Vera - 01.08.2000, Blaðsíða 46

Vera - 01.08.2000, Blaðsíða 46
Athöfnin hófst í Þingvallakirkju þar sem Inga Huld sagði frá sögulegum staðreyndum. ! af einstæðum mæðrum. Þetta var oft á tíð- um skelfilegt, bæði fyrir börnin og mæð- urnar. Börnin dóu gjarnan á þessum ver- gangi, ýmist úr sulti eða barsmíðum. „Það er ekki fyrr en upp úr 1920 að konur í Kvenréttindafélaginu taka sig sam- an hvar sem þær stóðu í pólitískum flokki og berjast fyrir því að bannað verði að rífa börn af ógiftum mæðrum og ekkjum og setja þau á sveitina. Ingibjörg H. Bjarnason flutti frumvarp um þetta á Alþingi og tókst að fá það samþykkt." Árið 1992 kom út bók Ingu Huldar Hákonardóttur Fjarri hlýju hjóna- sœngur. Bókin ber undirtitilinn Ödruvísi Islandssaga en í henni segir frá samskiptum kynjanna á Islandi um aldir, í samfélagi þar sem kirkja og veraldlegt vald töldu sér ekkert mannlegt óvidkomandi. í bókinni eru átakanlegar sögur af þeim konum — og körlum — sem leyfðu sér að fara út fyrir viðurkennd mörk ástai og hjónabands og vísað til mjög margra frumheimilda og rannsókna en Inga Huld dregur efnið saman í eina lifandi heild. ■r i y ■" :'tl A leiðinni að Drekkingarhyl voru lesin ljóð en við hylinn fór séra Arnfríður með bæn og blessun. i Sögnr aí tveimrir Gnðniririm sem enduðu líí sitt f poka ofan í vatni Úr bókinni Fjarri hlýju hjónasængur eftir Ingu Huld Hákonardóttur Fyrsta konan sem gisti Drekkingarhyl fyrir dulsmál (að bera út barn) hét Guðrún Jónsdóttir, vinnukona frá Bessastöðum.Vorið 1684, laugardaginn fyrir páska, hafði hún alið barn úti á túninu sunnan við kirkju, eflaust í hvarfi við hinn háa embættisbústað. „Svitnandi af kvölum ... við nöturlega líðan hún naflastrenginn sleit, “ segir í kvæði Brechts um barnsmorðingjann Maríu Farrar, og líkt hefur verið ástatt um Guðrúnu og hennar mörgu þján- ingarsystur fyrr og síðar. Hún hafði engum trúað fyrir því að hún væri um það bil að fæða nýtt líf í heiminn. Hún var þó ekki alein. Þar sem hún lá milli þúfna og engdist sundur og sam- an af hríðum sá hún upp í himininn. Þaðan var fylgst með henni, en það var ekki Guð, því hann hafði einhverj- um öðrum hnöppum að hneppa þann daginn, nei ekki Guð, heldur feikna- mikill örn sem breiddi úr vængjun- um. Eftir fæðinguna féll hún í öngvit og þegar hún rankaði við sér sá hún að örninn var kominn með barnið í klærnar og hringsólaði með það yfir túninu, uns hann flögraði burt með það, hún vissi ekki hvert. En barnið var þá þegar dáið, það hafði fæðst andvana, sagði hún. Hin ógæfusama kona var flutt á Alþingi um sumarið. Sögu hennar um örninn fengust dóm- endur ekki til að trúa. Þeir dæmdu þessa „vesölu konuskepnu" til drekk- ingar og fór aftakan fram tafarlaust. Barnsfaðirinn virðist hvergi koma við sögu. Að sögn Guðrúnar var hann und- irkaupmaður í Hafnarflrði og hét Knútur Pétursson. Hann var þó ekki ósnortinn af örlögum hennar, lét gera kaleik úr silfri og færði Saurbæjarkirkju á Kjalarnesi að gjöf. (bls 179—180) Eftirfarandi saga hefur yflr sér helgiblæ og er lituð hugmyndinni um hetjudáð á dauðastund og ómældu æðruleysi. Hún segir frá drekkingu GuðrúnarValdadóttur á Barðaströnd árið 1754 og er ægifögur, eins og af heilagri meyju í höndum illmenna. Sök Guðrúnar var sú að hafa fallið með feðgum. Hún var ráðskona hjá öldruðum manni sem Sigurður hét, kallaður elli, og ól honum barn, en hafði fyrr á árum eign- ast barn með syni hans. Kvöldið áður en líflát hennar skyldi fram fara saumaði hún sjálf poka þann eða sekk, er henni skyldi drekkt í að morgni - og vissi sjálf til livers hann var ætlaður. Var hún hin rólegasta og sagði við sóknarprest sinn, séra Björn Hall- dórsson í Sauðlauksdal, að ekki þyrfti hún huggunarorð mannanna, því að hún væri viss um sáluhjálp sína. Morguninn eftir reið flokkur manna með Guðrúnu inn Mikladal, og skyldi henni drekkt í hyl ein- um þar í ánni. Guðrún hafði söngrödd fagra. A leið til aftökustaðarins söng Guð- rún sálm. Var það 27. sálmurinn í Passíu- sálmunum. Hún byrjaði á versinu: „Ó, vei þeim, sem að órétt lög...“ og söng svo sálminn á enda. Fannst öllum viðstöddum mjög til um söng Guðrúnar, og þótti þeim hún aldrei jafnfagurt sungið hafa. Þegar á aftökustaðinn kom var Guðrúnu drekkt, og er mælt að Bjarni böðull yrði tvisvar að bæta grjóti í pokann, svo að hún gæti sokkið, og að lokum hélt hann henni niðri með broddstaf sínum, uns hún drukknaði. Var hún síðan dysjuð á holti einu þar við veginn. (bls 214) 46 • VERA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.