Vera - 01.08.2000, Blaðsíða 42

Vera - 01.08.2000, Blaðsíða 42
inu í júní fólst í að taka þátt í vinnu við gerð loka- skýrslunnar. Þó þetta væri mér nýr vettvangur þá þekki ég vel starf alþjóða- stofnunar eins og Evrópu- ráðsins en í stjórnarnefnd þess um jafnrétti kynja sitja fulltrúar um 40 ríkja, auk áheyrnarfulltrúa frá ríkjasam- böndum og félagasamtökum. Einnig þar eru áherslur ríkja æði misjafnar. Oft vakna efasemdir um hvað við eigum sameigin- legt með t.d. ýmsum fátækum ríkjum aust- ur Evrópu. Starfið í Evrópuráðinu byggir á samráði, samræðum og gagnkvæmri virð- ingu ríkja, jafnt sem virðingu fyrir ólíkri menningu okkar. Starfsramminn og leiðar- ljósið birtist í þeim alþjóðasáttmálum sem ríki okkar hafa staðfest og sem við megum aldrei hvika frá. A fundum Sameinuðu þjóðanna koma saman fulltrúar ekki 40 ríkja heldur 188 ríkja. Þá virðist oft sterkara það sem skilur okkur að og póli- tískum ágreiningi ríkja meira haldið á lofti en þeirri hugsjón sem tengir okkur saman. Það var sérstök tilfmning að sitja í fundar- salnum og horfa á allar konurnar sem mættar voru í NewYork, en flestir fulltrú- arnir voru konur. Líf okkar kvenna er svo ólíkt. Við eigum það hins vegar sameigin- legt að allar búum við í ríkjum sem, þrátt fyrir skuldbindingar, tryggja okkur ekki þau réttindi sem kvennasáttmáli Samein- uðu þjóðanna kveður á um. Og minnumst þess að kvennasáttmáli Sameinuðu þjóð- anna fjallar um grundvallarmannréttindi kvenna. Kynbundið launamisrétti er stað- reynd í öllum ríkjum. Hið sama á við um ofbeldi gagnvart konum. Brúðarbrennur eru staðreynd í samfélagi sessunautar míns frá Indlandi. Við hlið hennar sitja karlar, fulltrúar Irans og Iraks. í ýmsum ríkjum þess heimshluta eru svokallaðir sæmdar- glæpir eða smánarglæpir, eins og Kofi Ann- an kallaði þessa glæpi í opnunarávarpi sínu á aukaallsherjarþinginu, staðreynd. í saln- um er mikill fjöldi kvenna, dökkar á húð og hár, stórar konur í skrautlegum kjólum með skrautlegan höfuðbúnað. Margar þeirra búa yfir svo mikilli reisn að manni verður starsýnt á. Sumar þessara kvenna koma frá vesturhluta Afríku. Þar er um- skurður á konum bannaður með lögum en þekkt að allt að 80% kvenna sæta þeirri misþyrmingu, væntanlega einnig þær sem funduðu með mér. Þrátt fyrir fjölbreytileika salargesta, þrátt fyrir að enn séu það karlar sem stýri heimi okkar og þar með lífi okkar kvenna og þrátt fyrir að við séum þarna sem fulltrúar þeirra, þá náum við saman um lokaskjal með beinum tillögum um aðgerðir sem geta tryggt jafnt íslenskum konum sem og konum í Senegal og Búrma aukin jafnrétt- indi. A vissan hátt fyllist maður lotningu yfir þessu starfi, yfir Sameinuðu þjóðunum og þeim hugsjónum sem þessi alþjóðasam- tök hvíla á. Eftir langa og stranga fundi, í reynd mjög þreytandi starf, þá höfum við stigið enn eitt skrefið í rétta átt. Þess vegna var þetta aukaallsherjarþing um málefni kvenna ekki enn ein kjaftasamkoman með kvöldverðar- og hanastélsboðum, eins og svo oft er haldið fram, heldur mikilvægt framlag fyrir starfið á næstu öld. Við ís- lendingar höfðum margt fram að færa og það er mín vissa að þetta starf muni nýtast hér á landi við að tryggja íslenskum kon- um þá jafnstöðu sem þær liafa svo lengi beðið eftir og svo lengi átt lagalegan rétt til. Ef við aðeins höldum rétt á spilunum. Hafðu samband og pantaðu bækting um námskeiðin okkar. Skyndihjálparnámskeið Rauða kross íslands • Almenn skyndihjálp • Sérsniðin skyndihjálp fyrir fyrirtæki • Sálræn skyndihjálp • Skyndihjálp á sundstöðum • Barnfóstrunámskeió • Slys á börnum • Leiðbeinendanámskeið Nánari upplýsingar og skráning hjá Rauða krossi íslands og deildum um allt Land. Þú getur ekki alltaf treyst því að aórir þekki réttu viðbrögðin vió slysum og öórum áföllum. Þú gætir einmitt lent í þeirri aóstöðu að líf og andleg velferð annarrar manneskju séu háð því að þú bregóist rétt við á réttu andartaki. Ertu búinn undir það? Það getur borgað sig aó kunna aó bregóast við þvi óvænta í lífinu. + Rauði kross íslands www.redcross.is Efstaleiti 9, 103 Reykjavík. Sími 570 4000, fax 570 4010. Netfang: central@redcross.is 42 • VERA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.