One plus one í 5 daga samfleytt dreymdi Patti spámannlegan draum um dauða Brians og í framhaldi af honum um föður sinn og hjarta hans. Þær systur urðu órólegar og ákváðu að drífa sig heim og er þangað kom var pabbi þeirra nýstiginn uppúr rúminu eftir hjartaáfall. Ekki settist Patti þó að í föðurhúsum og hélt aftur til NewYork. Þangað komin flutti hún með vini sínum, listamanninum Robert Mapple- thorpe, inn á Chelsea-hótelið, sem nú er orðið heimsfrægt fyrir að hafa hýst mestu rokkstjörnur heims. Á Chelsea-hótelinu kynntist Patti Smith Andy Warhol genginu, sem hljómsveitinVelvet Underground flokkast undir, en sveitin spilaði fram- anaf ferlinum undir verndarvæng Andys á listsýningum og í verk- smiðjuhúsinu sem hann breytti í klúbb, The Factory. Þar dansaði Patti Smith oft þegar hún kom fyrst til NewYork. Patti mun líka hafa náð að kynnast Janis Joplin sem var tíður gestur á Chelsea Hotel (lést 4. októ- ber 1970), liðsmönnum Jefferson Airplane og leikritaskáldinu Sam Shepard. Með honum samdi hún leikritið Cowboy Mouth, en annars var hún komin á kaf í ljóðin, sem voru gefin út hjá ýmsum litlum útgáfu- fyrirtækjum. Auk þess vann Patti fyrir sér með því að skrifa um tónlist fyrir ýmis tímarit, t.d. Rock, Creem og Rolling Stone. Árið 1971 fór hún að lesa ljóð sín opinberlega við gít- arundirleik vinnufélaga síns, rokkgagnrýnandans Lennys Kay, og Richard Sohl spilaði stundum með þeim á pí- anó. Snemma árs '73 hitti hún útgáfustjórann Jane Friedman sem kom tríóinu á framfæri á tónlistarstöð- um og gerðist umboðsmaður Pattiar að hennar ósk. Það var Jane sem fékk Patti til að syngja ljóðin í stað þess að lesa þau og þegar Patti byrjaði að syngja fór hún að bæta inn í prógrammið eigin útsetningum af annarra manna lögum: Hey Joe (Hendrix), Gloria (Them/Van Morrison), Land of a thousand (Chris Kenner/Wilson Pickett)... og 1974 kom út áður nefnd tveggja laga plata: Hey Joe/Piss Factory; á henni spilaði Tom Verlain í Television á gítar. Ekki var þetta þó í fyrsta skipti sem heyrðist í Patti á hljómplötu, því að hún flutti ljóð eftir Jim Morrison, að honum látnum ('71), á sólóplötu Doors-hljómborðsleikarans Rays Manzarek. Einnig kom hún fram á plötu með Blue Oyster Cult og samdi texta fyrir þá. Rétt er líka að geta ljóðasafna hennar sem gefin voru út áður en hún varð rokkstjarna: Seventh Heaven ('71), Kodak ('72) og Wftt ('73), en síðar hafa komið út fleiri ljóðabækur, smásögur o.fl. í óbundnu máli eftir hana. Árið 1975 bætti Patti tveim mönnum við tríó sitt: Tékkanum Ivan Kral (sem kom til USA '68...) á bassa og gítar og trommaran- um Jay Dee Dougherty. Þar með var grúppan fullskipuð og fyrsta breiðskífan kom út í nóv- ember það ár. Horses heitir platan og er enn í dag talin með bestu rokkplötum fyrr og síðar. Upptökustjóri var Velvet Underground maðurinn John Cale, en ekki gekk vel að fá skífuna út gefna. Svo 38 • VERA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.