Vera - 01.08.2000, Blaðsíða 21

Vera - 01.08.2000, Blaðsíða 21
hans starfsvið er að sjá um kennslu, skipu- lagningu hennar ásamt því að semja kennsluefni sem henta þeirra nemendum, en með því fá börnin persónulegri kennslu. Undir hverjum leiðtoga eru tveir leiðbeinendur sem reynt er að hafa af sem flestum stöðum og stigum samfélagsins til að skapa fjölbreytni fyrir börnin, en þeirra starfsvið er að sjá um fimm barna hóp, hjálpa þeim ef vandamál kemur upp og hann er stuðningsfulltrúi þeirra og þau geta alltaf leitað til hans. Hann er einnig með börnunum í kennslustundum og hjálpar þeim með námið. Annað starfsfólk er læknir sem alltaf er hægt að leita til og einnig hjúkrunarfræðingur. Þeirra hlutverk er að fylgjast með börnum sem hafa sér- þarfir og einnig með nærveru þeirra erum við að reyna að tryggja sem mest öryggi. Yfirkokkur sér um matseld og hefur hann undir sér þrjá matreiðslumeistara og tvo nema eða áhugafólk um matseld. Til að fá fjármagn inn í fyrirtækið myndi ég leita í sjóði sem styrkja fyrirtæki kvenna, taka lán og kynna fyrirtækið fyrir fjárfestum og athuga vilja þeirra og áhuga á að leggja fé í fyrirtækið. Þegar reksturinn væri kominn í gang myndu útgjöld okkar og laun starfsmanna vera greidd með skólagjaldinu sem nemendur greiða en það á að sjá um námsgögn, fæði, gistingu og til að greiða laun starfsmanna. Reynt væri að hafa þennan lið í sem mestu lágmarki. Einnig myndum við annast útgáfu auglýs- ingablaðs sem fyrirtæki gætu auglýst í og við fengjum af því tekjur. Cegn einelti og fordómum Hugmynd mín er sú að skólinn myndi hafa á námskrá sinni kennsluefni fyrir börn á aldrinum 9-16 ára þar sem mannleg sam- skipti og tölvukunnátta væru höfð að leið- arljósi. Námstefna skólans væri mynduð út frá því að berjast gegn einelti og fordóm- um, að hafa mannleg samskipti sem náms- grein, forvarnir, tækni, raungreina- og tölvukennsla ásamt tungumálum, náttúru- vernd og umhverfisfræðslu. Einnig væri lagt mikið upp úr Islandssögu og mann- kynssögu. Nýsköpun verður gerð að skyldunáms- ii m 1 i ð a t A U Ð LL grein. Sköpunargleði barnanna fær að njóta sín í myndmenntar-, tónlistar- og hönnunartímum. Eineltisverkefni verður í gangi þar sem börnunum er gerð grein fyrir þeim afleiðingum sem einelti getur haft í för með sér og grundvelli fordóma eytt á þann hátt að umræður væru skapað- ar í kringum efnið og um hvaða rétt þau hafa, að gera sér grein fyrir afleiðingum gjörða sinna og þeim verður kennt að segja nei við því sem þau telja ekki henta sér. Tilgangur með náminu í námstefnu skólans verður að búa börnin betur undir samfélagið og það nám og þau störf sem þau ætla sér að gera í framtíðinni. Einnig hefðum við upp á að bjóða fjölbreyttara nám og fræðslu sem skilar börnunum bet- ur í stakk búin til að takast á við framhalds- nám hér heima og erlendis. Þetta nám hér í skólanum gæfi nemendum skólans for- skot á framtíðina. Við bætum þekkingu okkar nemenda með því að rniðla, auk al- mennrar fræðslu, mannúð og skilningi. Skólaárinu verður skipt í tvær annir. Kennsla fer fram fimm daga vikunnar og frí er um helgar en þá er nemendum leyfi- legt að fara heim en einnig verða í boði námskeið og myndi þá vera leitað til t.d. Rauða krossins með þau. I hverjum bekk eru 10-15 börn. Skipt verður í bekki eftir aldri en einnig geta þau börn sem skara fram úr verið hækkuð um bekk til að nám- ið samhæfist getu þeirra. Kennari sér um alla kennslu en leiðbeinendur eru með sín- um hóp í tímum og aðstoðar þau með námið. Þetta er gert til að hvert barn fái eins mikla aðstoð og hægt er. Námsárangur er metinn eftir vand- virkni, áhuga, skilum á verkefnum og virkni og áhuga í tímum. Engin próf verða tekin nema sérstök lokapróf að vori. Próf- dagar verða eins margir greinunum sem prófað er í og einn dagur á milli hverra prófa svo nemandi fái tíma til að læra og melta námsefnið betur. Eftir skóla og fræðslu fá nemendur frítíma þar sem boð- ið verður upp á námskeið, útreiðartúra og fleira eins og göngutúrar og aðstoð við nám. í framtíðinni er hægt að senda fulltrúa frá okkur erlendis til að kynna námið í R skólanum og einnig er möguleiki á því að setja á fót samskonar skóla í öðrum lönd- um. Einnig mundum við reyna að senda sem fyrst fulltrúa í skóla landsins sem myndi koma af stað eineltis- og fordóma- verkefnum í skólunum. Einnig væri hægt að bjóða nokkrum erlendum börnum hingað í sumarbúðir líkt og eru haldnar um allan heim. En þetta er það sem draumafyrirtækið mitt hefur upp á að bjóða og ég vona að það haft vakið athygli þína því þetta er mikilvægt mál að mennta börnin okkar. Erum að læra fyrir okkur sjálf Eg vil reka svona fyrirtæki því ég vil stofna til samkeppni um menntun komandi kyn- slóða, en samkeppni skapar meiri metnað meðal stjórnenda og starfsfólks skólanna. Ég tel að skóli sem þessi væri brautryðj- andi í menntamálum þjóðarinnar og gefi foreldrum fleiri valkosti um hvar og hvern- ig þau vilja mennta börnin sín. Slíkur skóli myndi einnig gefa börnum fjölbreyttara val um þá menntun sem þau kjósa sér, eftir metnaði, áhuga og getu, og er það álit mitt að þau verði með þessu móti sáttari við skólaskylduna og skilji frekar að þau eru að læra fyrir sig sjálf og sína framtíð en ekki vegna kennaranna. En því miður er það skoðun margra jafnaldra minna að þau séu aðeins að mennta sig fyrir kennarana en ekki þau sjálf og hafa því lítinn sem engan metnað til að standa sig. Námstefna skólans og viðhorf hans ger- ir fyrirtækið mitt betri kost fyrir komandi kynslóðir, sem munu sækjast eftir mennt- un sem hæfir áhuga þeirra og þroska. Ávinningur fyrirtækisins skilar sér í betri menntun og bjartari framtíð unga fólksins í landinu. VER A • 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.