Vera - 01.08.2000, Blaðsíða 7
mmmm
Fyrir skömmu kallaði Vera saman sex manna hóp karla og kvenna sem öll hafa komið
að jafnréttisbaráttu með einum eða öðrum hætti, til þess að ræða stöðuna.
Útgangspunkturinn var: Hvar stöndum við — hvert stefnum við?
Hvers konar kvenna-, kynja- eða jafnréttisbaráttu viljum við, þurfum við að stunda á nýrri öld?
Tilefnið er sumpartinn að Vera stendur sjálf á tímamótum. Kvennalistinn hefur formlega sagt
skilið við okkur, þetta er því fyrsta tölublaðið sem glænýtt útgáfufélag, Verurnar, gefa út.
Fyrir okkur markar þetta nýtt svigrúm fyrir grasrótina, nýtt upphaf, nýtt vor.
Eg byrjaði hinsvegar á því
Asdís: „Ég er bjartsýn á að sú kynjabarátta
sem háð var á öldinni sem er að kveðja sé
að skila sér. Trúlega höfum við mæður af
minni kynslóð alið börn okkar þó nokkuð
öðruvísi upp en mæður okkar. Þið takið
ugglaust eftir að ég tala eingöngu um
mæður sem uppalendur, en þannig var það
meira og minna fyrstu átta tugi síðustu
aldar.Við breyttum ekki kynjahlutverkum á
heimilum, jafnvel þó við ynnum flestar úti
og sumar okkar færu í langskólanám. Þetta
sýna rannsóknir um skiptingu verka inn á
heimilum og um kynjahlutfall í námi eftir
skyldunám. EN þetta er allt að breytast —
konur fara jafnt í nám og karlar, þó að oft-
ar en ekki fari þær í greinar sem eru ekki
jafn hátt metnar til fjár og þær sem karl-
arnir velja sér og ungir foreldrar skipta
mun jafnar með sér umönnun barna sinna.
I rannsóknarverkefninu Gæði og jafnræði í
ákvarðanatöku, sem Skref fyrir skref vann
að 1998-1999 um hverjir komast að
ákvarðanatöku, ræddi ég við stjórnmála-
menn sem tóku þátt í prófkjörum fyrir
sveitarstjórnarkosningar 1997. Þar kom
greinilega fram að það var meiri munur á
viðhorfum kynslóða en á viðhorfum kynja
til þátttöku kvenna í stjórnmálum og
stjórnunarstörfum. Yngri karlmenn, hvar
sem þeir skipuðu sé í flokka, voru meira
samhljóða konum en eldri kynbræðrum
sínum. Þetta segir mér að nú sé þörf og lag
fyrir raunhæfa jafnréttisbaráttu þar sem
kynin leiði saman krafta sína, hvort um sig
á eigin forsendum. Sem betur fer eru kyn-
in um margt ólík og þau verða að læra að
að spyrja hvar jafnréttisbaráttan
virða og meta sérstöðu hins kynsins. Við-
horf og nálganir beggja kynja við úrlausn
verkefna skilar þegar upp er staðið bestu
lausn fyrir alla þegna. Það er sýnileg þörf
fyrir nýjar áherslur í jafnréttisbaráttu og er
nánast unun að upplifa þá tíma þar sem
karlar hafa sýnt og sannað að þeir vilji í
raun berjast fyrir réttindum sínum til að
taka meiri þátt í hlutverki foreldris, jafn-
réttisnefnd karla, fæðingarorlof karla, um-
ræða um fjölskylduvænt starfsumhverfi
o.s.frv. Það er sýnilega þörf fyrir kynin að
vinna saman að þessum réttindamálum og
í raun grátlegt ef við þurfum áfram að vera
með sérstakar kven- og karlanefndir í þess-
um málum.“
Roald: „Ég er sammála Asdísi að stórum
áföngum hefur verið náð. Hinsvegar fmnst
mér femínistar og annað baráttufólk hafa
sofnað á verðinum. Fólk er ekkert mikið að
pæla lengur, fmnst þetta svolítið hallæris-
legt. Mér finnst því vera ákveðið „back-
lash“ í gangi. Það er töff að gefa skít í
femínista núna. Ég fylgist mikið með
menningarmálum og á tónlistarstöðvum
eins og PoppTV og MTV eru konur rosa-
lega hlutgerðar í tónlistarmyndböndum.
Ég hef sjaldan tekið eins mikið eftir því og
akkúrart núna og auðvitað endurspeglar
þetta þær hræringar sem eiga sér stað í
samfélaginu. Því er ofboðsleg þörf fyrir
einhverskonar baráttu. Mér finnst þær í
Bríet t.d. hafa gert góða hluti, þær hafa
hleypt nýju blóði í umræðuna og breytt
ákveðinni staðalímynd af femínistum á Is-
stæði núna við aldahvörf?
landi. En kannski þarf stór átak, flokkaafl
eða hreyfingu sem lætur sig öll jafnréttis-
mál varða."
Hugrún: „Draumur okkar Bríeta væri að
finna stráka sem tækju kynjabaráttu alvar-
lega, á sínum eigin forsendum. Hvernig
getum við annars orðið jafningjar?Við vilj-
um að strákar taki virkan þátt í jafnréttis-
baráttu en við viljum ekki búa til baráttu-
grundvöll fyrir þá, þeir verða að finna
hann sjálfir. Til dæmis karlmennskuímynd-
in með alla vöðvana og kyngetuna. Það er
verið að markaðssetja líkama karlmanna á
nýjan hátt. Er það eitthvað sem þeim er
sama um?“
Ólafur: „Það er búið að afnema síðasta
formlega misréttið í jafnréttismálum með
því að setja lög um jafnan rétt karla og
kvenna til fæðingarorlofs. Núna snýst
framhaldið um aðgerðir á vettvangi og þá
er heimilið og kjarnafjölskyldan aðal vett-
vangurinn. Feikna mikið hefur áunnist í
jafnréttisbaráttu kvenna á öldinni en konur
reka sig þó alltaf á þak. Kynjahlutfallið í
stjórnunarstöðum virðist bara ekki geta
orðið jafnt, nema þá í svokölluðum
kvennagreinum. Astæðan hygg ég —
stærstu mistökin í jafnréttisbaráttunni - er
að það mistókst að útskýra fyrir helmingn-
um af þjóðinni, það er að segja körlum,
hvað þeir græddu á henni. Sókn kvennanna
út á vinnumarkaðinn og inn í pólitíkina er
löngu hafin en sókn karlanna inn á heimil-
ið er rétt að hefjast. Það hvernig fólk skipt-
VER A •
7