Vera - 01.08.2000, Blaðsíða 20

Vera - 01.08.2000, Blaðsíða 20
i r a m 1 i ð a r A U Ð U& Einn hluti Ritgerð um draumafyrirtækið verkefnisins Auður i krafti kvenna nefmst FramtíðarAUÐUR og er ætlað stúlkum á aldrinum 13-16 ára. Þeim var boðið að skrifa ritgerð um draumafyrirtækið sitt og bárust tæplega 30 ritgerðir af öllu landinu. Þátttakendum var siðan boðið i leiðtoga- búðir að Skógum þar sem blandað var saman fróðleik og skemmtun. Markmiðið var að auka sjálfstraust stúlknanna og hvetja þær til hóp- starfs. Fengu þær kynningu á gunnhugtökum viðskipta, leiðsögn i um áhrif kynferðis á starfsframa og nauðsyn lá sjálfum sér. Vera ræddi við tvær stelpur sem jfninu og fékk leyfi til að birta ritgerðirnar um þeirra. Árnný Sigurbjörg Cuðjónsdóttir: Ætlar að reka eigið fyrirtæki Árnný S. Guðjónsdóttir er 15 ára nemandi í 10. bekk Öldutúnsskóla í Hafnarfirði. Hún fór í leiðtogabúðirnar að Skógum í sumar og fannst það frábært. Þar fengu stelpurnar innsýn í rekstur og stjórnun fyrirtækja og áttu saman skemmtilegan tíma við leik og störf. Árnný hefur verið í Kór Öldutúnsskóla frá 8 ára aldri. Hún tekur þátt í leiklistar- starfsemi í félagsmiðstöðinni og stundar líkamsrækt á veturna. „Ég var að vinna á veitingastaðnum í versluninni Ikea í sumar og fannst það mjög gaman. Ég lærði heilmikið, t.d. að sjóða egg, smyrja smurbrauð, vera verk- stjóri og sýna þjónustulund," segir hún. „Ég vann mjög mikið í sumar, tók mér eiginlega ekkert frí. Ég legg peningana fyrir til ávöxtunar og reyni að eyða sem minnstu. Kannski get ég keypt mér bíl þegar ég fæ bílpróf eftir tvö ár." Árnnýju langar að vinna sjálfstætt í framtíðinni og reka eigið fyrirtæki. Hún ætlar á viðskiptabraut í menntaskóla, annað hvort í Flensborg eða Verslunar- skóla íslands, og síðan í viðskipta- eða markaðsfræði í háskóla. Mannleg samskipti og tölvukunnátta að leiðarljósi í þessari ritgerð langar mig að fjalla um hvernig draumafyrirtækið mitt er og segja frá starfsemi þess og fleiri atriðum í sam- bandi við það. Ég vona að lesandi þessarar ritgerðar nái heildarmynd fyrirtækisins, starfsemi þess og helstu atriðum í sam- bandi við stjórnun þess og rekstur. Vonandi hefurðu bæði gagn og gaman af þessum lestri. Draumafyrirtækið mitt er heimavistar- skóli sem væri einkarekinn. Einkarekinn því að þá væri skólinn ekki jafn háður rík- inu eins og flestir skólar eru og gæti því miðlað annarri þekkingu til barna. Hann myndi vera staðsettur út í sveit til að nem- endur komist í snertingu við hreina nátt- úru okkar Islendinga. Hugmynd mín er sú að skólinn myndi hafa á námskrá sinni kennsluefni fyrir börn á aldrinum 9—16 ára. Markaðshópur okkar er foreldrar 9-16 ára barna sem gera kröfur um að barnið þeirra hljóti kennslu um fleira en bóklegt og verklegt nám. Skólinn mun geta tekið að sér um 200 börn, 120 á heimavist í eina eða báðar annir og um 80 nemendur í skólabúðir í 1—3 vikur. Sumarið myndi vera notað til skipulagningar næsta skólaárs og eiga starfsmenn þá rétt á sjö vikna sumarfríi. Starfsmenn skólans verða um 100 manns. Unnið væri eftir árangurstengdu launa- kerfi, svipað þeim sem sum fyrirtæki eru að taka upp. Það er til að hver einasti starfs- maður leggi allan sinn metnað í starfið. Skipuritið og stjórnunarháttur skólans væri þannig að skólastjórinn sér um að stjórna skólanum og sjá um fjóra fulltrúa sem hafa það hlutverk að sjá um fimm leiðtoga og skipuleggja vaktir og þeir taka við vandamálum sem upp koma. Geti þau ekki ráðið úr því er talað við skólastjórann. Hver leiðtogi er kennaramenntaður og 2 0 • V E 1? A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.